Gisting í Rússlandi rauk úr 2.500 krónum í 82 þúsund kall Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2018 11:33 Ef marka má reynslu Eyþórs virðist sem gullgrafaraæði hafi gripið um sig í Rússland vegna HM. Eyþór Jóvinsson, en hann rekur meðal annars Gömlu bókabúðina á Flateyri, fékk heldur kaldar kveðjur frá Rússlandi nú nýverið. Hann var búinn að panta sér gistingu í Rússlandi, nánar tiltekið í borginni Volgograd, í gegnum Airbnb. Og óvænt rauk kostnaðurinn á nóttina úr 2.500 krónum í 82 þúsund krónur.Var búinn að borga fyrir gistinguna „Já, þetta er smávægileg hækkun,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. „Ég var búinn að panta mér gistingu. Byrjaði á því að kaupa miða á tvo leiki í Volgograd. Á Ísland – Nígería og England – Túnis sem er þarna í sömu borg. Ég var búinn að skoða þetta mikið, sem sagt hvað ég vildi sjá á HM. Svo var þetta hausverkur með ferðir þarna í Rússlandi þannig að ég ákvað að fara vikuferð í eina borg. Sjá einn leik og annan í kaupbæti.“Samskipti Eyþórs og þeirra sem vildu selja honum gistinguna í Rússlandi.Eyþór sagðist hafa fundið gistingu sem virtist ágæt og á fínum stað. „Ég var búinn að bóka það, fá staðfest og borga. Svo var haft samband við mig, fjórum fimm dögum eftir að ég pantaði gistinguna. Þar sem þau segjast glöð að fá mig og að verðið sé 800 dollarar á nótt. Mjög svona „casual“.“ Eyþór segist hafa spurt hvort þau væru orðin biluð en fékk þau svo að svona væri þetta bara. „Þetta væri HM verð. Ég afbókaði þessa gistingu.“Gullgrafaraæði í Rússlandi vegna HM Nú liggur fyrir að Eyþór þarf að finna aðra gistingu. Hann segist enn stefna út til að sjá þessa leiki en óneitanlega hafi þetta dregið mjög úr áhuga hans á að fara. „Þetta dregur úr mér tennurnar, ég veit ekki hverju er að treysta í þessu. Er skeptískur á þetta því miður. Ég hef verið í Rússlandi áður. Í St. Petersborg, stórkostlegt land, en það virðast vera vafasamir hættir í tengslum við þessa keppni.“ Ekki er úr vegi að ætla að gullgrafaæði hafi gripið um sig í Rússlandi og Eyþór telur það skiljanlegt upp að ákveðnu marki. Hann fór tvisvar á EM í fyrra, til Frakklands, og þá voru engin vandamál. Hann fékk fína gistingu á sanngjörnu verði. „En, Frakkarnir eru kannski vanari því að eiga við ferðamennsku?“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira
Eyþór Jóvinsson, en hann rekur meðal annars Gömlu bókabúðina á Flateyri, fékk heldur kaldar kveðjur frá Rússlandi nú nýverið. Hann var búinn að panta sér gistingu í Rússlandi, nánar tiltekið í borginni Volgograd, í gegnum Airbnb. Og óvænt rauk kostnaðurinn á nóttina úr 2.500 krónum í 82 þúsund krónur.Var búinn að borga fyrir gistinguna „Já, þetta er smávægileg hækkun,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. „Ég var búinn að panta mér gistingu. Byrjaði á því að kaupa miða á tvo leiki í Volgograd. Á Ísland – Nígería og England – Túnis sem er þarna í sömu borg. Ég var búinn að skoða þetta mikið, sem sagt hvað ég vildi sjá á HM. Svo var þetta hausverkur með ferðir þarna í Rússlandi þannig að ég ákvað að fara vikuferð í eina borg. Sjá einn leik og annan í kaupbæti.“Samskipti Eyþórs og þeirra sem vildu selja honum gistinguna í Rússlandi.Eyþór sagðist hafa fundið gistingu sem virtist ágæt og á fínum stað. „Ég var búinn að bóka það, fá staðfest og borga. Svo var haft samband við mig, fjórum fimm dögum eftir að ég pantaði gistinguna. Þar sem þau segjast glöð að fá mig og að verðið sé 800 dollarar á nótt. Mjög svona „casual“.“ Eyþór segist hafa spurt hvort þau væru orðin biluð en fékk þau svo að svona væri þetta bara. „Þetta væri HM verð. Ég afbókaði þessa gistingu.“Gullgrafaraæði í Rússlandi vegna HM Nú liggur fyrir að Eyþór þarf að finna aðra gistingu. Hann segist enn stefna út til að sjá þessa leiki en óneitanlega hafi þetta dregið mjög úr áhuga hans á að fara. „Þetta dregur úr mér tennurnar, ég veit ekki hverju er að treysta í þessu. Er skeptískur á þetta því miður. Ég hef verið í Rússlandi áður. Í St. Petersborg, stórkostlegt land, en það virðast vera vafasamir hættir í tengslum við þessa keppni.“ Ekki er úr vegi að ætla að gullgrafaæði hafi gripið um sig í Rússlandi og Eyþór telur það skiljanlegt upp að ákveðnu marki. Hann fór tvisvar á EM í fyrra, til Frakklands, og þá voru engin vandamál. Hann fékk fína gistingu á sanngjörnu verði. „En, Frakkarnir eru kannski vanari því að eiga við ferðamennsku?“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira