Skoða sektir á fyrirtæki sem uppfylla ekki kynjakvóta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2018 20:00 Til skoðunar er að beita fyrirtæki sem ekki uppfylla lagakröfur um kynjakvóta í stjórnum sektum eða öðrum viðurlögum en frumvarp þess efnis er í smíðum í atvinnuveganefnd. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir óviðunandi að markmiðum laga um kynjakvóta hafi ekki verið náð. Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun stendur hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja í stað milli ára en það hefur verið um 26% síðustu þrjú ár. Í fyrra voru konur rúmlega 32% stjórnarmanna í stórum fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsemenn og um 25% í smærri fyrirtækjum með færri en 50 starfsmenn. Hlutur kvenna í stöðu framkvæmdastjóra stendur einnig í stað og er um 22%. Þá er í dag engin kona forstjóri í fyrirtæki sem er skráð í Kauphöll Íslands. „Fyrst og fremst er þetta óviðunandi að við séum eftir allan þennan tíma, umræðu og aðgerðir að sjá ekki meiri framför," segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Árið 2013 tók gildi ákvæði um kynjakvóta þar sem stærri fyrirtækjum og opinberum hlutafélögum er gert að tryggja að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Ljóst er að þessu markmiði hefur aldrei verið náð. „Það er einhver tregða. Það er greinilega ekki nóg að setja lög, það er ekki nóg að ræða hlutina eða að kalla menn saman til aðgerða. Það er eitthvað sem vantar í raunverulegum vilja til verka," segir Rakel. Atvinnuveganefnd kallaði Félag kvenna í atvinnurekstri á fund nýverið vegna málsins og er nú til skoðunar að bæta viðurlögum við ákvæðið. „Við stefnum á að frumvarpsdrögin verði sett í kynningu í sumar og að það sé verið að horfa til viðurlaga þar sem þetta er auðvitað óásættanlegt," segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar.Væru þetta mögulega sektarákvæði? „Já mér finnst það alveg koma til greina. Það verður að vera hægt að sýna fyrirtækjum fram á það að það er ábyrgð sem fylgir því að fylgja eftir þessum lögum," segir Lilja. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira
Til skoðunar er að beita fyrirtæki sem ekki uppfylla lagakröfur um kynjakvóta í stjórnum sektum eða öðrum viðurlögum en frumvarp þess efnis er í smíðum í atvinnuveganefnd. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir óviðunandi að markmiðum laga um kynjakvóta hafi ekki verið náð. Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun stendur hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja í stað milli ára en það hefur verið um 26% síðustu þrjú ár. Í fyrra voru konur rúmlega 32% stjórnarmanna í stórum fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsemenn og um 25% í smærri fyrirtækjum með færri en 50 starfsmenn. Hlutur kvenna í stöðu framkvæmdastjóra stendur einnig í stað og er um 22%. Þá er í dag engin kona forstjóri í fyrirtæki sem er skráð í Kauphöll Íslands. „Fyrst og fremst er þetta óviðunandi að við séum eftir allan þennan tíma, umræðu og aðgerðir að sjá ekki meiri framför," segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Árið 2013 tók gildi ákvæði um kynjakvóta þar sem stærri fyrirtækjum og opinberum hlutafélögum er gert að tryggja að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Ljóst er að þessu markmiði hefur aldrei verið náð. „Það er einhver tregða. Það er greinilega ekki nóg að setja lög, það er ekki nóg að ræða hlutina eða að kalla menn saman til aðgerða. Það er eitthvað sem vantar í raunverulegum vilja til verka," segir Rakel. Atvinnuveganefnd kallaði Félag kvenna í atvinnurekstri á fund nýverið vegna málsins og er nú til skoðunar að bæta viðurlögum við ákvæðið. „Við stefnum á að frumvarpsdrögin verði sett í kynningu í sumar og að það sé verið að horfa til viðurlaga þar sem þetta er auðvitað óásættanlegt," segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar.Væru þetta mögulega sektarákvæði? „Já mér finnst það alveg koma til greina. Það verður að vera hægt að sýna fyrirtækjum fram á það að það er ábyrgð sem fylgir því að fylgja eftir þessum lögum," segir Lilja.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira