Forseti Rúmeníu krefst afsagnar forsætisráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 11:18 Dancila heimsótti Ísrael í vikunni. Ríkisstjórn hennar er sögð vinna að því að færa sendiráð Rúmeníu til Jerúsalem. Vísir/AFP Vantrauststillaga gæti blasað við Vioricu Dancila, forsætisráðherra Rúmeníu, eftir að Klaus Iohannis forseti krafðist afsagnar hennar í dag. Forsetinn telur ráðherrann hafa farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hún gerði leynilegt samkomulag um að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem. „Frú Dancila ræður ekki við skyldur sínar sem forsætisráðherra Rúmeníu og er þannig að gera ríkisstjórnina að dragbít fyrir Rúmeníu. Þess vegna kalla ég opinberlega eftir afsögn hennar,“ sagði Iohannis í yfirlýsingu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er á valdi forseta Rúmeníu að taka ákvarðanir um flutning sendiráða. Iohannis segir hins vegar að Dancila hafi ekki ráðfært sig við hann um flutning sendiráðsins í Ísrael eða opinbera heimsókn forsætisráðherrans þangað í vikunni. Dancila hefur sagt efni minnisblaðs sem hún skrifaði undir varðandi flutningin trúnaðarmál sem ekki væri hægt að greina frá opinberlega ennþá. Iohannis varar við því að flutningur sendiráðsins gæti varðað við alþjóðalög. Ísraelsmenn gera tilkall til Jerúsalem en það gera Palestínumenn einnig. Fá ríki viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels af þessum sökum og yrði Rúmenía fyrsta Evrópulandið til að gera það. Það olli miklum úlfaþyt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í vetur. Forseti Rúmeníu hefur ekki vald til að reka forsætisráðherrann en krafa Iohannis gæti leitt til vantrauststillögu í þinginu. Nær öruggt er þó talið að Dancila stæði hana af sér en Sósíaldemókrataflokkur hennar er með traustan meirihluta þar. Rúmenía Tengdar fréttir Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Vantrauststillaga gæti blasað við Vioricu Dancila, forsætisráðherra Rúmeníu, eftir að Klaus Iohannis forseti krafðist afsagnar hennar í dag. Forsetinn telur ráðherrann hafa farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hún gerði leynilegt samkomulag um að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem. „Frú Dancila ræður ekki við skyldur sínar sem forsætisráðherra Rúmeníu og er þannig að gera ríkisstjórnina að dragbít fyrir Rúmeníu. Þess vegna kalla ég opinberlega eftir afsögn hennar,“ sagði Iohannis í yfirlýsingu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er á valdi forseta Rúmeníu að taka ákvarðanir um flutning sendiráða. Iohannis segir hins vegar að Dancila hafi ekki ráðfært sig við hann um flutning sendiráðsins í Ísrael eða opinbera heimsókn forsætisráðherrans þangað í vikunni. Dancila hefur sagt efni minnisblaðs sem hún skrifaði undir varðandi flutningin trúnaðarmál sem ekki væri hægt að greina frá opinberlega ennþá. Iohannis varar við því að flutningur sendiráðsins gæti varðað við alþjóðalög. Ísraelsmenn gera tilkall til Jerúsalem en það gera Palestínumenn einnig. Fá ríki viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels af þessum sökum og yrði Rúmenía fyrsta Evrópulandið til að gera það. Það olli miklum úlfaþyt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í vetur. Forseti Rúmeníu hefur ekki vald til að reka forsætisráðherrann en krafa Iohannis gæti leitt til vantrauststillögu í þinginu. Nær öruggt er þó talið að Dancila stæði hana af sér en Sósíaldemókrataflokkur hennar er með traustan meirihluta þar.
Rúmenía Tengdar fréttir Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23
Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50