Trúir því að sér verði fyrirgefið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 09:17 Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. Vísir/samsettmynd/AFP Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, sem sakaður er um kynferðisofbeldi og áreitni í garð á áttunda tug kvenna, telur að sér verði á endanum fyrirgefið. Þetta hefur sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan eftir Weinstein en hann heimsótti kvikmyndaframleiðandann í meðferðarstofnun í Arizona. Weinstein er 66 ára gamall. Í Lundúnum, New York og Los Angeles er lögregla að rannsaka ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar eru allt frá áreitni að nauðgunum og spanna rúman áratug. Hann neitar því staðfastlega að hafa nauðgað konum. Þessa dagana er Weinstein í meðferð við kynlífsfíkn. Morgan og Weinstein ræddust við í rúman klukkutíma á meðferðarstofnuninni. Hann segist telja að á endanum muni Hollywood fyrirgefa sér. „Hann er að berjast,“ segir Morgan um Weinstein. „Ég get ekki sagt að ég sé í eins miklu áfalli yfir þessu og annað fólk í Hollywood. Sjáðu til, svona hefur kerfið verið frá því Hollywood varð til,“ hefur Sky News eftir Morgan. Hollywood hafi ávallt verið „siðlaust lastabæli“. „Hugmyndin um að Harvey Weinstein sé eina illmennið gengur bara ekki upp, biddu fyrir þér, sjáðu bara Mel Gibson: Harvey trúir því að sér verði fyrirgefið,“ segir Morgan en Weinstein er langt því frá sá eini í skemmtanageiranum sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Frá því að fréttir tóku að spyrjast út um kynferðisglæpi Weinstein hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi og þvingunum í störfum sínum í Hollywood. Konur í öðrum starfsgreinum, víða um heim, hafa síðan þá fundið styrk í frásögnum sviðslistakvenna og einnig stigið fram undir myllumerkinu #metoo. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, sem sakaður er um kynferðisofbeldi og áreitni í garð á áttunda tug kvenna, telur að sér verði á endanum fyrirgefið. Þetta hefur sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan eftir Weinstein en hann heimsótti kvikmyndaframleiðandann í meðferðarstofnun í Arizona. Weinstein er 66 ára gamall. Í Lundúnum, New York og Los Angeles er lögregla að rannsaka ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar eru allt frá áreitni að nauðgunum og spanna rúman áratug. Hann neitar því staðfastlega að hafa nauðgað konum. Þessa dagana er Weinstein í meðferð við kynlífsfíkn. Morgan og Weinstein ræddust við í rúman klukkutíma á meðferðarstofnuninni. Hann segist telja að á endanum muni Hollywood fyrirgefa sér. „Hann er að berjast,“ segir Morgan um Weinstein. „Ég get ekki sagt að ég sé í eins miklu áfalli yfir þessu og annað fólk í Hollywood. Sjáðu til, svona hefur kerfið verið frá því Hollywood varð til,“ hefur Sky News eftir Morgan. Hollywood hafi ávallt verið „siðlaust lastabæli“. „Hugmyndin um að Harvey Weinstein sé eina illmennið gengur bara ekki upp, biddu fyrir þér, sjáðu bara Mel Gibson: Harvey trúir því að sér verði fyrirgefið,“ segir Morgan en Weinstein er langt því frá sá eini í skemmtanageiranum sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Frá því að fréttir tóku að spyrjast út um kynferðisglæpi Weinstein hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi og þvingunum í störfum sínum í Hollywood. Konur í öðrum starfsgreinum, víða um heim, hafa síðan þá fundið styrk í frásögnum sviðslistakvenna og einnig stigið fram undir myllumerkinu #metoo.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40
Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30