Gisting í Rússlandi rauk úr 2.500 krónum í 82 þúsund kall Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2018 11:33 Ef marka má reynslu Eyþórs virðist sem gullgrafaraæði hafi gripið um sig í Rússland vegna HM. Eyþór Jóvinsson, en hann rekur meðal annars Gömlu bókabúðina á Flateyri, fékk heldur kaldar kveðjur frá Rússlandi nú nýverið. Hann var búinn að panta sér gistingu í Rússlandi, nánar tiltekið í borginni Volgograd, í gegnum Airbnb. Og óvænt rauk kostnaðurinn á nóttina úr 2.500 krónum í 82 þúsund krónur.Var búinn að borga fyrir gistinguna „Já, þetta er smávægileg hækkun,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. „Ég var búinn að panta mér gistingu. Byrjaði á því að kaupa miða á tvo leiki í Volgograd. Á Ísland – Nígería og England – Túnis sem er þarna í sömu borg. Ég var búinn að skoða þetta mikið, sem sagt hvað ég vildi sjá á HM. Svo var þetta hausverkur með ferðir þarna í Rússlandi þannig að ég ákvað að fara vikuferð í eina borg. Sjá einn leik og annan í kaupbæti.“Samskipti Eyþórs og þeirra sem vildu selja honum gistinguna í Rússlandi.Eyþór sagðist hafa fundið gistingu sem virtist ágæt og á fínum stað. „Ég var búinn að bóka það, fá staðfest og borga. Svo var haft samband við mig, fjórum fimm dögum eftir að ég pantaði gistinguna. Þar sem þau segjast glöð að fá mig og að verðið sé 800 dollarar á nótt. Mjög svona „casual“.“ Eyþór segist hafa spurt hvort þau væru orðin biluð en fékk þau svo að svona væri þetta bara. „Þetta væri HM verð. Ég afbókaði þessa gistingu.“Gullgrafaraæði í Rússlandi vegna HM Nú liggur fyrir að Eyþór þarf að finna aðra gistingu. Hann segist enn stefna út til að sjá þessa leiki en óneitanlega hafi þetta dregið mjög úr áhuga hans á að fara. „Þetta dregur úr mér tennurnar, ég veit ekki hverju er að treysta í þessu. Er skeptískur á þetta því miður. Ég hef verið í Rússlandi áður. Í St. Petersborg, stórkostlegt land, en það virðast vera vafasamir hættir í tengslum við þessa keppni.“ Ekki er úr vegi að ætla að gullgrafaæði hafi gripið um sig í Rússlandi og Eyþór telur það skiljanlegt upp að ákveðnu marki. Hann fór tvisvar á EM í fyrra, til Frakklands, og þá voru engin vandamál. Hann fékk fína gistingu á sanngjörnu verði. „En, Frakkarnir eru kannski vanari því að eiga við ferðamennsku?“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Eyþór Jóvinsson, en hann rekur meðal annars Gömlu bókabúðina á Flateyri, fékk heldur kaldar kveðjur frá Rússlandi nú nýverið. Hann var búinn að panta sér gistingu í Rússlandi, nánar tiltekið í borginni Volgograd, í gegnum Airbnb. Og óvænt rauk kostnaðurinn á nóttina úr 2.500 krónum í 82 þúsund krónur.Var búinn að borga fyrir gistinguna „Já, þetta er smávægileg hækkun,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. „Ég var búinn að panta mér gistingu. Byrjaði á því að kaupa miða á tvo leiki í Volgograd. Á Ísland – Nígería og England – Túnis sem er þarna í sömu borg. Ég var búinn að skoða þetta mikið, sem sagt hvað ég vildi sjá á HM. Svo var þetta hausverkur með ferðir þarna í Rússlandi þannig að ég ákvað að fara vikuferð í eina borg. Sjá einn leik og annan í kaupbæti.“Samskipti Eyþórs og þeirra sem vildu selja honum gistinguna í Rússlandi.Eyþór sagðist hafa fundið gistingu sem virtist ágæt og á fínum stað. „Ég var búinn að bóka það, fá staðfest og borga. Svo var haft samband við mig, fjórum fimm dögum eftir að ég pantaði gistinguna. Þar sem þau segjast glöð að fá mig og að verðið sé 800 dollarar á nótt. Mjög svona „casual“.“ Eyþór segist hafa spurt hvort þau væru orðin biluð en fékk þau svo að svona væri þetta bara. „Þetta væri HM verð. Ég afbókaði þessa gistingu.“Gullgrafaraæði í Rússlandi vegna HM Nú liggur fyrir að Eyþór þarf að finna aðra gistingu. Hann segist enn stefna út til að sjá þessa leiki en óneitanlega hafi þetta dregið mjög úr áhuga hans á að fara. „Þetta dregur úr mér tennurnar, ég veit ekki hverju er að treysta í þessu. Er skeptískur á þetta því miður. Ég hef verið í Rússlandi áður. Í St. Petersborg, stórkostlegt land, en það virðast vera vafasamir hættir í tengslum við þessa keppni.“ Ekki er úr vegi að ætla að gullgrafaæði hafi gripið um sig í Rússlandi og Eyþór telur það skiljanlegt upp að ákveðnu marki. Hann fór tvisvar á EM í fyrra, til Frakklands, og þá voru engin vandamál. Hann fékk fína gistingu á sanngjörnu verði. „En, Frakkarnir eru kannski vanari því að eiga við ferðamennsku?“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira