Nýliði á fertugsaldri sló í gegn hjá Lakers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2018 12:00 Ingram fagnar eftir að hafa sett niður þrist gegn Rockets. Hann setti fjóra þrista í leiknum. vísir/getty Lífið getur verið skrítið og það þekkir Andre Ingram vel. Í sömu vikunni kenndi hann unglingum stærðfræði og spilaði svo körfubolta fyrir LA Lakers með Magic Johnson og Will Ferrell í stúkunni. Þetta er búin að vera ótrúlegasta vika í lífi hins 32 ára gamla Andre Ingram sem þreytti loksins frumraun sína í NBA-deildinni eftir að hafa reynt að komast að í deildinni í tíu ár. Elsti nýliði deildarinnar. Á þessum tíu árum hefur hann leikið 384 leiki í G-deildinni, sem er B-liðs deildin í NBA, og aldrei gefist upp. Lakers gerði við hann tveggja leikja samning og óhætt er að segja að hann hafi nýtt tækifærið með stæl í fyrri leiknum. Hann skoraði 19 stig, hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum, sem er fjórða besta frammistaða nýliða í sögu LA Lakers! Aðeins Magic Johnson, Nick Van Exel og Jerry West hafa byrjað feril sinn hjá Lakers betur.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018 „Flestir sem hafa reynt við körfuboltadrauminn eru löngu búnir að gefast upp. Það eru ekki miklir peningar í deildinni hans þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu. Það reynir á og sýnir hversu sterkur Andre er andlega,“ sagði Luke Walton, þjálfari Lakers. Ingram sjálfur var auðvitað í skýjunum með sína frammistöðu. „Andrúmsloftið var rafmagnað. Þetta var ótrúlegt og upplifun sem kemur aðeins einu sinni á lífstíðinni,“ sagði Ingram brosandi en hann var að spila gegn Houston sem er ekki með neina pappakassa í sínu liði. Ein af stjörnum Houston hrósaði honum mikið.Ingram í leiknum gegn Houston.vísir/getty„Ég sagði við hann eftir leikinn að ég bæri mikla virðingu fyrir honum. Eftir að hafa djöflast í G-deildinni í tíu ár og fá svo tækifæri og spila svona. Það er ansi sérstakt,“ sagði Chris Paul, leikmaður Houston, en Houston vann leikinn þrátt fyrir frammistöðu Ingram. Seinni leikurinn á samningi Ingram fór fram í nótt og þá vann Lakers nágranna sína í Clippers. Ingram fékk að spila í 34 mínútur og skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Lakers vann með 23 stigum er hann var inn á vellinum. Á þessum þriggja daga samningi við Lakers fær hann rúmlega 13 þúsund dollara í laun en árslaunin í G-deildinni eru 19 þúsund dollarar. Samhliða spilamennsku í G-deildinni hefur Ingram verið að kenna stærðfræði en hann er með gráðu í eðlisfræði. NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Lífið getur verið skrítið og það þekkir Andre Ingram vel. Í sömu vikunni kenndi hann unglingum stærðfræði og spilaði svo körfubolta fyrir LA Lakers með Magic Johnson og Will Ferrell í stúkunni. Þetta er búin að vera ótrúlegasta vika í lífi hins 32 ára gamla Andre Ingram sem þreytti loksins frumraun sína í NBA-deildinni eftir að hafa reynt að komast að í deildinni í tíu ár. Elsti nýliði deildarinnar. Á þessum tíu árum hefur hann leikið 384 leiki í G-deildinni, sem er B-liðs deildin í NBA, og aldrei gefist upp. Lakers gerði við hann tveggja leikja samning og óhætt er að segja að hann hafi nýtt tækifærið með stæl í fyrri leiknum. Hann skoraði 19 stig, hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum, sem er fjórða besta frammistaða nýliða í sögu LA Lakers! Aðeins Magic Johnson, Nick Van Exel og Jerry West hafa byrjað feril sinn hjá Lakers betur.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018 „Flestir sem hafa reynt við körfuboltadrauminn eru löngu búnir að gefast upp. Það eru ekki miklir peningar í deildinni hans þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu. Það reynir á og sýnir hversu sterkur Andre er andlega,“ sagði Luke Walton, þjálfari Lakers. Ingram sjálfur var auðvitað í skýjunum með sína frammistöðu. „Andrúmsloftið var rafmagnað. Þetta var ótrúlegt og upplifun sem kemur aðeins einu sinni á lífstíðinni,“ sagði Ingram brosandi en hann var að spila gegn Houston sem er ekki með neina pappakassa í sínu liði. Ein af stjörnum Houston hrósaði honum mikið.Ingram í leiknum gegn Houston.vísir/getty„Ég sagði við hann eftir leikinn að ég bæri mikla virðingu fyrir honum. Eftir að hafa djöflast í G-deildinni í tíu ár og fá svo tækifæri og spila svona. Það er ansi sérstakt,“ sagði Chris Paul, leikmaður Houston, en Houston vann leikinn þrátt fyrir frammistöðu Ingram. Seinni leikurinn á samningi Ingram fór fram í nótt og þá vann Lakers nágranna sína í Clippers. Ingram fékk að spila í 34 mínútur og skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Lakers vann með 23 stigum er hann var inn á vellinum. Á þessum þriggja daga samningi við Lakers fær hann rúmlega 13 þúsund dollara í laun en árslaunin í G-deildinni eru 19 þúsund dollarar. Samhliða spilamennsku í G-deildinni hefur Ingram verið að kenna stærðfræði en hann er með gráðu í eðlisfræði.
NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira