Sífellt fleiri eru á vappi á gönguleiðum með Wappi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. apríl 2018 08:00 Einar Skúlason segir að eftir nokkurra ára rekstur hafi nú átján þúsund manns hlaðið niður gönguappinu Wappi. Vísir/stefán „Wapp er gönguapp sem hjálpar manni að rata um leiðir og gefur manni upplýsingar um þær. Appið er bæði á íslensku og ensku og virkar þannig að maður hleður leiðinni inn í símann. Þá fylgja kort, texti og myndir. En þú getur ekki notað það í beinni gagnatengingu, þú verður að nota það offline,“ segir Einar Skúlason, aðstandandi Wappsins, en notendum þess og leiðum hefur fjölgað hressilega frá stofnun. Appið er orðið nokkurra ára gamalt og segir Einar að samtals hafi 18.000 hlaðið því niður. Þegar það fór fyrst í loftið voru tíu leiðir í boði. Nú eru leiðirnar orðnar rúmlega 220 talsins og eru fleiri á leiðinni að sögn Einars. Einar segist nefnilega alltaf vera að bæta við. „Ég er núna að vinna í að setja inn Hlíðarveg á Selvogsgötu. Selvogsgata er gömul leið milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Ég er nú þegar búinn að setja hana við. Hlíðarvegurinn er hins vegar svona hliðargata sem liggur niður að Hlíðarvatni í Selvogi,“ segir Einar. Viðtökurnar hafa að sögn Einars verið góðar og þær séu alltaf að verða betri. „Þegar ég opnaði voru bara tíu leiðir inni. Það var svolítið eins og að opna verslun og allar hillurnar væru tilbúnar en það væru bara örfáar vörur í þeim. Nú er þetta orðið miklu betra.“ Hugmyndin að Wappinu kviknaði árið 2014. Áður hafði Einar skrifað tvær göngubækur en í ljósi þess að veður byði ekki alltaf upp á að fólk tæki með sér bækur, og í ljósi vaxandi snjallsímanotkunar, sá hann fram á að stafrænt efni væri framtíðin. „Þá ákvað ég að finna leið til að hætta að skrifa fyrir prent og skrifa frekar stafrænt. Ég ætlaði fyrst að reyna að finna eitthvert app til að skrifa inn í en fann ekkert sem hentaði. Það var ekki hugmyndin í upphafi að láta forrita app. Svo var það bara eina leiðin.“ Og Einar segir að appið auki öryggi. Í samstarfi við Neyðarlínuna sé notendum boðið að senda Neyðarlínunni skilaboð, gjaldfrjálst, með staðsetningu á meðan á göngu stendur. Þau skilaboð sé svo hægt að skoða ef göngumaðurinn týnist Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
„Wapp er gönguapp sem hjálpar manni að rata um leiðir og gefur manni upplýsingar um þær. Appið er bæði á íslensku og ensku og virkar þannig að maður hleður leiðinni inn í símann. Þá fylgja kort, texti og myndir. En þú getur ekki notað það í beinni gagnatengingu, þú verður að nota það offline,“ segir Einar Skúlason, aðstandandi Wappsins, en notendum þess og leiðum hefur fjölgað hressilega frá stofnun. Appið er orðið nokkurra ára gamalt og segir Einar að samtals hafi 18.000 hlaðið því niður. Þegar það fór fyrst í loftið voru tíu leiðir í boði. Nú eru leiðirnar orðnar rúmlega 220 talsins og eru fleiri á leiðinni að sögn Einars. Einar segist nefnilega alltaf vera að bæta við. „Ég er núna að vinna í að setja inn Hlíðarveg á Selvogsgötu. Selvogsgata er gömul leið milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Ég er nú þegar búinn að setja hana við. Hlíðarvegurinn er hins vegar svona hliðargata sem liggur niður að Hlíðarvatni í Selvogi,“ segir Einar. Viðtökurnar hafa að sögn Einars verið góðar og þær séu alltaf að verða betri. „Þegar ég opnaði voru bara tíu leiðir inni. Það var svolítið eins og að opna verslun og allar hillurnar væru tilbúnar en það væru bara örfáar vörur í þeim. Nú er þetta orðið miklu betra.“ Hugmyndin að Wappinu kviknaði árið 2014. Áður hafði Einar skrifað tvær göngubækur en í ljósi þess að veður byði ekki alltaf upp á að fólk tæki með sér bækur, og í ljósi vaxandi snjallsímanotkunar, sá hann fram á að stafrænt efni væri framtíðin. „Þá ákvað ég að finna leið til að hætta að skrifa fyrir prent og skrifa frekar stafrænt. Ég ætlaði fyrst að reyna að finna eitthvert app til að skrifa inn í en fann ekkert sem hentaði. Það var ekki hugmyndin í upphafi að láta forrita app. Svo var það bara eina leiðin.“ Og Einar segir að appið auki öryggi. Í samstarfi við Neyðarlínuna sé notendum boðið að senda Neyðarlínunni skilaboð, gjaldfrjálst, með staðsetningu á meðan á göngu stendur. Þau skilaboð sé svo hægt að skoða ef göngumaðurinn týnist
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira