Körfubolti

Leikstjórnandi Packers kaupir hlut í NBA-liði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rodgers ásamt kærustunni sinni, kappaksturskonunni Danicu Patrick, á leik Bucks og Celtics.
Rodgers ásamt kærustunni sinni, kappaksturskonunni Danicu Patrick, á leik Bucks og Celtics. vísir/ap
Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL-liðsins Green Bay Packers, er orðinn einn af eigendum NBA-liðsins Milwaukee Bucks.

Það var tilkynnt um helgina að Rodgers hefði keypt sig inn í félagið. Ekki er vitað hversu stóran hluta hann á en hermt er að hann sé ekkert mjög stór.

„Aaron er sigurvegari, goðsögn í Wisconsin og það er mikill heiður að fá hann í hóp eigenda,“ sagði í yfirlýsingu frá Bucks.

Rodgers er eini leikmaðurinn sem spilar í NFL-deildinni sem á hlut í NBA-liði. Bucks-liðið er á mikilli uppleið og er að vígja nýja keppnishöll næsta haust. Félagið ætlar sér stóra hluti á komandi árum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×