Handbolti

Deildarmeistararnir byrja á sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tandri er að gera góða hluti í Danmörku.
Tandri er að gera góða hluti í Danmörku. vísir/anton
Deildarmeistarar Skjern byrjuðu úrslitakeppnina í Danmörku á sigri, 33-26, gegn öðru Íslendingaliði, Århus. Ómar Ingi Magnússons koraði fimm mörk fyrir Árósar-liðið, Sigvaldi Guðjónsson þrjú og Róbert Gunnarsson eitt.

Tandri komst ekki á blað en þetta er fyrst umferðin í úrslitakeppninni og er skipt upp i tvo riðla. Vegna góðs árangurs í deildarkeppninni hóf Skjern keppni með tvö stig og er nú með fjögur stig, en Árósar-liðið ekkert.

Aron Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn Vigni Svavarssyni og félögum, 31-27, en Vignir skoraði eitt mark. Arnór Atlason og Janus Daði Smárason skoruðu ekkert fyrir Álaborg.

Álaborg er með eitt stig vegna góðs árangur í deildarkeppninni og Holstebro er nú með fjögur stig en þeir tóku tvö stig með sér úr deildarkeppninni.

Tvö efstu liðin fara í undanúrslitin en öll liðin í hvorum riðli fyrir sig leika við hvort annað áður en undanúrslitin byrja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×