Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2018 11:20 Bandarískir ferðamenn eru fyrirferðamiklir á Íslandi. Vísir/Eyþór Um fjórðungur allra ferðamanna sem koma til Íslands eru bandarískir. Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka sem kynnt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að hægt hafi á fjölgun á komu bandarískra ferðamanna hingað til lands sé fjölgunin engu að síður hröð, en þeim þeim fjölgaði um 39 prósent á síðasta ári. Segir í skýrslunni að hægt hafi á fjölgun ferðamanna frá flestum löndum, þá sérstaklega Bretlandi þar sem breskum ferðamönnum fjölgaði aðeins um tvö prósent á síðasta ári.Sjá einnig:Mesti vöxturinn er í Airbnb „Þessi þróun er í takt við þróun í utanlandsferðum Breta almennt um þessar mundir. Skertur kaupmáttur Breta á erlendri grundu vegna gengisfalls pundsins virðist því hafa haft talsverð áhrif á utanlandsferðir Breta,“ segir í skýrslunni. Þá er einnig varað við því að hlutfall ferðamanna frá Bandaríkjunum hér á landi sé orðið svo hátt að ferðaþjónustan sé viðkvæm fyrir áföllum vegna breytinga á ferðatilhögum bandarískra ferðamanna.„Í ljósi þess hve stórt hlutverk ferðaþjónustan skipar í íslensku hagkerfi má í framhaldinu segja að ferðatilhögun bandarískra ferðamanna geti haft umtalsverð áhrif á skammtímaþróun í hérlendu hagkerfi,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimiÍ skýrslunni er bent á að árið 2010 hafi þjóðerni erlendra ferðamanna sem hingað komu verið dreifðara en það er nú. Engin ein þjóð hafi verið með yfir þrettán prósent hlutdeild. Nú séu þær tvær, Bandaríkin með 26 prósent og Bretland með fimmtán prósent. Byggja þurfi á fjölbreyttari grunni til þess að koma í veg fyrir áfall.„Í þessu samhengi er æskilegt að ferðaþjónustan byggi á fjölbreyttum grunni þannig að áfall í efnahag ákveðinnar þjóðar hafi ekki of veigamikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu og íslenska hagkerfið í heild.“Tengd skjöl:Skýrsla Íslandsbanka um ferðaþjónustuna Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Um fjórðungur allra ferðamanna sem koma til Íslands eru bandarískir. Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka sem kynnt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að hægt hafi á fjölgun á komu bandarískra ferðamanna hingað til lands sé fjölgunin engu að síður hröð, en þeim þeim fjölgaði um 39 prósent á síðasta ári. Segir í skýrslunni að hægt hafi á fjölgun ferðamanna frá flestum löndum, þá sérstaklega Bretlandi þar sem breskum ferðamönnum fjölgaði aðeins um tvö prósent á síðasta ári.Sjá einnig:Mesti vöxturinn er í Airbnb „Þessi þróun er í takt við þróun í utanlandsferðum Breta almennt um þessar mundir. Skertur kaupmáttur Breta á erlendri grundu vegna gengisfalls pundsins virðist því hafa haft talsverð áhrif á utanlandsferðir Breta,“ segir í skýrslunni. Þá er einnig varað við því að hlutfall ferðamanna frá Bandaríkjunum hér á landi sé orðið svo hátt að ferðaþjónustan sé viðkvæm fyrir áföllum vegna breytinga á ferðatilhögum bandarískra ferðamanna.„Í ljósi þess hve stórt hlutverk ferðaþjónustan skipar í íslensku hagkerfi má í framhaldinu segja að ferðatilhögun bandarískra ferðamanna geti haft umtalsverð áhrif á skammtímaþróun í hérlendu hagkerfi,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimiÍ skýrslunni er bent á að árið 2010 hafi þjóðerni erlendra ferðamanna sem hingað komu verið dreifðara en það er nú. Engin ein þjóð hafi verið með yfir þrettán prósent hlutdeild. Nú séu þær tvær, Bandaríkin með 26 prósent og Bretland með fimmtán prósent. Byggja þurfi á fjölbreyttari grunni til þess að koma í veg fyrir áfall.„Í þessu samhengi er æskilegt að ferðaþjónustan byggi á fjölbreyttum grunni þannig að áfall í efnahag ákveðinnar þjóðar hafi ekki of veigamikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu og íslenska hagkerfið í heild.“Tengd skjöl:Skýrsla Íslandsbanka um ferðaþjónustuna
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17