Slökkva á áróðurshátölurunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2018 06:01 Íbúar og hermenn á landamærum ríkjanna hafa mátt búa við suður-kóreska síbylju árum saman. Vísir/Getty Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. Stæðan hefur verið notuð í áraraðir til að varpa hvers kyns suður-kóreskum áróðri yfir landamærin, hvort sem það er dægurtónlist eða fréttir sem gagnrýna stjórnvöld í norðri. Í ljósi þíðunnar sem nú virðist vera komin í samskipti ríkjanna tveggja hefur hins vegar verið ákveðið að slökkva á hátölurnum. Fulltrúar ríkjanna funda á föstudag og vona Suður-Kóreumenn að þessi ákvörðun þeirra verði til að létta andrúmsloftið enn frekar. Á þessari stundu er þó ekki vitað hvort að Norður-Kóreumenn ákveði að gera slíkt hið sama, en þeir hafa einnig starfrækt hátalarastæðu sem varpar áróðri yfir til Suður-Kóreu. Talsmaður suður-kóresku samninganefndarinnar segist vona að þögnin frá hátölurunum muni leggja grunninn að friði og nýju upphafi í samskiptum ríkjanna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slökkt hefur verið á hátölurunum. Það var til að mynda gert árið 2004 en þegar tveir suður-kóreskir hermenn slösuðustu árið 2015 eftir að hafa stigið á norður-kóreskar jarðsprengjur var aftur kveikt á þeim. Síðar sama ár var aftur slökkt á hátölurunum en þegar Norður-Kóreumenn hófu tilraunir á vetnissprengjum árið 2016 var ákeðið að byrja áróðursútsendingarnar aftur. Suður-Kóreumenn hafa ekkert viljað segja um það hvort þeir hyggist kveikja aftur á hátölurunum að fundahaldi föstudagsins loknu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. Stæðan hefur verið notuð í áraraðir til að varpa hvers kyns suður-kóreskum áróðri yfir landamærin, hvort sem það er dægurtónlist eða fréttir sem gagnrýna stjórnvöld í norðri. Í ljósi þíðunnar sem nú virðist vera komin í samskipti ríkjanna tveggja hefur hins vegar verið ákveðið að slökkva á hátölurnum. Fulltrúar ríkjanna funda á föstudag og vona Suður-Kóreumenn að þessi ákvörðun þeirra verði til að létta andrúmsloftið enn frekar. Á þessari stundu er þó ekki vitað hvort að Norður-Kóreumenn ákveði að gera slíkt hið sama, en þeir hafa einnig starfrækt hátalarastæðu sem varpar áróðri yfir til Suður-Kóreu. Talsmaður suður-kóresku samninganefndarinnar segist vona að þögnin frá hátölurunum muni leggja grunninn að friði og nýju upphafi í samskiptum ríkjanna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slökkt hefur verið á hátölurunum. Það var til að mynda gert árið 2004 en þegar tveir suður-kóreskir hermenn slösuðustu árið 2015 eftir að hafa stigið á norður-kóreskar jarðsprengjur var aftur kveikt á þeim. Síðar sama ár var aftur slökkt á hátölurunum en þegar Norður-Kóreumenn hófu tilraunir á vetnissprengjum árið 2016 var ákeðið að byrja áróðursútsendingarnar aftur. Suður-Kóreumenn hafa ekkert viljað segja um það hvort þeir hyggist kveikja aftur á hátölurunum að fundahaldi föstudagsins loknu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56
Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35
Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59