Segir reynt að útrýma samkeppni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2018 19:00 Hópferðabílafyrirtækið Grey Line hefur sagt upp fimmtán starfsmönnum til að bregðast við samdrætti í rekstri. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir yfirvöld þurfa að girða sig í brók og bregðast við ólöglegum atvinnurekstri á rútubílamarkaði hér á landi. Í fréttatilkynningu sem Gray Line sendi frá sér í dag er greint frá ákvörðun fyrirtækisins um uppsagnir 15 starfsmanna um næstu mánaðamót, sem grípa hafi þurft til vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða fimm prósent starfsmanna alls fyrirtækisins, bæði bílstjóra og starfsfólk farþegaafgreiðslu. Samdráttinn má meðal annars rekja til þess að fyrirtækið neyðist til að hætta áætlunarferðum í Bláa Lónið að sögn stjórnarformanns. „Bláa lónið sagði upp samningi við okkur frá og með 1. apríl, að okkur er ekki heimilt að selja baðgjald í Bláa lónið og það er algjör forsenda þess að geta boðið upp á áætlunarferðir í Bláa lónið að geta borið upp á baðgjald í leiðinni,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Hann segir ákvörðun Bláa Lónsins að vissu leyti ekki hafa komið á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins, hafi tekið við áætlunarferðum í lónið. Vill Þórir meina að svo virðist sem eigendur hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni. „Eigendur Bláa lónsins, þeir eiga líka rútufyrirtæki og þeir eru að fara á stað með þessa starfsemi og þeim finnst greinilega auðveldara að sækja í verkefni sem aðrir eru með. Það er náttúrlega þekkt í ferðaþjónustunni að sumir eru „púllerar“ og aðrir eru „takerar“ og þannig er bara lífið,“ segir Þórir. Þá segir hann aukinnar samkeppni gæta af hálfu erlendra fyrirtækja sem sniðgangi skatta og gjöld og virði ekki íslenska kjarasamninga. „Það er náttúrlega alveg klárt stjórnvöld þurfa að girða sig í brók og koma í veg fyrir þessi undanskot hjá þessum aðilum og félagsleg undirboð sem því fylgir. Þetta er bara svartur blettur á ferðaþjónustunni,“ segir Þórir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Hópferðabílafyrirtækið Grey Line hefur sagt upp fimmtán starfsmönnum til að bregðast við samdrætti í rekstri. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir yfirvöld þurfa að girða sig í brók og bregðast við ólöglegum atvinnurekstri á rútubílamarkaði hér á landi. Í fréttatilkynningu sem Gray Line sendi frá sér í dag er greint frá ákvörðun fyrirtækisins um uppsagnir 15 starfsmanna um næstu mánaðamót, sem grípa hafi þurft til vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða fimm prósent starfsmanna alls fyrirtækisins, bæði bílstjóra og starfsfólk farþegaafgreiðslu. Samdráttinn má meðal annars rekja til þess að fyrirtækið neyðist til að hætta áætlunarferðum í Bláa Lónið að sögn stjórnarformanns. „Bláa lónið sagði upp samningi við okkur frá og með 1. apríl, að okkur er ekki heimilt að selja baðgjald í Bláa lónið og það er algjör forsenda þess að geta boðið upp á áætlunarferðir í Bláa lónið að geta borið upp á baðgjald í leiðinni,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Hann segir ákvörðun Bláa Lónsins að vissu leyti ekki hafa komið á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins, hafi tekið við áætlunarferðum í lónið. Vill Þórir meina að svo virðist sem eigendur hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni. „Eigendur Bláa lónsins, þeir eiga líka rútufyrirtæki og þeir eru að fara á stað með þessa starfsemi og þeim finnst greinilega auðveldara að sækja í verkefni sem aðrir eru með. Það er náttúrlega þekkt í ferðaþjónustunni að sumir eru „púllerar“ og aðrir eru „takerar“ og þannig er bara lífið,“ segir Þórir. Þá segir hann aukinnar samkeppni gæta af hálfu erlendra fyrirtækja sem sniðgangi skatta og gjöld og virði ekki íslenska kjarasamninga. „Það er náttúrlega alveg klárt stjórnvöld þurfa að girða sig í brók og koma í veg fyrir þessi undanskot hjá þessum aðilum og félagsleg undirboð sem því fylgir. Þetta er bara svartur blettur á ferðaþjónustunni,“ segir Þórir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira