Fleiri heimilisofbeldismál eftir breytingu í Rússlandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Hægt er að ljúka fyrsta máli um heimilisofbeldi með sekt. Vísir/Getty Skráð heimilisofbeldismál í Rússlandi hafa nær þrefaldast á stuttum tíma. Ástæðan er talin löggjöf sem afnam fangelsisrefsingu við fyrsta broti. Sektað er í staðinn. Lagabreytingin tók gildi síðasta vor og mætti umtalsverðri andstöðu. Andstæðingar breytinganna töldu að með lögunum væru stjórnvöld að veita leyfi fyrir slíku ofbeldi. Fylgjendur þess stóðu hins vegar fast á sínu og fór breytingin í gegn. Sem fyrr segir fól breytingin í sér að þeir sem gerast brotlegir í fyrsta sinn geta lokið sínu máli með greiðslu sektar. Gerist menn hins vegar ítrekað brotlegir bíður þeirra ákæra og sakamál fyrir dómi. „Breytingarnar tóku gildi í fyrra og þótt undarlegt megi virðast þá hefur skráðum heimilisofbeldismálum fjölgað í kjölfarið,“ segir Ekaterina Khodzhaeva, doktor í félagsfræði, við Al Jazeera. „Eins og málum var háttað áður gat það haft áhrif á framtíð barna og fjölskyldu þolandans að hafa skráð mál hans. Það fældi fólk frá því að leita til lögreglunnar. Þessi nýja framkvæmd hefur breytt þessu og fjölgað tilkynntum málum,“ segir Khodzhaeva. Vísar hún í því samhengi til þess að á fyrri helmingi ársins í fyrra hafi tilkynningar þrefaldast. Andstæðingar laganna telja þau enn skaðsöm og vilja ákvæði um nálgunarbann í rússnesk lög. „Aðgerðir á borð við nálgunarbann eru ekki refsing gagnvart gerandanum heldur tímabundnar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi og til verndar þolendum,“ segir Oksana Pushkina, rússneskur þingmaður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Skráð heimilisofbeldismál í Rússlandi hafa nær þrefaldast á stuttum tíma. Ástæðan er talin löggjöf sem afnam fangelsisrefsingu við fyrsta broti. Sektað er í staðinn. Lagabreytingin tók gildi síðasta vor og mætti umtalsverðri andstöðu. Andstæðingar breytinganna töldu að með lögunum væru stjórnvöld að veita leyfi fyrir slíku ofbeldi. Fylgjendur þess stóðu hins vegar fast á sínu og fór breytingin í gegn. Sem fyrr segir fól breytingin í sér að þeir sem gerast brotlegir í fyrsta sinn geta lokið sínu máli með greiðslu sektar. Gerist menn hins vegar ítrekað brotlegir bíður þeirra ákæra og sakamál fyrir dómi. „Breytingarnar tóku gildi í fyrra og þótt undarlegt megi virðast þá hefur skráðum heimilisofbeldismálum fjölgað í kjölfarið,“ segir Ekaterina Khodzhaeva, doktor í félagsfræði, við Al Jazeera. „Eins og málum var háttað áður gat það haft áhrif á framtíð barna og fjölskyldu þolandans að hafa skráð mál hans. Það fældi fólk frá því að leita til lögreglunnar. Þessi nýja framkvæmd hefur breytt þessu og fjölgað tilkynntum málum,“ segir Khodzhaeva. Vísar hún í því samhengi til þess að á fyrri helmingi ársins í fyrra hafi tilkynningar þrefaldast. Andstæðingar laganna telja þau enn skaðsöm og vilja ákvæði um nálgunarbann í rússnesk lög. „Aðgerðir á borð við nálgunarbann eru ekki refsing gagnvart gerandanum heldur tímabundnar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi og til verndar þolendum,“ segir Oksana Pushkina, rússneskur þingmaður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira