Hlutabréf í Facebook hækkuðu á meðan Zuckerberg sat fyrir svörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2018 23:45 Mark Zuckerberg í þinghúsinu í dag. Vísir/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag. Fundurinn stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir en honum lauk nú skömmu fyrir 23:30 að íslenskum tíma. Á fundinum var Zuckerberg gert að svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. „Ég gerði mistök og mér þykir fyrir því. Ég stofnaði Facebook, ég stýri því og ég ber ábyrgð á því sem gerist hér,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann las fyrir viðstadda áður en þingmenn hófu yfirheyrsluna.Starfsmenn Facebook yfirheyrðir í tengslum við Rússarannsókn Muellers Í svörum Zuckerberg við fyrirspurnum embættismanna á borð við Dianne Feinstein og Chuck Grassley kom fram að Facebook stæði í stöðugri baráttu við Rússa sem vilja notfæra sér miðilinn. Hann viðurkenndi einnig að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem stýrir Rússarannsókninni svokölluðu, hafi rætt við starfsmenn Facebook vegna rannsóknarinnar. Zuckerberg sagðist þó sjálfur ekki hafa verið tekinn viðtals í tengslum við málið. Í febrúar ákærði Mueller m.a. rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega er kölluð „Tröllaverksmiðja Rússlands“, vegna Rússarannsóknarinnar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eins og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum, þ. á m. forsetakosningarnar þar í landi árið 2016. Vill tryggja öryggi þingkosninganna Zuckerberg sagði auk þess að hann sæi einna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári. Zucberberg lýsti því einnig yfir að „eftir á að hyggja hefðu það greinilega verið mistök“ að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnum án þess að rannsaka málið frekar.Sjá einnig: Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Zuckerberg er talinn hafa staðið sig nokkuð vel á fundinum í dag. Til marks um það er fimm prósenta hækkun á hlutabréfum fyrirtækisins sem mældist rétt áður en fyrsta fundarhlé dagsins hófst. Á morgun ber Zuckerberg aftur vitni frammi fyrir þingnefnd og hefst sá fundur klukkan 14 að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag. Fundurinn stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir en honum lauk nú skömmu fyrir 23:30 að íslenskum tíma. Á fundinum var Zuckerberg gert að svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. „Ég gerði mistök og mér þykir fyrir því. Ég stofnaði Facebook, ég stýri því og ég ber ábyrgð á því sem gerist hér,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann las fyrir viðstadda áður en þingmenn hófu yfirheyrsluna.Starfsmenn Facebook yfirheyrðir í tengslum við Rússarannsókn Muellers Í svörum Zuckerberg við fyrirspurnum embættismanna á borð við Dianne Feinstein og Chuck Grassley kom fram að Facebook stæði í stöðugri baráttu við Rússa sem vilja notfæra sér miðilinn. Hann viðurkenndi einnig að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem stýrir Rússarannsókninni svokölluðu, hafi rætt við starfsmenn Facebook vegna rannsóknarinnar. Zuckerberg sagðist þó sjálfur ekki hafa verið tekinn viðtals í tengslum við málið. Í febrúar ákærði Mueller m.a. rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega er kölluð „Tröllaverksmiðja Rússlands“, vegna Rússarannsóknarinnar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eins og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum, þ. á m. forsetakosningarnar þar í landi árið 2016. Vill tryggja öryggi þingkosninganna Zuckerberg sagði auk þess að hann sæi einna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári. Zucberberg lýsti því einnig yfir að „eftir á að hyggja hefðu það greinilega verið mistök“ að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnum án þess að rannsaka málið frekar.Sjá einnig: Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Zuckerberg er talinn hafa staðið sig nokkuð vel á fundinum í dag. Til marks um það er fimm prósenta hækkun á hlutabréfum fyrirtækisins sem mældist rétt áður en fyrsta fundarhlé dagsins hófst. Á morgun ber Zuckerberg aftur vitni frammi fyrir þingnefnd og hefst sá fundur klukkan 14 að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent