Dómstóll í Belgíu hefur sakfellt Salah Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann.
Breska ríkisútvarpið segir að Abdeslam hafi verið fundinn sekur um sérstaka gerð morðtilræðis sem fellur undir belgísku hryðjuverkalöggjöfina. Saksóknarar höfðu farið fram á 20 ára dóm yfir Abdeslam. Ekki er vitað á þessari stundu hvort hann hyggist áfrýja dómnum.
Sjá einnig: Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann?
Hann skiptist á skotum við lögreglumenn sem réðust inn í íbúð hans í Brussel í mars árið 2016. Þá hafði hann verið á flótta frá laganna vörðum í um fjóra mánuði.
Abdeslam, sem dvelur nú í fangelsi í Frakklandi, verður einnig leiddur fyrir dómara í París vegna aðildar sinnar að hryðjuverkunum sem drógu 137 til dauða.
Hann neitaði að svara spurningum belgíska dómarans og var ekki viðstaddur aðalmeðferð málsins. Abdeslam var heldur ekki viðstaddur þegar dómarinn kvað upp úrskurð sinn í morgun.
Frétt var uppfærð kl. 08:53.
Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur

Tengdar fréttir

Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann?
Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París.

Segir Abdeslam „þyngdar sinnar virði í gulli“
Salah Abdeslam sýnir samstarfsvilja við rannsókn lögreglu á hryðjuverkaárásunum í París í nóvember.

Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel
Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember.