Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2018 11:15 Borpallur á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014. Hann kom inn til viðhalds í þjónustumiðstöðinni í Rúnavík. Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. Heyra mátti tóna úr „Oljan er her“, kunnu olíulagi frændþjóðarinnar, í fréttum Stöðvar 2. Við upphaf olíuleitarinnar um síðustu aldamót sungu Færeyingar í gríni að olían myndi gera þá alla að milljónamæringum. Enda höfðu Færeyingar ástæðu til bjartsýni; miklar olíulindir höfðu fundist Bretlandsmegin rétt við lögsögumörk Færeyja og alþjóðleg olíufélög voru tilbúin að verja gríðarlegum fjárhæðum til borana á landgrunni eyjanna.Borpallurinn Cosl Pioneer boraði við Færeyjar sumarið 2012 á vegum Statoil og Exxon-Mobil. Borsvæðið var um 80 kílómetra suðaustur af eyjunum.Til þessa hafa alls verið boraðar níu holur. Mest voru umsvifin þegar Statoil og ExxonMobil boruðu tvær holur á árunum 2012 til 2014 sem talið er að hafi kostað yfir fjörutíu milljarða króna. Hvorug holan skilaði tilætluðum árangri og hættu olíurisarnir þá frekari leit. Færeysk stjórnvöld töldu ekki fullreynt og efndu til nýs olíuleitarútboðs í fyrra. Þegar frestur rann út í febrúar hafði aðeins ein umsókn borist en nafn olíufélagsins var ekki gefið upp. Nú hefur Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, tilkynnt að þessi eina umsókn hafi verið dregin til baka. Jarðfeingi skýrir þennan dræma áhuga með því að olíuleit í heiminum hafi enn ekki náð sér á strik eftir olíukreppuna sem hófst með miklu verðfalli árið 2014.Færeyska þjónustuskipið Sjóborg í höfninni í Rúnavík. Það annast flutninga til olíuborpalla.Mynd/Eli Lassen.Þótt færeysk stjórnvöld segist stefna að því að bjóða olíuleitarfélögum að sækja um leyfi án sérstaks útboð, svokallaðar „opnar dyr”, virðist sem Færeyingar hafi ekki mikla trú á að slíkt skili árangri á næstunni. Þannig hafa þeir ákveðið að í ár verði í fyrsta sinn um langt skeið enginn færeyskur kynningarbás á hinum árlegu olíukaupstefnum í Stafangri og Aberdeen. Nýafstaðinn aðalfundur Olíusamtaka Færeyja minnti reyndar á að olíuþjónustuiðnaður Færeyinga væri vel samkeppnisfær á alþjóðamarkaði, samkvæmt frétt á oljan.fo. Þar njóta Færeyingar nálægðar við olíuvinnslusvæði Bretlands og Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. Heyra mátti tóna úr „Oljan er her“, kunnu olíulagi frændþjóðarinnar, í fréttum Stöðvar 2. Við upphaf olíuleitarinnar um síðustu aldamót sungu Færeyingar í gríni að olían myndi gera þá alla að milljónamæringum. Enda höfðu Færeyingar ástæðu til bjartsýni; miklar olíulindir höfðu fundist Bretlandsmegin rétt við lögsögumörk Færeyja og alþjóðleg olíufélög voru tilbúin að verja gríðarlegum fjárhæðum til borana á landgrunni eyjanna.Borpallurinn Cosl Pioneer boraði við Færeyjar sumarið 2012 á vegum Statoil og Exxon-Mobil. Borsvæðið var um 80 kílómetra suðaustur af eyjunum.Til þessa hafa alls verið boraðar níu holur. Mest voru umsvifin þegar Statoil og ExxonMobil boruðu tvær holur á árunum 2012 til 2014 sem talið er að hafi kostað yfir fjörutíu milljarða króna. Hvorug holan skilaði tilætluðum árangri og hættu olíurisarnir þá frekari leit. Færeysk stjórnvöld töldu ekki fullreynt og efndu til nýs olíuleitarútboðs í fyrra. Þegar frestur rann út í febrúar hafði aðeins ein umsókn borist en nafn olíufélagsins var ekki gefið upp. Nú hefur Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, tilkynnt að þessi eina umsókn hafi verið dregin til baka. Jarðfeingi skýrir þennan dræma áhuga með því að olíuleit í heiminum hafi enn ekki náð sér á strik eftir olíukreppuna sem hófst með miklu verðfalli árið 2014.Færeyska þjónustuskipið Sjóborg í höfninni í Rúnavík. Það annast flutninga til olíuborpalla.Mynd/Eli Lassen.Þótt færeysk stjórnvöld segist stefna að því að bjóða olíuleitarfélögum að sækja um leyfi án sérstaks útboð, svokallaðar „opnar dyr”, virðist sem Færeyingar hafi ekki mikla trú á að slíkt skili árangri á næstunni. Þannig hafa þeir ákveðið að í ár verði í fyrsta sinn um langt skeið enginn færeyskur kynningarbás á hinum árlegu olíukaupstefnum í Stafangri og Aberdeen. Nýafstaðinn aðalfundur Olíusamtaka Færeyja minnti reyndar á að olíuþjónustuiðnaður Færeyinga væri vel samkeppnisfær á alþjóðamarkaði, samkvæmt frétt á oljan.fo. Þar njóta Færeyingar nálægðar við olíuvinnslusvæði Bretlands og Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00
Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30