Pompeo aftur í Pjongjang Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2018 06:34 Mike Pompeo tekur hér í hönd Kim Jong-un við upphaf fundar þeirra. Hvíta húsið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, er kominn aftur til Pjongjang þar sem hann leggur nú grunn að sögulegum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. Pompeo segist vona að heimsókn sín reki smiðshöggið á undirbúninginn fyrir komandi viðræður, sem í aðra röndina munu lúta að afkjarnorkuvopnavæðingu Kóreuskagans.Sjá einnig: Mike Pompeo fór í leyniferð til Norður-Kóreu og hitti Kim Þá telur breska ríkisútvarpið að heimsókn Pompeo sé einnig hugsuð sem tilraun til að liðka fyrir losun þriggja Bandríkjamanna sem hírast í norður-kóreskum fangelsum. Utanríkisráðherrann biðlaði að minnsta kosti til stjórnvalda í Pjongjang, áður en hann steig upp í flugvélina og flaug austur, að „gera hið rétta í stöðunni.“ Bandaríkjastjórn hafi reynt að fá þríeykið laust úr haldi í um 17 mánuði. Pompeo segir að „gott samband“ hafi myndast á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á fyrri fundi sínum með Kim Jong-un, sem fram fór í síðasta mánuði. Talsmaður suður-kóreska forsetaembættisins segir að ekki sé því ólíklegt að Kim Jong-un fyrirskipi um frelsun fanganna, sem vott um þíðuna sem virðist ríkja í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu þessa dagana. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkjaher áfram í Suður-Kóreu Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. 2. maí 2018 07:25 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, er kominn aftur til Pjongjang þar sem hann leggur nú grunn að sögulegum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. Pompeo segist vona að heimsókn sín reki smiðshöggið á undirbúninginn fyrir komandi viðræður, sem í aðra röndina munu lúta að afkjarnorkuvopnavæðingu Kóreuskagans.Sjá einnig: Mike Pompeo fór í leyniferð til Norður-Kóreu og hitti Kim Þá telur breska ríkisútvarpið að heimsókn Pompeo sé einnig hugsuð sem tilraun til að liðka fyrir losun þriggja Bandríkjamanna sem hírast í norður-kóreskum fangelsum. Utanríkisráðherrann biðlaði að minnsta kosti til stjórnvalda í Pjongjang, áður en hann steig upp í flugvélina og flaug austur, að „gera hið rétta í stöðunni.“ Bandaríkjastjórn hafi reynt að fá þríeykið laust úr haldi í um 17 mánuði. Pompeo segir að „gott samband“ hafi myndast á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á fyrri fundi sínum með Kim Jong-un, sem fram fór í síðasta mánuði. Talsmaður suður-kóreska forsetaembættisins segir að ekki sé því ólíklegt að Kim Jong-un fyrirskipi um frelsun fanganna, sem vott um þíðuna sem virðist ríkja í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu þessa dagana.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkjaher áfram í Suður-Kóreu Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. 2. maí 2018 07:25 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Sjá meira
Bandaríkjaher áfram í Suður-Kóreu Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. 2. maí 2018 07:25
Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58
Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00