Eigum að kaupa íslenskt og borða íslenskt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. apríl 2018 19:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flutti stefnuræðu sína á landsþingi flokksins í dag. Landsþingi Miðflokksins var fram haldið í Hörpu í dag og flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, stefnuræðu sína sem snerist að mestu leyti um umhverfis- og orkumál. Meginþráðurinn var að ekki væri allt sem sýnist og sagði hann þörf á nýjum nálgunum. „Mönnum hættir mjög til að taka ákveðnum hlutum sem gefnum í stað þess að skoða þá upp á nýtt. Menn stinga jafnvel höfðinu í sandinn og vilja ekki ræða um staðreyndir. Og af hverju ekki? Oft er það vegna þess að kerfið sem er byggt upp til þess að fást við viðfangsefnin fer að hafa hag af óbreyttri nálgun," sagði Sigmundur í ræðu sinni í dag. Sigmundur fór yfir galla við hina ýmsu kosti sem teljast umhverfisvænir; líkt og bómullarpoka í stað plasts þar sem bómullarræktin sem slík sé óumhverfisvæn. Þá nefndi hann nokkrar lausnir sem Íslendingar ættu að leggja áherslu á. „Við eigum að leggja miklu, miklu meiri áherslu á landgræðslu og skógrækt. Taka aftur upp áherslu í því. Taka aftur upp átak í því. Þar sem það á við, að sjálfsögðu viljum við ekki hafa skóga alls staðar. Og við eigum að styðja og vernda íslenskan landbúnað vegna þess að það er eitt af því umhverfisvænasta sem við getum gert." Draga eigi úr innflutningi á landbúnaðarvörum sem oft séu framleiddar með óumhverfisvænum hætti. „Við eigum að kaupa íslenskar vörur, borða íslenskan mat. Íslenskur landbúnaður, umhverfisvænn. Umhvefisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna. Ekki eins og landbúnaður svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum, þurfa að vökva alveg linnulaust, nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem bannaður á Íslandi," sagði Sigmundur. „Hvers vegna að vera að flytja það inn, fljúga með það jafvel í flutningavélum, í þotum, eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsategundir sem fylgja þegar við höfum heilnæmastu og umhverfisvænustu framleiðsluna hér." Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Landsþingi Miðflokksins var fram haldið í Hörpu í dag og flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, stefnuræðu sína sem snerist að mestu leyti um umhverfis- og orkumál. Meginþráðurinn var að ekki væri allt sem sýnist og sagði hann þörf á nýjum nálgunum. „Mönnum hættir mjög til að taka ákveðnum hlutum sem gefnum í stað þess að skoða þá upp á nýtt. Menn stinga jafnvel höfðinu í sandinn og vilja ekki ræða um staðreyndir. Og af hverju ekki? Oft er það vegna þess að kerfið sem er byggt upp til þess að fást við viðfangsefnin fer að hafa hag af óbreyttri nálgun," sagði Sigmundur í ræðu sinni í dag. Sigmundur fór yfir galla við hina ýmsu kosti sem teljast umhverfisvænir; líkt og bómullarpoka í stað plasts þar sem bómullarræktin sem slík sé óumhverfisvæn. Þá nefndi hann nokkrar lausnir sem Íslendingar ættu að leggja áherslu á. „Við eigum að leggja miklu, miklu meiri áherslu á landgræðslu og skógrækt. Taka aftur upp áherslu í því. Taka aftur upp átak í því. Þar sem það á við, að sjálfsögðu viljum við ekki hafa skóga alls staðar. Og við eigum að styðja og vernda íslenskan landbúnað vegna þess að það er eitt af því umhverfisvænasta sem við getum gert." Draga eigi úr innflutningi á landbúnaðarvörum sem oft séu framleiddar með óumhverfisvænum hætti. „Við eigum að kaupa íslenskar vörur, borða íslenskan mat. Íslenskur landbúnaður, umhverfisvænn. Umhvefisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna. Ekki eins og landbúnaður svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum, þurfa að vökva alveg linnulaust, nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem bannaður á Íslandi," sagði Sigmundur. „Hvers vegna að vera að flytja það inn, fljúga með það jafvel í flutningavélum, í þotum, eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsategundir sem fylgja þegar við höfum heilnæmastu og umhverfisvænustu framleiðsluna hér."
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira