Erlent

Opna líkamsræktarstöðvar fyrir konur í Saudi Arabiu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa
Líkamsræktarstöðvar hafa í fyrsta sinn opnað dyr sínar fyrir konum í Saudi Arabíu. Konur flykkjast í lyftingar en þær vilja ekki bara ögra feðraveldinu í landinu heldur einnig þeirri hugmynd sumra að lyftingar séu fyrir karlmenn.

Í ríki þar sem klæðaburður kvenna er háður lögum, konur fengu fyrst leyfi til að keyra bíla í fyrra og jafnréttisstaðall ríkisins er með þeim lægstu í heimi eru konur nú að flykkjast í líkamsræktina. Konum var áður óheimilt að sækja líkamsrækt í Saudi Arabíu en í upphafi árs var það gert heimilt að opna líkamsræktarstöðvar fyrir konur. Þessi nýjung í Saudi Arabíu nýtur nú vinsælda og konur nýta þetta sem vettvang til að ögra samfélagslegum venjum í þessu ofuríhaldssama ríki. Konurnar sem stunda líkamsræktina vilja sýna að konur í Saudi Arabíu eru ekki einsleitar. Lyftingar eru sérlega vinsælar en með því að stunda þær vilja konurnar ögra þeirri skoðun margra í Saudi Arabíu og víðar að einungir karlar megi vera vöðvastæltir.

„Fólk sem hefur ekki áhuga á íþróttum eða vill ekki stunda svona æfingar er yfirleitt vantrúað á lyftingar. Sumar gömlu hugmyndanna eru enn til. En almenna hugmyndin um konur og lyftingar er þvert á móti sú að þær hjálpi konum að öðlast betra vaxtarlag, fegurð og hreysti. Ég sé ekkert vandamál við það,” segir Reham Al-Shaaban.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×