Reynsluboltar ráðnir til Alvotech Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2018 12:30 Laxmi, María og Bragi hafa flutt sig um set og starfa nú hjá Alvotech. Bragi Jónsson, María Stefánsdóttir og Laxmi Adhikary hafa verið ráðin í yfirmannsstöðu hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Alvotech haldi áfram að bæta við sig sérfræðingum á Íslandi en frá áramótum hafi fyrirtækið auglýst 32 ný störf á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 250 vísindamenn. Alvotech er systurfyrirtæki alþjóðlega samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen og höfuðstöðvar þess eru innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Róbert Wessman er stofnandi Alvotech og Rasmus Rojkjaer er forstjóri fyrirtækisins. Bragi Jónsson leiðir bókhaldsdeild Alvotech ásamt því að bera ábyrgð á uppgjöri og fjárhagseftirliti. Bragi er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í verkefnastjórnun (MPM). Bragi hefur yfir 25 ára reynslu af uppgjöri fyrirtækja og fjárhagseftirliti en síðastliðin 15 ár starfaði hann hjá Actavis sem fjármálastjóri framleiðslu- og sölufyrirtækis Actavis á Íslandi. María Stefánsdóttir stýrir einni af lykilstoðum samfélagslegrar ábyrgðar Alvotech sem snýr að umhverfismálum og sér í lagi notkun á vistvænni orku við framleiðslu. María er menntaður iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með M.S. gráðu í umhverfisverkfræði frá University of Washington. Hún mun leiða öryggis-, heilsu- og umhverfismál hjá Alvotech. María hefur breiðan bakgrunn á sviði verkfræði en hún starfaði áður hjá verkfræðistofunni Mannviti og forverum þess í 11 ár áður en hún kom til starfa hjá Alvotech. Laxmi Adhikary leiðir verkefnastjórnun þróunarverkefna fyrirtækisins. Laxmi hefur yfir 15 ára reynslu innan líftæknigeirans og hefur þar sinnt ýmsum hlutverkum og hefur því víðtæka reynslu innan virðiskeðju þróunarverkefna. Í störfum sínum hjá lyfjafyrirtækinu Biocon tók hún þátt í að leiða nokkur árangursrík verkefni við að setja á markað samheitalíftæknilyf. Í tilkynningunni segir að Laxmi komi með mikilvæga reynslu og þekkingu til Alvotech. Laxmi er með doktorsgráðu í lífrænni efnafræði. Vistaskipti Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Bragi Jónsson, María Stefánsdóttir og Laxmi Adhikary hafa verið ráðin í yfirmannsstöðu hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Alvotech haldi áfram að bæta við sig sérfræðingum á Íslandi en frá áramótum hafi fyrirtækið auglýst 32 ný störf á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 250 vísindamenn. Alvotech er systurfyrirtæki alþjóðlega samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen og höfuðstöðvar þess eru innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Róbert Wessman er stofnandi Alvotech og Rasmus Rojkjaer er forstjóri fyrirtækisins. Bragi Jónsson leiðir bókhaldsdeild Alvotech ásamt því að bera ábyrgð á uppgjöri og fjárhagseftirliti. Bragi er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í verkefnastjórnun (MPM). Bragi hefur yfir 25 ára reynslu af uppgjöri fyrirtækja og fjárhagseftirliti en síðastliðin 15 ár starfaði hann hjá Actavis sem fjármálastjóri framleiðslu- og sölufyrirtækis Actavis á Íslandi. María Stefánsdóttir stýrir einni af lykilstoðum samfélagslegrar ábyrgðar Alvotech sem snýr að umhverfismálum og sér í lagi notkun á vistvænni orku við framleiðslu. María er menntaður iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með M.S. gráðu í umhverfisverkfræði frá University of Washington. Hún mun leiða öryggis-, heilsu- og umhverfismál hjá Alvotech. María hefur breiðan bakgrunn á sviði verkfræði en hún starfaði áður hjá verkfræðistofunni Mannviti og forverum þess í 11 ár áður en hún kom til starfa hjá Alvotech. Laxmi Adhikary leiðir verkefnastjórnun þróunarverkefna fyrirtækisins. Laxmi hefur yfir 15 ára reynslu innan líftæknigeirans og hefur þar sinnt ýmsum hlutverkum og hefur því víðtæka reynslu innan virðiskeðju þróunarverkefna. Í störfum sínum hjá lyfjafyrirtækinu Biocon tók hún þátt í að leiða nokkur árangursrík verkefni við að setja á markað samheitalíftæknilyf. Í tilkynningunni segir að Laxmi komi með mikilvæga reynslu og þekkingu til Alvotech. Laxmi er með doktorsgráðu í lífrænni efnafræði.
Vistaskipti Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent