Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2018 13:16 Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar sér að fylla upp í eins mikið af þeim 149 lausu sætum og hann getur. Síðustu tvö ár Obama í embætti forseta Bandaríkjanna komu McConnell og félagar í veg fyrir að Obama gæti skipað einn einasta dómara í embætti. Á rúmu ári hefur Trump hins vegar skipað 69 og eru enn 149 sæti laus. McConnell ætlar sér að reyna að skipa eins marga dómara og hann mögulega getur á næstu mánuðum.Samkvæmt umfjöllun Politico er McConnell að hugsa til framtíðarinnar. Eins og staðan er núna er meirihluti Repúblikana mjög lítill eða 51 á móti 49. Mögulegt er að Repúblikanar tapi meirihluta sínum í öldungadeildinni í nóvember, þó þær séu ef til vill ekki miklar.Þrír dómarar voru skipaði í embætti í síðustu viku og stendur til að samþykkja minnst 30 á næstu vikum. Demókratar geta þó hægt á ferlinu og hafa gert það. Þeir eru mjög reiðir yfir því hvernig Repúblikanar komu í veg fyrir að Obama gæti skipað dómara og þá sérstaklega að Repúblikanar neituðu alfarið að svo mikið sem taka fyrir tilnefningu Merrick Garland til Hæstaréttar Bandaríkjanna. „Repúblikanar hafa ekki komið mörgum af sínum málefnum í gegn því þau eru svo óvinsæl meðal bandarísku þjóðarinnar og í staðinn reyna þeir að ná sínu fram í gegnum dómstóla, því þeir geta það ekki í þinginu,“ segir Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Trump hefur, eins og áður hefur komið fram, tilnefnt fjölmarga dómara. Margir þeirra eru þó umdeildir og hefur verið litið fram hjá hefðbundnu tilnefningarferli. Fjórir af þeim sem hafa verið tilnefndir hafa verið metnir óhæfir í starfið af lögmannasamtökum Bandaríkjanna. Áður en Trump tók við embætti höfðu samtökin aldrei metið neinn sem tilnefndur hefur verið í embætti dómara óhæfan. Ríkisstjórn Trump hefur slitið samstarfinu við lögmannasamtökin og treysta þess í stað á samtök íhaldsmanna sem kallast Federalist Society. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01 Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03 Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar sér að fylla upp í eins mikið af þeim 149 lausu sætum og hann getur. Síðustu tvö ár Obama í embætti forseta Bandaríkjanna komu McConnell og félagar í veg fyrir að Obama gæti skipað einn einasta dómara í embætti. Á rúmu ári hefur Trump hins vegar skipað 69 og eru enn 149 sæti laus. McConnell ætlar sér að reyna að skipa eins marga dómara og hann mögulega getur á næstu mánuðum.Samkvæmt umfjöllun Politico er McConnell að hugsa til framtíðarinnar. Eins og staðan er núna er meirihluti Repúblikana mjög lítill eða 51 á móti 49. Mögulegt er að Repúblikanar tapi meirihluta sínum í öldungadeildinni í nóvember, þó þær séu ef til vill ekki miklar.Þrír dómarar voru skipaði í embætti í síðustu viku og stendur til að samþykkja minnst 30 á næstu vikum. Demókratar geta þó hægt á ferlinu og hafa gert það. Þeir eru mjög reiðir yfir því hvernig Repúblikanar komu í veg fyrir að Obama gæti skipað dómara og þá sérstaklega að Repúblikanar neituðu alfarið að svo mikið sem taka fyrir tilnefningu Merrick Garland til Hæstaréttar Bandaríkjanna. „Repúblikanar hafa ekki komið mörgum af sínum málefnum í gegn því þau eru svo óvinsæl meðal bandarísku þjóðarinnar og í staðinn reyna þeir að ná sínu fram í gegnum dómstóla, því þeir geta það ekki í þinginu,“ segir Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Trump hefur, eins og áður hefur komið fram, tilnefnt fjölmarga dómara. Margir þeirra eru þó umdeildir og hefur verið litið fram hjá hefðbundnu tilnefningarferli. Fjórir af þeim sem hafa verið tilnefndir hafa verið metnir óhæfir í starfið af lögmannasamtökum Bandaríkjanna. Áður en Trump tók við embætti höfðu samtökin aldrei metið neinn sem tilnefndur hefur verið í embætti dómara óhæfan. Ríkisstjórn Trump hefur slitið samstarfinu við lögmannasamtökin og treysta þess í stað á samtök íhaldsmanna sem kallast Federalist Society.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01 Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03 Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01
Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19
Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36
Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03
Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44