Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2018 22:58 Oliver North á ársþingi NRA um helgina. vísir/getty Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratug síðustu aldar vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. North, sem vann fyrir öryggisráð Ronald Reagan í forsetatíð hans, var dæmdur árið 1989 fyrir að selja vopn til Írans. Vopnasalan var ólögleg þar sem Íran sætti viðskiptabanni en hagnaðurinn var notaður til að fjármagna kontra-uppreisnarsveitirnar í Níkaragva en Bandaríkjaforseti studdi sveitirnar. Árið 1991 var dómnum yfir North snúið við þar sem saksóknarar töldu sig ekki geta sannað að þeir sem báru vitni gegn honum væru ekki litaðir af skýrslu sem North gaf Bandaríkjaþingi á sínum tíma um málið. Var North veitt friðhelgi varðandi það sem hann greindi frá í þeirri skýrslutöku. Íran-kontra-skandallinn er eitt mesta hneyksli síðari tíma í bandarískum stjórnmálum og því vekur það óneitanlega athygli að NRA skuli velja sér North sem forseta nú. North hefur á undanförnum árum reynt fyrir sér sem stjórnmálaskýrandi og sjónvarpsmaður en hann starfaði á sjónvarpsstöðinni Fox News. Samtök byssueigenda eru ein stærstu og öflugustu hagsmunasamtökin í Bandaríkjunum en barátta þeirra fyrir rétti fólks til að eiga byssur er umdeild, ekki síst í ljósi þeirra fjölda skotárása sem verið hafa í landinu undanfarin misseri. Þar á meðal er ein sú mannskæðasta í sögunni þegar Stephen Paddock skaut 58 manns til bana í Las Vegas í október í fyrra. Níkaragva Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratug síðustu aldar vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. North, sem vann fyrir öryggisráð Ronald Reagan í forsetatíð hans, var dæmdur árið 1989 fyrir að selja vopn til Írans. Vopnasalan var ólögleg þar sem Íran sætti viðskiptabanni en hagnaðurinn var notaður til að fjármagna kontra-uppreisnarsveitirnar í Níkaragva en Bandaríkjaforseti studdi sveitirnar. Árið 1991 var dómnum yfir North snúið við þar sem saksóknarar töldu sig ekki geta sannað að þeir sem báru vitni gegn honum væru ekki litaðir af skýrslu sem North gaf Bandaríkjaþingi á sínum tíma um málið. Var North veitt friðhelgi varðandi það sem hann greindi frá í þeirri skýrslutöku. Íran-kontra-skandallinn er eitt mesta hneyksli síðari tíma í bandarískum stjórnmálum og því vekur það óneitanlega athygli að NRA skuli velja sér North sem forseta nú. North hefur á undanförnum árum reynt fyrir sér sem stjórnmálaskýrandi og sjónvarpsmaður en hann starfaði á sjónvarpsstöðinni Fox News. Samtök byssueigenda eru ein stærstu og öflugustu hagsmunasamtökin í Bandaríkjunum en barátta þeirra fyrir rétti fólks til að eiga byssur er umdeild, ekki síst í ljósi þeirra fjölda skotárása sem verið hafa í landinu undanfarin misseri. Þar á meðal er ein sú mannskæðasta í sögunni þegar Stephen Paddock skaut 58 manns til bana í Las Vegas í október í fyrra.
Níkaragva Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira