Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 08:19 Kim Jong Un ætlar að bjóða blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. Vísir/afp Kim Jong Un hefur ákveðið að loka kjarnavopnatilraunasvæði Norður-Kóreu strax í næsta mánuði. Hann ætlar jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðingu landsins. Yoon Young-chan, fjölmiðlafulltrúi Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu sagði að Kim Jong Un hefði sagt að það væri engin ástæða til eiga kjarnorkuvopn ef gagnkvæmt traust kæmist á í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þjóðarleiðtogarnir skyldu efla traust sín á milli með því að hittast á reglulegum fundum. „Þrátt fyrir að hafa óbeit á Norður – Kóreu verður Bandaríkjunum það ljóst þegar samningaviðræður hefjast að ég er ekki þess háttar manneskja sem gæti beitt kjarnorkuvopnum hvorki á Suður-Kóreu né Bandaríkin,“ er haft eftir leiðtoga Norður-Kóreu. Á sáttarfundi Kims Jong un og Moon Jae- in, forseta Suður-Kóreu, sem fór fram um helgina, voru þau heit strengd að Kóreuskaginn skyldi afkjarnorkuvæddur með öllu. Fréttastofa Reuters tekur þó fram að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi engin aðgerðaráætlun verið gerð til að tryggja að ríkin tvö nái settum markmiðum. Þetta var í fyrsta skiptið í ellefu ár sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast á fundi sem þykir vendipunktur í milliríkjasamskiptum. Á fundinum var sammælst um að koma á varanlegum friði. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Kim Jong Un hittist á fundi áður en langt um líður. Hvorki liggur fyrir hvenær sá fundur mun eiga sér stað né hvar hann verður haldinn. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Kim Jong Un hefur ákveðið að loka kjarnavopnatilraunasvæði Norður-Kóreu strax í næsta mánuði. Hann ætlar jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðingu landsins. Yoon Young-chan, fjölmiðlafulltrúi Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu sagði að Kim Jong Un hefði sagt að það væri engin ástæða til eiga kjarnorkuvopn ef gagnkvæmt traust kæmist á í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þjóðarleiðtogarnir skyldu efla traust sín á milli með því að hittast á reglulegum fundum. „Þrátt fyrir að hafa óbeit á Norður – Kóreu verður Bandaríkjunum það ljóst þegar samningaviðræður hefjast að ég er ekki þess háttar manneskja sem gæti beitt kjarnorkuvopnum hvorki á Suður-Kóreu né Bandaríkin,“ er haft eftir leiðtoga Norður-Kóreu. Á sáttarfundi Kims Jong un og Moon Jae- in, forseta Suður-Kóreu, sem fór fram um helgina, voru þau heit strengd að Kóreuskaginn skyldi afkjarnorkuvæddur með öllu. Fréttastofa Reuters tekur þó fram að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi engin aðgerðaráætlun verið gerð til að tryggja að ríkin tvö nái settum markmiðum. Þetta var í fyrsta skiptið í ellefu ár sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast á fundi sem þykir vendipunktur í milliríkjasamskiptum. Á fundinum var sammælst um að koma á varanlegum friði. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Kim Jong Un hittist á fundi áður en langt um líður. Hvorki liggur fyrir hvenær sá fundur mun eiga sér stað né hvar hann verður haldinn.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent