Prins er fæddur Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 12:10 Hér sjást Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja frumsýna frumburð sinn, Georg prins, fyrir utan St Mary's-sjúkrahúsið þann 23. júlí 2013. Vísir/AFP Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins hafa eignast son. Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kensington-höll. Í tísti, sem birt var á Twitter-reikningi hallarinnar, segir að drengurinn hafi vegið um 15 merkur við fæðingu. Þá var Vilhjálmur viðstaddur fæðingu sonar síns. Í öðru tísti segir að aðrir fjölskyldumeðlimir, þar á meðal drottningin sjálf, hafi verið látnir vita af fæðingu drengsins en hann er nú sá fimmti í erfðaröð krúnunnar. Fréttir bárust af því í morgun að Katrín hefði verið lögð inn á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í miðborg London en hún átti eldri börn sín tvö einnig á sjúkrahúsinu, Georg árið 2013 og Karlottu árið 2015.Her Royal Highness The Duchess of Cambridge was safely delivered of a son at 1101hrs.The baby weighs 8lbs 7oz.The Duke of Cambridge was present for the birth.Her Royal Highness and her child are both doing well.— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018 Mikill mannfjöldi safnaðist saman við dyr sjúkrahússins þegar greint var frá því að Katrín hefði verið lögð inn. Fæðingarinnar hafði verið með mikilli eftirvæntingu síðan tilkynnt var um í september síðastliðnum að von væri á barninu.Usual mayhem outside the Lindo Wing post #royalbaby announcement pic.twitter.com/vSXZpBRpd6— Chris Ship (@chrisshipitv) April 23, 2018 Katrín og Vilhjálmur vissu ekki hvert kyn barnsins yrði áður en þau mættu á fæðingardeildina í dag. Eins og hefðin býður hafa veðbankar spáð fyrir um það hvaða nafn verði valið á nýjasta meðlim konungsfjölskyldunnar en nöfnin Albert, Frederick, James og Philip eru talin líklegust til að hreppa vinninginn, nú þegar ljóst er að barnið er drengur. Eins og áður hefur komið fram þjáðist Katrín af hyperedemis gravidarum á meðgöngunni sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Fréttamenn söfnuðust saman fyrir utan spítalann í morgun.vÍSIR/AFPGert er ráð fyrir að prinsinn verði frumsýndur á tröppunum fyrir utan St Mary's-spítalann áður en langt um líður. Þegar Georg fæddist árið 2013 voru Katrín og Vilhjálmur mætt með hann dagsgamlan á tröppurnar en aðeins um tíu klukkustundir liðu frá fæðingu Karlottu og þangað til heimsbyggðin fékk að berja hana augum.Prince George and Princess Charlotte arrive at St Mary’s to meet their little brother. pic.twitter.com/rfX9rsdJhU — Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018Ádeilulistamaðurinn Kaya Mar var einn þeirra sem beið eftir fæðingu prinsins í morgun.Vísir/AFPEftirvæntingin í aðdáendahópnum var mikil.Vísir/AFP Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35 Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Litli prinsinn orðinn fjögurra ára Af þvi tilefni var blásið til myndatöku. 22. júlí 2017 15:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Katrín hertogaynja af Cambridge og Vilhjálmur Bretaprins hafa eignast son. Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kensington-höll. Í tísti, sem birt var á Twitter-reikningi hallarinnar, segir að drengurinn hafi vegið um 15 merkur við fæðingu. Þá var Vilhjálmur viðstaddur fæðingu sonar síns. Í öðru tísti segir að aðrir fjölskyldumeðlimir, þar á meðal drottningin sjálf, hafi verið látnir vita af fæðingu drengsins en hann er nú sá fimmti í erfðaröð krúnunnar. Fréttir bárust af því í morgun að Katrín hefði verið lögð inn á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í miðborg London en hún átti eldri börn sín tvö einnig á sjúkrahúsinu, Georg árið 2013 og Karlottu árið 2015.Her Royal Highness The Duchess of Cambridge was safely delivered of a son at 1101hrs.The baby weighs 8lbs 7oz.The Duke of Cambridge was present for the birth.Her Royal Highness and her child are both doing well.— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018 Mikill mannfjöldi safnaðist saman við dyr sjúkrahússins þegar greint var frá því að Katrín hefði verið lögð inn. Fæðingarinnar hafði verið með mikilli eftirvæntingu síðan tilkynnt var um í september síðastliðnum að von væri á barninu.Usual mayhem outside the Lindo Wing post #royalbaby announcement pic.twitter.com/vSXZpBRpd6— Chris Ship (@chrisshipitv) April 23, 2018 Katrín og Vilhjálmur vissu ekki hvert kyn barnsins yrði áður en þau mættu á fæðingardeildina í dag. Eins og hefðin býður hafa veðbankar spáð fyrir um það hvaða nafn verði valið á nýjasta meðlim konungsfjölskyldunnar en nöfnin Albert, Frederick, James og Philip eru talin líklegust til að hreppa vinninginn, nú þegar ljóst er að barnið er drengur. Eins og áður hefur komið fram þjáðist Katrín af hyperedemis gravidarum á meðgöngunni sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst. Fréttamenn söfnuðust saman fyrir utan spítalann í morgun.vÍSIR/AFPGert er ráð fyrir að prinsinn verði frumsýndur á tröppunum fyrir utan St Mary's-spítalann áður en langt um líður. Þegar Georg fæddist árið 2013 voru Katrín og Vilhjálmur mætt með hann dagsgamlan á tröppurnar en aðeins um tíu klukkustundir liðu frá fæðingu Karlottu og þangað til heimsbyggðin fékk að berja hana augum.Prince George and Princess Charlotte arrive at St Mary’s to meet their little brother. pic.twitter.com/rfX9rsdJhU — Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 23, 2018Ádeilulistamaðurinn Kaya Mar var einn þeirra sem beið eftir fæðingu prinsins í morgun.Vísir/AFPEftirvæntingin í aðdáendahópnum var mikil.Vísir/AFP
Kóngafólk Tengdar fréttir Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35 Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31 Litli prinsinn orðinn fjögurra ára Af þvi tilefni var blásið til myndatöku. 22. júlí 2017 15:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Katrín lögð inn á fæðingardeild Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 23. apríl 2018 08:35
Katrín og Vilhjálmur eiga von á barni Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, Bretaprins, eiga von á sínu þriðja barni. 4. september 2017 09:31