Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2018 07:16 Kim Jong-un og Moon Jae-in munu mætast á landamærum Norður- og Suður-Kóreu á föstudaginn. Vísir/Getty Kim Jong-un mun á morgun verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Þar mun hann hitta forseta Suður-Jóreu, Moon Jae-in, sem sagður er ætla að taka persónulega á móti Kim við landamærin skömmu eftir miðnætti á íslenskum tíma. Þeir Moon og Kim munu funda um framtíð kjarnorkuvopnáætlunar Norður-Kóreu og hvernig samskiptum grannríkjanna verður háttað á komandi árum. Fundurinn er sagður marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna en ítrekaðar eldflaugatilraunir Norðanmanna á síðustu árum urðu til þess að hleypa illu blóði í Suður-Kóreu og bandamenn þeirra. Þrátt fyrir að embættismenn Norður-Kóreu, til að mynda Kim Jong-un sjálfur, hafi ítrekað sagt á síðustu vikum að þeir séu tilbúnir að gefa kjarnorkuáætlun ríkisins upp á bátinn segja fulltrúar Suður-Kóreu að framundan séu flóknar viðræður. Þrátt fyrir yfirlýsingar Norðanmanna er ekki vitað hvað þeim gengur til eða hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í kjarnorkumálum. Fundurinn, sem fram fer um helgina, er þriðji fundurinn sem háttsettir fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu hafa átt frá aldamótum. Þetta yrði þó fyrsti fundurinn þar sem leiðtogar ríkjanna beggja setjast saman við samningaborðið. Vonast er til að fundurinn verði til þess að hægt verði að ljúka Kóreustríðinu formlega, en það hefur í raun geisað frá árinu 1950. Ríkin lögðu þó niður vopn árið 1953. Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegan fund Kim og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem fram á að fara í maí. Þrátt fyrir fundahöld um víða veröld, og leynilega heimsókn Mike Pompeo til Norður-Kóreu um páskana, er ekki enn vitað með fullri vissu hvort af honum verður. Norður-Kórea Tengdar fréttir Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Kim Jong-un mun á morgun verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Þar mun hann hitta forseta Suður-Jóreu, Moon Jae-in, sem sagður er ætla að taka persónulega á móti Kim við landamærin skömmu eftir miðnætti á íslenskum tíma. Þeir Moon og Kim munu funda um framtíð kjarnorkuvopnáætlunar Norður-Kóreu og hvernig samskiptum grannríkjanna verður háttað á komandi árum. Fundurinn er sagður marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna en ítrekaðar eldflaugatilraunir Norðanmanna á síðustu árum urðu til þess að hleypa illu blóði í Suður-Kóreu og bandamenn þeirra. Þrátt fyrir að embættismenn Norður-Kóreu, til að mynda Kim Jong-un sjálfur, hafi ítrekað sagt á síðustu vikum að þeir séu tilbúnir að gefa kjarnorkuáætlun ríkisins upp á bátinn segja fulltrúar Suður-Kóreu að framundan séu flóknar viðræður. Þrátt fyrir yfirlýsingar Norðanmanna er ekki vitað hvað þeim gengur til eða hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í kjarnorkumálum. Fundurinn, sem fram fer um helgina, er þriðji fundurinn sem háttsettir fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu hafa átt frá aldamótum. Þetta yrði þó fyrsti fundurinn þar sem leiðtogar ríkjanna beggja setjast saman við samningaborðið. Vonast er til að fundurinn verði til þess að hægt verði að ljúka Kóreustríðinu formlega, en það hefur í raun geisað frá árinu 1950. Ríkin lögðu þó niður vopn árið 1953. Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegan fund Kim og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem fram á að fara í maí. Þrátt fyrir fundahöld um víða veröld, og leynilega heimsókn Mike Pompeo til Norður-Kóreu um páskana, er ekki enn vitað með fullri vissu hvort af honum verður.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01
Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35
Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent