Síendurteknar árásir á afganska kjósendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Hin átta ára gamla Zahra liggur á sjúkarhúsi í Kabúl eftir hryðjuverkaárás gærdagsins. Vísir/getty Sjálfsvígsárásarmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti að minnsta kosti 57 og særði 119 í höfuðborginni Kabúl í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan hús þar sem fólk beið í röðum eftir að fá að skrá sig á kjörskrá. Fjórar slíkar árásir hafa verið gerðar frá því byrjað var að skrá kjósendur í síðustu viku. Kosið verður til þings í Afganistan þann 20. október næstkomandi. Reyndar áttu þær kosningar upphaflega að fara fram í október 2016, svo í júní á þessu ári. Kosningum hefur sem sagt verið frestað ítrekað og hafa yfirvöld sagt öryggisástæður þar að baki. Ríkisstjórn Ashrafs Ghani forseta hefur í raun ekki fulla stjórn á nema um 30 prósentum landsins, að því er rannsókn blaðamanna BBC, sem birt var í janúar, leiddi í ljós. Á hinum 70 prósentunum eru Talíbanar fyrirferðarmiklir, þótt þeir hafi ekki nema fulla stjórn á um fjórum prósentum landsins. Ljóst er að ríkisstjórnin telur öryggi kjósenda ógnað. Árásir undanfarinnar viku sýna það svart á hvítu. Til stendur að kjósa til forseta á næsta ári og er vonast til þess að þingkosningar októbermánaðar gangi vel til að engin ástæða verði til að fresta forsetakosningunum. „Þolinmæði okkar er á þrotum. Ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á því að þessar linnulausu árásir á saklaust fólk haldi áfram. Það vill enginn kjósa lengur,“ sagði Afgani að nafni Hussain við AFP, en frændi hans fórst í árás gærdagsins.Búist við auknum árásum Og ljóst er að fleiri reiðast ríkisstjórninni. Vitni að árásinni sagði í samtali við Tolo TV, stærstu sjónvarpsstöð landsins, að almennir borgarar þyrftu nú sjálfir að vopnast til að verja sig. „Við sjáum nú að ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi okkar,“ sagði vitnið. Ghani forseti fordæmdi árásina. Sagði hana svívirðilega. Forsetinn hefur ekki enn fengið svar frá Talíbönum, sem gerðu einnig árásir á verðandi kjósendur í vikunni, eftir að hann bauð þeim til friðarviðræðna í febrúar. Búist er við því að Talíbanar setji meiri þunga í árásir sínar á næstunni, líkt og hefð er fyrir á vormánuðum. John Nicholson, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, sagði við Tolo TV í síðasta mánuði að hann byggist við því að Talíbanar gerðu fjölda sjálfsmorðsárása nú í vor. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Sjálfsvígsárásarmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti að minnsta kosti 57 og særði 119 í höfuðborginni Kabúl í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan hús þar sem fólk beið í röðum eftir að fá að skrá sig á kjörskrá. Fjórar slíkar árásir hafa verið gerðar frá því byrjað var að skrá kjósendur í síðustu viku. Kosið verður til þings í Afganistan þann 20. október næstkomandi. Reyndar áttu þær kosningar upphaflega að fara fram í október 2016, svo í júní á þessu ári. Kosningum hefur sem sagt verið frestað ítrekað og hafa yfirvöld sagt öryggisástæður þar að baki. Ríkisstjórn Ashrafs Ghani forseta hefur í raun ekki fulla stjórn á nema um 30 prósentum landsins, að því er rannsókn blaðamanna BBC, sem birt var í janúar, leiddi í ljós. Á hinum 70 prósentunum eru Talíbanar fyrirferðarmiklir, þótt þeir hafi ekki nema fulla stjórn á um fjórum prósentum landsins. Ljóst er að ríkisstjórnin telur öryggi kjósenda ógnað. Árásir undanfarinnar viku sýna það svart á hvítu. Til stendur að kjósa til forseta á næsta ári og er vonast til þess að þingkosningar októbermánaðar gangi vel til að engin ástæða verði til að fresta forsetakosningunum. „Þolinmæði okkar er á þrotum. Ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á því að þessar linnulausu árásir á saklaust fólk haldi áfram. Það vill enginn kjósa lengur,“ sagði Afgani að nafni Hussain við AFP, en frændi hans fórst í árás gærdagsins.Búist við auknum árásum Og ljóst er að fleiri reiðast ríkisstjórninni. Vitni að árásinni sagði í samtali við Tolo TV, stærstu sjónvarpsstöð landsins, að almennir borgarar þyrftu nú sjálfir að vopnast til að verja sig. „Við sjáum nú að ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi okkar,“ sagði vitnið. Ghani forseti fordæmdi árásina. Sagði hana svívirðilega. Forsetinn hefur ekki enn fengið svar frá Talíbönum, sem gerðu einnig árásir á verðandi kjósendur í vikunni, eftir að hann bauð þeim til friðarviðræðna í febrúar. Búist er við því að Talíbanar setji meiri þunga í árásir sínar á næstunni, líkt og hefð er fyrir á vormánuðum. John Nicholson, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, sagði við Tolo TV í síðasta mánuði að hann byggist við því að Talíbanar gerðu fjölda sjálfsmorðsárása nú í vor.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira