Reynsluboltar ráðnir til Alvotech Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2018 12:30 Laxmi, María og Bragi hafa flutt sig um set og starfa nú hjá Alvotech. Bragi Jónsson, María Stefánsdóttir og Laxmi Adhikary hafa verið ráðin í yfirmannsstöðu hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Alvotech haldi áfram að bæta við sig sérfræðingum á Íslandi en frá áramótum hafi fyrirtækið auglýst 32 ný störf á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 250 vísindamenn. Alvotech er systurfyrirtæki alþjóðlega samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen og höfuðstöðvar þess eru innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Róbert Wessman er stofnandi Alvotech og Rasmus Rojkjaer er forstjóri fyrirtækisins. Bragi Jónsson leiðir bókhaldsdeild Alvotech ásamt því að bera ábyrgð á uppgjöri og fjárhagseftirliti. Bragi er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í verkefnastjórnun (MPM). Bragi hefur yfir 25 ára reynslu af uppgjöri fyrirtækja og fjárhagseftirliti en síðastliðin 15 ár starfaði hann hjá Actavis sem fjármálastjóri framleiðslu- og sölufyrirtækis Actavis á Íslandi. María Stefánsdóttir stýrir einni af lykilstoðum samfélagslegrar ábyrgðar Alvotech sem snýr að umhverfismálum og sér í lagi notkun á vistvænni orku við framleiðslu. María er menntaður iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með M.S. gráðu í umhverfisverkfræði frá University of Washington. Hún mun leiða öryggis-, heilsu- og umhverfismál hjá Alvotech. María hefur breiðan bakgrunn á sviði verkfræði en hún starfaði áður hjá verkfræðistofunni Mannviti og forverum þess í 11 ár áður en hún kom til starfa hjá Alvotech. Laxmi Adhikary leiðir verkefnastjórnun þróunarverkefna fyrirtækisins. Laxmi hefur yfir 15 ára reynslu innan líftæknigeirans og hefur þar sinnt ýmsum hlutverkum og hefur því víðtæka reynslu innan virðiskeðju þróunarverkefna. Í störfum sínum hjá lyfjafyrirtækinu Biocon tók hún þátt í að leiða nokkur árangursrík verkefni við að setja á markað samheitalíftæknilyf. Í tilkynningunni segir að Laxmi komi með mikilvæga reynslu og þekkingu til Alvotech. Laxmi er með doktorsgráðu í lífrænni efnafræði. Vistaskipti Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Bragi Jónsson, María Stefánsdóttir og Laxmi Adhikary hafa verið ráðin í yfirmannsstöðu hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Alvotech haldi áfram að bæta við sig sérfræðingum á Íslandi en frá áramótum hafi fyrirtækið auglýst 32 ný störf á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 250 vísindamenn. Alvotech er systurfyrirtæki alþjóðlega samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen og höfuðstöðvar þess eru innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Róbert Wessman er stofnandi Alvotech og Rasmus Rojkjaer er forstjóri fyrirtækisins. Bragi Jónsson leiðir bókhaldsdeild Alvotech ásamt því að bera ábyrgð á uppgjöri og fjárhagseftirliti. Bragi er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í verkefnastjórnun (MPM). Bragi hefur yfir 25 ára reynslu af uppgjöri fyrirtækja og fjárhagseftirliti en síðastliðin 15 ár starfaði hann hjá Actavis sem fjármálastjóri framleiðslu- og sölufyrirtækis Actavis á Íslandi. María Stefánsdóttir stýrir einni af lykilstoðum samfélagslegrar ábyrgðar Alvotech sem snýr að umhverfismálum og sér í lagi notkun á vistvænni orku við framleiðslu. María er menntaður iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með M.S. gráðu í umhverfisverkfræði frá University of Washington. Hún mun leiða öryggis-, heilsu- og umhverfismál hjá Alvotech. María hefur breiðan bakgrunn á sviði verkfræði en hún starfaði áður hjá verkfræðistofunni Mannviti og forverum þess í 11 ár áður en hún kom til starfa hjá Alvotech. Laxmi Adhikary leiðir verkefnastjórnun þróunarverkefna fyrirtækisins. Laxmi hefur yfir 15 ára reynslu innan líftæknigeirans og hefur þar sinnt ýmsum hlutverkum og hefur því víðtæka reynslu innan virðiskeðju þróunarverkefna. Í störfum sínum hjá lyfjafyrirtækinu Biocon tók hún þátt í að leiða nokkur árangursrík verkefni við að setja á markað samheitalíftæknilyf. Í tilkynningunni segir að Laxmi komi með mikilvæga reynslu og þekkingu til Alvotech. Laxmi er með doktorsgráðu í lífrænni efnafræði.
Vistaskipti Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent