Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 20:42 Kim Jong-un og Moon Jae-in stíga yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/AFP Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu fagnar „sögulegum“ fundi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. KCNA segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann og var ákvörðun leiðtoganna að af-kjarnorkuvæða svæðið tekið fagnandi. Þrátt fyrir að KCNA hafi undanfarna mánuði ítrekað sagt að Norður-Kórea myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sína af hendi.Kim Jong-un varð fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að ekki verði létt á þvingunum og refsiaðgerðum í garð Norður-Kóreu í aðdraganda fundar hans með Kim Jong-un. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur á að eiga sér stað né hvar. Samkvæmt Reuters er þó verið að íhuga að halda hann í Singapore.Í yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu út eftir fundinn sögðu Moon og Kim að fjandsamlegum aðgerðum ríkjanna í garð hvors annars yrði hætt, hlutlausa beltinu á landamærum ríkjanna yrði breytt í „friðarsvæði“ með því að hætta linnulausum áróðursútsendingum þar og bæði ríki fækkuðu í herafla sínum á svæðinu.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fundÞrátt fyrir að fundurinn hafi leitt af sér háleit markmið hefur lítið sem ekkert komið fram um hvernig ná á þessum markmiðum. Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa tekið fregnunum af varkárni. Sérfræðingar sem BBC ræddi við efast um vilja yfirvalda Norður-Kóreu til að fórna kjarnorkuvopnum sínum. Fyrri samkomulög ríkjanna hafa ekki borið árangur vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu og í kjölfar kosninga í Suður-Kóreu þar sem breytingar urðu á ríkisstjórnum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KCNA um fund leiðtoganna. Norður-Kórea Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu fagnar „sögulegum“ fundi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. KCNA segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann og var ákvörðun leiðtoganna að af-kjarnorkuvæða svæðið tekið fagnandi. Þrátt fyrir að KCNA hafi undanfarna mánuði ítrekað sagt að Norður-Kórea myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sína af hendi.Kim Jong-un varð fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að ekki verði létt á þvingunum og refsiaðgerðum í garð Norður-Kóreu í aðdraganda fundar hans með Kim Jong-un. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur á að eiga sér stað né hvar. Samkvæmt Reuters er þó verið að íhuga að halda hann í Singapore.Í yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu út eftir fundinn sögðu Moon og Kim að fjandsamlegum aðgerðum ríkjanna í garð hvors annars yrði hætt, hlutlausa beltinu á landamærum ríkjanna yrði breytt í „friðarsvæði“ með því að hætta linnulausum áróðursútsendingum þar og bæði ríki fækkuðu í herafla sínum á svæðinu.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fundÞrátt fyrir að fundurinn hafi leitt af sér háleit markmið hefur lítið sem ekkert komið fram um hvernig ná á þessum markmiðum. Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa tekið fregnunum af varkárni. Sérfræðingar sem BBC ræddi við efast um vilja yfirvalda Norður-Kóreu til að fórna kjarnorkuvopnum sínum. Fyrri samkomulög ríkjanna hafa ekki borið árangur vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu og í kjölfar kosninga í Suður-Kóreu þar sem breytingar urðu á ríkisstjórnum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KCNA um fund leiðtoganna.
Norður-Kórea Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira