Lögreglustjóri í fangelsi vegna aðgerðar gegn blaðamönnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Lögreglustjórinn Moe Yan Naing yfirgefur réttarsal. Tveir blaðamenn voru leiddir í gildru af lögreglu. Vísir/AFP Moe Yan Naing, mjanmarskur lögreglustjóri, hefur verið dæmdur í fangelsi í ótilgreindan tíma fyrir að brjóta gegn agareglum lögreglunnar þar í landi. Brot Niang felst í því að hafa upplýst um að tveir blaðamenn Reuters hafi verið ginntir til lögbrota. Frá í janúar hafa staðið yfir í Yangoon, fyrrverandi höfuðborg landsins, réttarhöld yfir blaðamönnunum tveimur. Þeim Wa Lone og Kyaw Soe Oo er gefið að sök að hafa brotið gegn upplýsingalögum með því að taka við leyniskjölum mjanmarskra stjórnvalda. Á verknaðarstundu voru mennirnir tveir að vinna að umfjöllun um þjóðernishreinsanir stjórnvalda á Róhingjamúslimum í Rakhine-héraði. Talið er að minnst þúsund hafi týnt lífi í þeim og um 700 þúsund hafi flúið landið til að freista þess að bjarga lífi sínu. Fjórtán ára fangelsisrefsing liggur við brotum gegn lögunum. Fyrrnefndur Naing stýrði aðgerðum sem leiddu til handtöku blaðamannanna þann 12. desember síðastliðinn. Blaðamennirnir höfðu mælt sér mót við uppljóstrara á veitingastað sem ætlaði að afhenda þeim gögnin. Sá maður hafði hins vegar verið sendur af lögreglu. Þegar hann rétti mönnunum skjölin voru þeir handteknir nær samstundis. Naing var handtekinn sama dag.Blaðamaðurinn Wa Lone var leiddur fyrir dómara þann 4. apríl síðastliðinn.Vísir/gettyÞann 20. apríl síðastliðinn var Naing leiddur fyrir dóminn sem vitni. Í skýrslu hans kom fram að honum hefði verið fyrirskipað af yfirmanni sínum að leggja gildru fyrir blaðamennina með það að markmiði að handtaka þá. Hann sagði einnig að frá þeim degi hafi hann verið í varðhaldi vegna brota í starfi. Frá þeim tíma hafi hann hvorki fengið að hitta né heyra í fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá talsmanni mjanmörsku lögreglunnar, sem send var Reuters í gær, segir að Niang hafi verið dæmd refsing í kjölfar réttarhalda fyrir lögreglurétti. Afplánun refsingar hans hafi hafist um leið en ekki var tekið fram hve löng hún var. Spurningum Reuters þess efnis og hvar réttarhöldin fóru fram var ekki svarað. „Refsingin felst í fangelsisvist. Hvað hitt varðar verður þú að finna það út sjálfur,“ sagði Myo Thu Soe, talsmaður lögreglunnar, við blaðamann Reuters. „Hann er í höndum herforingjanna og þeir gera það sem þeir vilja við hann,“ segir eiginkona Niang, Tu Tu. Hún hafði ekki fengið vitneskju um refsingu eiginmanns síns fyrr en með yfirlýsingu lögreglunnar. Tu Tu og börn hennar voru flutt af heimili sínu af lögreglumönnum innan sólarhrings frá því að Niang bar vitni. Stjórnendur lögreglunnar segja að sú ákvörðun hafi ekki tengst þeim upplýsingum sem fram komu í máli hans. Dómari málsins mun á miðvikudag kveða upp úrskurð um það hvort framburður Niang verði metinn áreiðanlegur eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Tengdar fréttir Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Moe Yan Naing, mjanmarskur lögreglustjóri, hefur verið dæmdur í fangelsi í ótilgreindan tíma fyrir að brjóta gegn agareglum lögreglunnar þar í landi. Brot Niang felst í því að hafa upplýst um að tveir blaðamenn Reuters hafi verið ginntir til lögbrota. Frá í janúar hafa staðið yfir í Yangoon, fyrrverandi höfuðborg landsins, réttarhöld yfir blaðamönnunum tveimur. Þeim Wa Lone og Kyaw Soe Oo er gefið að sök að hafa brotið gegn upplýsingalögum með því að taka við leyniskjölum mjanmarskra stjórnvalda. Á verknaðarstundu voru mennirnir tveir að vinna að umfjöllun um þjóðernishreinsanir stjórnvalda á Róhingjamúslimum í Rakhine-héraði. Talið er að minnst þúsund hafi týnt lífi í þeim og um 700 þúsund hafi flúið landið til að freista þess að bjarga lífi sínu. Fjórtán ára fangelsisrefsing liggur við brotum gegn lögunum. Fyrrnefndur Naing stýrði aðgerðum sem leiddu til handtöku blaðamannanna þann 12. desember síðastliðinn. Blaðamennirnir höfðu mælt sér mót við uppljóstrara á veitingastað sem ætlaði að afhenda þeim gögnin. Sá maður hafði hins vegar verið sendur af lögreglu. Þegar hann rétti mönnunum skjölin voru þeir handteknir nær samstundis. Naing var handtekinn sama dag.Blaðamaðurinn Wa Lone var leiddur fyrir dómara þann 4. apríl síðastliðinn.Vísir/gettyÞann 20. apríl síðastliðinn var Naing leiddur fyrir dóminn sem vitni. Í skýrslu hans kom fram að honum hefði verið fyrirskipað af yfirmanni sínum að leggja gildru fyrir blaðamennina með það að markmiði að handtaka þá. Hann sagði einnig að frá þeim degi hafi hann verið í varðhaldi vegna brota í starfi. Frá þeim tíma hafi hann hvorki fengið að hitta né heyra í fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá talsmanni mjanmörsku lögreglunnar, sem send var Reuters í gær, segir að Niang hafi verið dæmd refsing í kjölfar réttarhalda fyrir lögreglurétti. Afplánun refsingar hans hafi hafist um leið en ekki var tekið fram hve löng hún var. Spurningum Reuters þess efnis og hvar réttarhöldin fóru fram var ekki svarað. „Refsingin felst í fangelsisvist. Hvað hitt varðar verður þú að finna það út sjálfur,“ sagði Myo Thu Soe, talsmaður lögreglunnar, við blaðamann Reuters. „Hann er í höndum herforingjanna og þeir gera það sem þeir vilja við hann,“ segir eiginkona Niang, Tu Tu. Hún hafði ekki fengið vitneskju um refsingu eiginmanns síns fyrr en með yfirlýsingu lögreglunnar. Tu Tu og börn hennar voru flutt af heimili sínu af lögreglumönnum innan sólarhrings frá því að Niang bar vitni. Stjórnendur lögreglunnar segja að sú ákvörðun hafi ekki tengst þeim upplýsingum sem fram komu í máli hans. Dómari málsins mun á miðvikudag kveða upp úrskurð um það hvort framburður Niang verði metinn áreiðanlegur eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Tengdar fréttir Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45