Reynsluboltar ráðnir til Alvotech Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2018 12:30 Laxmi, María og Bragi hafa flutt sig um set og starfa nú hjá Alvotech. Bragi Jónsson, María Stefánsdóttir og Laxmi Adhikary hafa verið ráðin í yfirmannsstöðu hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Alvotech haldi áfram að bæta við sig sérfræðingum á Íslandi en frá áramótum hafi fyrirtækið auglýst 32 ný störf á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 250 vísindamenn. Alvotech er systurfyrirtæki alþjóðlega samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen og höfuðstöðvar þess eru innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Róbert Wessman er stofnandi Alvotech og Rasmus Rojkjaer er forstjóri fyrirtækisins. Bragi Jónsson leiðir bókhaldsdeild Alvotech ásamt því að bera ábyrgð á uppgjöri og fjárhagseftirliti. Bragi er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í verkefnastjórnun (MPM). Bragi hefur yfir 25 ára reynslu af uppgjöri fyrirtækja og fjárhagseftirliti en síðastliðin 15 ár starfaði hann hjá Actavis sem fjármálastjóri framleiðslu- og sölufyrirtækis Actavis á Íslandi. María Stefánsdóttir stýrir einni af lykilstoðum samfélagslegrar ábyrgðar Alvotech sem snýr að umhverfismálum og sér í lagi notkun á vistvænni orku við framleiðslu. María er menntaður iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með M.S. gráðu í umhverfisverkfræði frá University of Washington. Hún mun leiða öryggis-, heilsu- og umhverfismál hjá Alvotech. María hefur breiðan bakgrunn á sviði verkfræði en hún starfaði áður hjá verkfræðistofunni Mannviti og forverum þess í 11 ár áður en hún kom til starfa hjá Alvotech. Laxmi Adhikary leiðir verkefnastjórnun þróunarverkefna fyrirtækisins. Laxmi hefur yfir 15 ára reynslu innan líftæknigeirans og hefur þar sinnt ýmsum hlutverkum og hefur því víðtæka reynslu innan virðiskeðju þróunarverkefna. Í störfum sínum hjá lyfjafyrirtækinu Biocon tók hún þátt í að leiða nokkur árangursrík verkefni við að setja á markað samheitalíftæknilyf. Í tilkynningunni segir að Laxmi komi með mikilvæga reynslu og þekkingu til Alvotech. Laxmi er með doktorsgráðu í lífrænni efnafræði. Vistaskipti Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
Bragi Jónsson, María Stefánsdóttir og Laxmi Adhikary hafa verið ráðin í yfirmannsstöðu hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Alvotech haldi áfram að bæta við sig sérfræðingum á Íslandi en frá áramótum hafi fyrirtækið auglýst 32 ný störf á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 250 vísindamenn. Alvotech er systurfyrirtæki alþjóðlega samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen og höfuðstöðvar þess eru innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Róbert Wessman er stofnandi Alvotech og Rasmus Rojkjaer er forstjóri fyrirtækisins. Bragi Jónsson leiðir bókhaldsdeild Alvotech ásamt því að bera ábyrgð á uppgjöri og fjárhagseftirliti. Bragi er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í verkefnastjórnun (MPM). Bragi hefur yfir 25 ára reynslu af uppgjöri fyrirtækja og fjárhagseftirliti en síðastliðin 15 ár starfaði hann hjá Actavis sem fjármálastjóri framleiðslu- og sölufyrirtækis Actavis á Íslandi. María Stefánsdóttir stýrir einni af lykilstoðum samfélagslegrar ábyrgðar Alvotech sem snýr að umhverfismálum og sér í lagi notkun á vistvænni orku við framleiðslu. María er menntaður iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með M.S. gráðu í umhverfisverkfræði frá University of Washington. Hún mun leiða öryggis-, heilsu- og umhverfismál hjá Alvotech. María hefur breiðan bakgrunn á sviði verkfræði en hún starfaði áður hjá verkfræðistofunni Mannviti og forverum þess í 11 ár áður en hún kom til starfa hjá Alvotech. Laxmi Adhikary leiðir verkefnastjórnun þróunarverkefna fyrirtækisins. Laxmi hefur yfir 15 ára reynslu innan líftæknigeirans og hefur þar sinnt ýmsum hlutverkum og hefur því víðtæka reynslu innan virðiskeðju þróunarverkefna. Í störfum sínum hjá lyfjafyrirtækinu Biocon tók hún þátt í að leiða nokkur árangursrík verkefni við að setja á markað samheitalíftæknilyf. Í tilkynningunni segir að Laxmi komi með mikilvæga reynslu og þekkingu til Alvotech. Laxmi er með doktorsgráðu í lífrænni efnafræði.
Vistaskipti Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira