Breytt mynd Skálmaldar í Bretlandstúr Benedikt Bóas skrifar 27. apríl 2018 05:57 Skálmöld í öllu sínu veldi en nú vantar tvo í túrinn, þá Gunna Ben og Baldur. Helga er búin að leysa Gunnar af hólmi tvisvar áður en þetta er fyrsti túr Einars. Við fengum hugmyndina um að fá Einar á miklum neyðarfundi þegar í ljós kom að Baldur og frú ættu von á sér og hann sagði nánast já áður en við spurðum hann,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassafantur Skálmaldar, en hljómsveitin er nú stödd í Bretlandi þar sem hún mun troða upp á fimm tónleikum á fimm dögum. Hljómsveitin kom fram á The Fiddlers í Bristol í gær, heldur svo til Manchester í dag og verður í Dublin á morgun. Einar er einn fremsti gítar leikari landsins og getur brugðið sér í hvaða líki sem er á sviðinu. Og nú er komið að því að reima á sig metalskóna. „Ég sagði já strax og ég var spurður. Þurfti nánast ekkert að hugsa mig um. Þetta verður stuð og mig hefur lengi langað til að spila þungarokk aftur enda hljómar það dásamlega í mínum eyrum, það var mín fyrsta ást – mín eina í svo langan tíma,“ segir Einar fullur tilhlökkunar. „Þegar maður kynntist þessum ofsalegu böndum sem gáfu út nýjar plötur á sínum tíma, Iron Maiden, Judas Priest, Dio, Metallica, át ég þetta allt upp. Á tímabili var ekkert nógu þungt fyrir mig. Mér fannst Slayer meira að segja vera of léttir,“ segir Einar. Skálmeldingar eftir lokaæfingu fyrir túrinn til Bretlands. Frá v.: Björgvin, Snæbjörn, Einar, Jón Geir, Helga og Þráinn Árni.Snæbjörn segir að það sé erfitt að fara í þungarokksskó Baldurs, þeir séu ansi stórir. „Ef einhver getur það þá er það Einar. Við ákváðum að athuga hvort hann væri laus eða hvort hann hefði hug á að gera þetta og náðum varla að spyrja áður en hann var búinn að segja já.“ Skálmöld er nýbúin að taka upp plötu en Snæbjörn segir að engin ný lög verði á rokkmatseðlinum í Bretlandi. „Sú plata kemur í september vonandi og við trúlega tísum smá með Sinfóníuhljómsveitinni en þar fyrir utan þá verður ekkert.“Tónleikar SkálmaldarManchesterRebellion 7. aprílDublinVoodoo Lounge 8. aprílBelfastLimelight 29. aprílGlasgowAudio 30. aprílNottinghamRescue Room 1. maí Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
Helga er búin að leysa Gunnar af hólmi tvisvar áður en þetta er fyrsti túr Einars. Við fengum hugmyndina um að fá Einar á miklum neyðarfundi þegar í ljós kom að Baldur og frú ættu von á sér og hann sagði nánast já áður en við spurðum hann,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassafantur Skálmaldar, en hljómsveitin er nú stödd í Bretlandi þar sem hún mun troða upp á fimm tónleikum á fimm dögum. Hljómsveitin kom fram á The Fiddlers í Bristol í gær, heldur svo til Manchester í dag og verður í Dublin á morgun. Einar er einn fremsti gítar leikari landsins og getur brugðið sér í hvaða líki sem er á sviðinu. Og nú er komið að því að reima á sig metalskóna. „Ég sagði já strax og ég var spurður. Þurfti nánast ekkert að hugsa mig um. Þetta verður stuð og mig hefur lengi langað til að spila þungarokk aftur enda hljómar það dásamlega í mínum eyrum, það var mín fyrsta ást – mín eina í svo langan tíma,“ segir Einar fullur tilhlökkunar. „Þegar maður kynntist þessum ofsalegu böndum sem gáfu út nýjar plötur á sínum tíma, Iron Maiden, Judas Priest, Dio, Metallica, át ég þetta allt upp. Á tímabili var ekkert nógu þungt fyrir mig. Mér fannst Slayer meira að segja vera of léttir,“ segir Einar. Skálmeldingar eftir lokaæfingu fyrir túrinn til Bretlands. Frá v.: Björgvin, Snæbjörn, Einar, Jón Geir, Helga og Þráinn Árni.Snæbjörn segir að það sé erfitt að fara í þungarokksskó Baldurs, þeir séu ansi stórir. „Ef einhver getur það þá er það Einar. Við ákváðum að athuga hvort hann væri laus eða hvort hann hefði hug á að gera þetta og náðum varla að spyrja áður en hann var búinn að segja já.“ Skálmöld er nýbúin að taka upp plötu en Snæbjörn segir að engin ný lög verði á rokkmatseðlinum í Bretlandi. „Sú plata kemur í september vonandi og við trúlega tísum smá með Sinfóníuhljómsveitinni en þar fyrir utan þá verður ekkert.“Tónleikar SkálmaldarManchesterRebellion 7. aprílDublinVoodoo Lounge 8. aprílBelfastLimelight 29. aprílGlasgowAudio 30. aprílNottinghamRescue Room 1. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00