Körfubolti

Utah og Houston í lykilstöðu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stigahæstu leikmenn Utah og Oklahoma kljást í nótt. Nýliði Utah, Donovan Mitchell, setti upp sýningu.
Stigahæstu leikmenn Utah og Oklahoma kljást í nótt. Nýliði Utah, Donovan Mitchell, setti upp sýningu. vísir/getty
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves eru með bakið upp við vegginn eftir leiki næturinnar.

Utah Jazz er að koma skemmtilega á óvart gegn Oklahoma City og vann sannfærandi í nótt. Liðið er því einum sigri frá því að komast í undanúrslit Vesturdeildarinnar.

Það er jafnvægi í liði Utah og allir byrjunarliðsleikmenn liðsins skoruðu að minnsta kosti 13 stig í leiknum.. Nýliðinn Donovan Mitchell atkvæðamestur með 33 stig.

Paul George skoraði 32 stig fyrir Thunder og Russell Westbrook var með 24 stig og 14 stoðsendingar.

James Harden skoraði 36 stig fyrir Houston sem valtaði yfir Minnesota og er líka einum sigri frá undanúrslitaeinvígi. 22 af þessum 36 stigum komu í þriðja leikhluta er Harden gerði út um leikinn. Sá leikhluti fór 50-22.

Úrslit (staðan í einvíginu):

Minnesota-Houston  100-119 (1-3)

Utah-Oklahoma City 113-96 (3-1)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×