Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. apríl 2018 05:15 Um sjötuíu fórust í árásinni í Sýrlandi á laugardag. Vísir/epa Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. Stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, er kennt um árásina. Rússar koma bandamönnum sínum til varnar. Fundað var um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Ýmsir aðilar á svæðinu, allt frá góðgerðarsamtökum til eftirlitssamtaka og aktívista, halda því fram að tugir hafi farist í árásinni og rúmlega 500 særst. Ómögulegt hefur þó reynst að sannreyna þetta. Hart hefur verið barist um Austur-Ghouta og hefur stjórnarherinn sölsað svæðið undir sig að mestu, þó ekki án þess að fella á annað þúsund almennra borgara. Undanfarna daga hafði rýming Douma staðið yfir enda hafa uppreisnarmenn á svæðinu komist að samkomulagi við stjórnarliða og Rússa um uppgjöf og rýmingu.Sjá einnig: Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assads Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði Assad skepnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Trumps og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, segir að von sé á sterkum, sameiginlegum viðbrögðum Bandaríkjamanna og Frakka. „Sérfræðingar rússneska hersins hafa nú heimsótt svæðið, ásamt starfsmönnum sýrlenska Rauða hálfmánans, og fundu engin ummerki um að klórgasi eða öðru efnavopni hefði verið beitt gegn almennum borgurum,“ sagði hins vegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær. Þá sagði Lavrov að yfirvöld í Moskvu vildu heiðarlega rannsókn. Þau væru andsnúin því að kenna nokkrum um án sönnunargagna. Rússneski herinn hafi varað við því að verið væri að undirbúa einhverja „ögrun“ sem í fælist að kenna stjórnarliðum um efnavopnaárás. Mismunandi aðilar hafa greint frá yfir 70 efnavopnaárásum í þessari sjö ára styrjöld. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. Stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, er kennt um árásina. Rússar koma bandamönnum sínum til varnar. Fundað var um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Ýmsir aðilar á svæðinu, allt frá góðgerðarsamtökum til eftirlitssamtaka og aktívista, halda því fram að tugir hafi farist í árásinni og rúmlega 500 særst. Ómögulegt hefur þó reynst að sannreyna þetta. Hart hefur verið barist um Austur-Ghouta og hefur stjórnarherinn sölsað svæðið undir sig að mestu, þó ekki án þess að fella á annað þúsund almennra borgara. Undanfarna daga hafði rýming Douma staðið yfir enda hafa uppreisnarmenn á svæðinu komist að samkomulagi við stjórnarliða og Rússa um uppgjöf og rýmingu.Sjá einnig: Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assads Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði Assad skepnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Trumps og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, segir að von sé á sterkum, sameiginlegum viðbrögðum Bandaríkjamanna og Frakka. „Sérfræðingar rússneska hersins hafa nú heimsótt svæðið, ásamt starfsmönnum sýrlenska Rauða hálfmánans, og fundu engin ummerki um að klórgasi eða öðru efnavopni hefði verið beitt gegn almennum borgurum,“ sagði hins vegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær. Þá sagði Lavrov að yfirvöld í Moskvu vildu heiðarlega rannsókn. Þau væru andsnúin því að kenna nokkrum um án sönnunargagna. Rússneski herinn hafi varað við því að verið væri að undirbúa einhverja „ögrun“ sem í fælist að kenna stjórnarliðum um efnavopnaárás. Mismunandi aðilar hafa greint frá yfir 70 efnavopnaárásum í þessari sjö ára styrjöld.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli. 9. apríl 2018 08:16