NBA: Þrjú lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í nótt og aðeins eitt sæti er laust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Lið New Orleans Pelicans, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder tryggðu sér öll sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigurleikjum í nótt en nú á aðeins eftir að fylla eitt sæti.Paul George skoraði 27 stig og Russell Westbrook náði 25. þrennunni sinni á tímabilnu þegar Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar með 115-93 sigri á Miami Heat. Westbrook endaði leikinn með 23 stig, 18 fráköst og 13 stoðsendingar. Thunder-liðið lenti átján stigum undir á upphafsmínútum leiksins en snéri við blaðinu og vann síðan lokaleikhlutann 39-12. Miami Heat hefur aldrei áður tapað leikhluta með 27 stigum. Jerami Grant var með 17 stig fyrir OKC og Carmelo Anthony bætti við 11 stigum. Josh Richardson skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en Miami liðið var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Rudy Gay skoraði 18 stig og Manu Ginobili var með 17 stig þegar San Antonio Spurs vann 98-85 sigur á Sacramento Kings og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni 21. árið í röð. Gay, Ginobili og Bryn Forbes komu allir inn af bekknum og voru saman með 25 stig í fjórða og síðasta leikhlutanum sem Spurs vann 38-19.Anthony Davis skoraði 28 stig og Nikola Mirotic var með 24 stig og 16 fráköst þegar New Orleans Pelicans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 113-100 útisigri á Los Angeles Clippers. Þetta var fjórði sigur Pelíkananna í röð og með honum er liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Minnesota Timberwolves og Denver Nuggets berjast um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bæði unnu leiki sína í nótt og þau mætast síðan á lokadegi deildarkeppninnar.Nikola Jokic var með tíundu þrennu sína á tímabilinu, 15 stig, 20 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 88-82 sigur á Portland Trail Blazers en þetta var sjötti sigur Denver-liðsins í röð og liðið hefur þurft á þeim öllum að halda til að halda voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi.Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 18 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 113-94 sigur á Memphis Grizzlies. Jeff Teague var einnig með 24 stig og Jimmy Butler skoraði 15 stig.LeBron James var með 26 stig og 11 stoðsendingar í 50. sigri Cleveland Cavaliers á tímabilinu en liðið vann þá 123-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Kevin Love var með 28 stig fyrir Cavs liðið sem á enn smá möguleika á því að taka þriðja sætið af Philadelphia 76 ers. Þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 100-113 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 88-82 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 98-85 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 102-86 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 113-94 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 114-105 Miami Heat - Oklahoma City Thunder 93-115 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-123 Detroit Pistons - Toronto Raptors 98-108 NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Lið New Orleans Pelicans, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder tryggðu sér öll sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigurleikjum í nótt en nú á aðeins eftir að fylla eitt sæti.Paul George skoraði 27 stig og Russell Westbrook náði 25. þrennunni sinni á tímabilnu þegar Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar með 115-93 sigri á Miami Heat. Westbrook endaði leikinn með 23 stig, 18 fráköst og 13 stoðsendingar. Thunder-liðið lenti átján stigum undir á upphafsmínútum leiksins en snéri við blaðinu og vann síðan lokaleikhlutann 39-12. Miami Heat hefur aldrei áður tapað leikhluta með 27 stigum. Jerami Grant var með 17 stig fyrir OKC og Carmelo Anthony bætti við 11 stigum. Josh Richardson skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en Miami liðið var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Rudy Gay skoraði 18 stig og Manu Ginobili var með 17 stig þegar San Antonio Spurs vann 98-85 sigur á Sacramento Kings og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni 21. árið í röð. Gay, Ginobili og Bryn Forbes komu allir inn af bekknum og voru saman með 25 stig í fjórða og síðasta leikhlutanum sem Spurs vann 38-19.Anthony Davis skoraði 28 stig og Nikola Mirotic var með 24 stig og 16 fráköst þegar New Orleans Pelicans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 113-100 útisigri á Los Angeles Clippers. Þetta var fjórði sigur Pelíkananna í röð og með honum er liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Minnesota Timberwolves og Denver Nuggets berjast um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bæði unnu leiki sína í nótt og þau mætast síðan á lokadegi deildarkeppninnar.Nikola Jokic var með tíundu þrennu sína á tímabilinu, 15 stig, 20 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 88-82 sigur á Portland Trail Blazers en þetta var sjötti sigur Denver-liðsins í röð og liðið hefur þurft á þeim öllum að halda til að halda voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi.Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 18 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 113-94 sigur á Memphis Grizzlies. Jeff Teague var einnig með 24 stig og Jimmy Butler skoraði 15 stig.LeBron James var með 26 stig og 11 stoðsendingar í 50. sigri Cleveland Cavaliers á tímabilinu en liðið vann þá 123-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Kevin Love var með 28 stig fyrir Cavs liðið sem á enn smá möguleika á því að taka þriðja sætið af Philadelphia 76 ers. Þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 100-113 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 88-82 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 98-85 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 102-86 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 113-94 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 114-105 Miami Heat - Oklahoma City Thunder 93-115 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-123 Detroit Pistons - Toronto Raptors 98-108
NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira