Spilar á sögufrægt James Bond og Bítla-horn Benedikt Bóas skrifar 23. apríl 2018 06:00 Kjartan Ólafsson leikur á merkilegt horn í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „É g er með alls konar hljóðfæri í mínum fórum en eitt er hljóðfæri sem John H. Burden spilaði á. Hann var einn af aðalhornleikurunum í London á sínum tíma og spilaði í öllum James Bond myndum til 1978 og einnig með Bítlunum á Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band,“ segir Kjartan Ólafsson, lektor og formaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri sem og hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hljómsveitin stendur á tímamótum en loksins getur hún boðið sömu laun og fyrir sambærilegt starf í Sinfóníuhljómsveit Íslands, eitthvað sem þótti fjarlægur draumur þegar hún var stofnuð árið 1993. Fyrir utan að hafa í hávegum flutning á klassískri tónlist hefur hljómsveitin á síðustu árum sérhæft sig í upptökum á kvikmyndatónlist og stuðlað að frumflutningi á nýrri íslenskri sinfónískri tónlist. Á yfirstandandi starfsári hefur verið uppselt á 14 tónleika sem hljómsveitin hefur tekið þátt í. Sveitin hefur á sama tíma jafnframt leikið fyrir ríflega 14.000 tónleikagesti,bæði á Íslandi og í Færeyjum.Bítlarnir nýttu hæfileika Johns H. Burden á 8. plötu sinni, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band.Vísir/gettyÞó því marki hafi nú verið náð að geta boðið hljóðfæraleikurum sömu laun og fyrir sambærileg störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands er enn margt ógert og opinber framlög til starfseminnar enn langt frá því eðlilega viðmiði að vera ekki lægri en sem nemur tíunda hluta þess sem varið er til sambærilegrar starfsemi á höfuð- borgarsvæðinu. Kjartan hefur einmitt verið í hljómsveitinni frá upphafi. „Ég hef séð hljómsveitina vaxa og dafna. Þegar ég var ungur og að byrja var ekki til neitt hentugt húsnæði. Til að spila í íþróttaskemmunni þurfti að fara um bæinn á heyvagni og safna stólum úr grunnskólum. Nú erum við með Hof sem er frábært. Þegar við spiluðum til dæmis í Akureyrarkirkju þá þurfti að taka allt til ef það var brúðkaup eða eitthvað álíka og setja inn aftur eftir athöfn,“ segir hann og getur varla haldið aftur af hlátrinum þegar hann rifjar upp hvernig tímarnir hafa breyst. Birtist í Fréttablaðinu James Bond Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
„É g er með alls konar hljóðfæri í mínum fórum en eitt er hljóðfæri sem John H. Burden spilaði á. Hann var einn af aðalhornleikurunum í London á sínum tíma og spilaði í öllum James Bond myndum til 1978 og einnig með Bítlunum á Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band,“ segir Kjartan Ólafsson, lektor og formaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri sem og hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hljómsveitin stendur á tímamótum en loksins getur hún boðið sömu laun og fyrir sambærilegt starf í Sinfóníuhljómsveit Íslands, eitthvað sem þótti fjarlægur draumur þegar hún var stofnuð árið 1993. Fyrir utan að hafa í hávegum flutning á klassískri tónlist hefur hljómsveitin á síðustu árum sérhæft sig í upptökum á kvikmyndatónlist og stuðlað að frumflutningi á nýrri íslenskri sinfónískri tónlist. Á yfirstandandi starfsári hefur verið uppselt á 14 tónleika sem hljómsveitin hefur tekið þátt í. Sveitin hefur á sama tíma jafnframt leikið fyrir ríflega 14.000 tónleikagesti,bæði á Íslandi og í Færeyjum.Bítlarnir nýttu hæfileika Johns H. Burden á 8. plötu sinni, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band.Vísir/gettyÞó því marki hafi nú verið náð að geta boðið hljóðfæraleikurum sömu laun og fyrir sambærileg störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands er enn margt ógert og opinber framlög til starfseminnar enn langt frá því eðlilega viðmiði að vera ekki lægri en sem nemur tíunda hluta þess sem varið er til sambærilegrar starfsemi á höfuð- borgarsvæðinu. Kjartan hefur einmitt verið í hljómsveitinni frá upphafi. „Ég hef séð hljómsveitina vaxa og dafna. Þegar ég var ungur og að byrja var ekki til neitt hentugt húsnæði. Til að spila í íþróttaskemmunni þurfti að fara um bæinn á heyvagni og safna stólum úr grunnskólum. Nú erum við með Hof sem er frábært. Þegar við spiluðum til dæmis í Akureyrarkirkju þá þurfti að taka allt til ef það var brúðkaup eða eitthvað álíka og setja inn aftur eftir athöfn,“ segir hann og getur varla haldið aftur af hlátrinum þegar hann rifjar upp hvernig tímarnir hafa breyst.
Birtist í Fréttablaðinu James Bond Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira