Klopp varar við „þrumum og eldingum“ frá Manchester City í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2018 11:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, varaði sína leikmenn við því að það sé bara hálfleikur á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og það sé von á „þrumuveðri“ frá liði Manchester City í kvöld. Manchester City tekur á móti Liverpool í kvöld og í boði er sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 og er í frábærri stöðu en Klopp sá Manchester City liðið komast í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Manchester United um helgina. Hann segir að sú frammistaða City-manna vera viðvörun til leikmanna Liverpool fyrir leikinn í kvöld. „Ég sá leik City og United um helgina. Þetta var einn besti fyrri hálfleikur hjá liði sem ég hef séð. Þetta var eins og þrumuveður,“ sagði Jürgen Klopp. Sky Sports segir frá. „Eftir fyrsta mark United í seinni hálfleik, þá nær annað liðið taktinum en hitt liðið missir taktinn. Leikurinn breyttist,“ sagði Klopp. „Ég get ekki sagt við mína stráka: Skoriði snemma. Jú, ég get það en ég veit ekki hversu mikið það hjálpar þeim,“ sagði Klopp en ef Liverpool skorar þá þarf City að skora fimm mörk til að komast áfram. „Við verðum að hugsa um fótboltann, hvað við þurfum að gera og hvað við verðum að gera. Strákarnir vissu eftir fyrri leikinn að það væri bara hálfleikur. Við erum með forystuna en ekkert meira en það,“ sagði Klopp."I'm really looking forward to the game, it will be again a real football game. And that's good." Klopp on second-leg approach, European form and more https://t.co/yriJvsAsOJpic.twitter.com/xOWyOnDEOE — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Klopp hefur unnið sjö af þrettán leikjum sínum á móti Pep Guardiola eða fleiri en nokkur annar stjóri. „Við mætum með því hugarfari að fá ekki á nokkur mark og síðan skora sjálfir mark til að vinna leikinn. Það er planið. Ef við fáum á okkur mark þá gerist ekkert við það því við værum enn yfir,“ sagði Klopp. „Þetta snýst um að gera hlutina rétt, verjast þeim á réttum stöðum og sækja á þá á réttum stöðum,“ sagði Klopp.LIVE at Melwood… Watch as we train ahead of the second leg of our @ChampionsLeague quarter-final. https://t.co/29tvs1aLLZ — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Liverpool er búið að tapa 5-0 fyrir Manchester City á Ethiad leikvanginum á þessu tímabili. „Það var öðruvísi. Nú höfum við verið lengur saman. Hlutirnir eru betri hjá okkur en sá leikur sýnir okkur samt hvað getur gerst,“ sagði Klopp. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, varaði sína leikmenn við því að það sé bara hálfleikur á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og það sé von á „þrumuveðri“ frá liði Manchester City í kvöld. Manchester City tekur á móti Liverpool í kvöld og í boði er sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 og er í frábærri stöðu en Klopp sá Manchester City liðið komast í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Manchester United um helgina. Hann segir að sú frammistaða City-manna vera viðvörun til leikmanna Liverpool fyrir leikinn í kvöld. „Ég sá leik City og United um helgina. Þetta var einn besti fyrri hálfleikur hjá liði sem ég hef séð. Þetta var eins og þrumuveður,“ sagði Jürgen Klopp. Sky Sports segir frá. „Eftir fyrsta mark United í seinni hálfleik, þá nær annað liðið taktinum en hitt liðið missir taktinn. Leikurinn breyttist,“ sagði Klopp. „Ég get ekki sagt við mína stráka: Skoriði snemma. Jú, ég get það en ég veit ekki hversu mikið það hjálpar þeim,“ sagði Klopp en ef Liverpool skorar þá þarf City að skora fimm mörk til að komast áfram. „Við verðum að hugsa um fótboltann, hvað við þurfum að gera og hvað við verðum að gera. Strákarnir vissu eftir fyrri leikinn að það væri bara hálfleikur. Við erum með forystuna en ekkert meira en það,“ sagði Klopp."I'm really looking forward to the game, it will be again a real football game. And that's good." Klopp on second-leg approach, European form and more https://t.co/yriJvsAsOJpic.twitter.com/xOWyOnDEOE — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Klopp hefur unnið sjö af þrettán leikjum sínum á móti Pep Guardiola eða fleiri en nokkur annar stjóri. „Við mætum með því hugarfari að fá ekki á nokkur mark og síðan skora sjálfir mark til að vinna leikinn. Það er planið. Ef við fáum á okkur mark þá gerist ekkert við það því við værum enn yfir,“ sagði Klopp. „Þetta snýst um að gera hlutina rétt, verjast þeim á réttum stöðum og sækja á þá á réttum stöðum,“ sagði Klopp.LIVE at Melwood… Watch as we train ahead of the second leg of our @ChampionsLeague quarter-final. https://t.co/29tvs1aLLZ — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Liverpool er búið að tapa 5-0 fyrir Manchester City á Ethiad leikvanginum á þessu tímabili. „Það var öðruvísi. Nú höfum við verið lengur saman. Hlutirnir eru betri hjá okkur en sá leikur sýnir okkur samt hvað getur gerst,“ sagði Klopp. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira