Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2018 12:35 Tíst Trump í gær þar sem virtist boða árásir í Sýrlandi olli mörgum heilabrotum, ekki síst vegna þess að Trump hefur gagnrýnt fyrri ríkisstjórn Baracks Obama harðlega fyrir að hafa greint frá áætluðum hernaðaraðgerðum fyrir fram. Vísir/AFP Aðeins degi eftir að hann hótaði Rússum með eldflaugaárásum í Sýrlandi er Donald Trump Bandaríkjaforseti byrjaður að draga í land. Hann tísti í morgun um að slíkar árásir gætu átt sér stað „fljótlega eða ekki svo fljótlega“. Stirt hefur verið á milli Rússa, sem hafa stutt Sýrlandsstjórn með hernaðarmætti sínum, og vestrænna ríkja undanfarið, ekki síst eftir efnavopnaárás í bænum Douma í Austur-Ghouta um helgina. Vestræn ríki hafa sakað ríkisstjórn Bashars al-Assad forseta um að hafa staðið að baki henni. Því hefur ríkisstjórn Assad og Rússar harðneitað. Trump hótaði Rússum með yfirvofandi eldflaugaárásum á Twitter í gær vegna efnavopnaárásarinnar en áður höfðu Rússar sagst myndu skjóta niður öll flugskeyti sem skotið yrði að Sýrlandi. Rússar brugðust við hótunum Trump í gær með því að segja að þeir stunduðu ekki samfélagsmiðlaerindrekstur. Annað hljóð var komið í strokkinn hjá Trump á Twitter í morgun. „Sagði aldrei hvenær árás á Sýrland myndi eiga sér stað. Gæti verið mjög fljótlega eða alls ekki svo fljótlega!“ tísti Bandaríkjaforseti. Nokkuð holur hljómur var þó í upphaflegu tísti Trump um mögulegar eldflaugaárásir. Aðeins hálftíma eftir tístið þar sem hann hótaði Rússum harmaði hann hversu slæmt samband Bandaríkjamanna og Rússa væri orðið. Spurði hann í tísti hvort að þeir ættu að hætta „vopnakapphlaupi“.Never said when an attack on Syria would take place. Could be very soon or not so soon at all! In any event, the United States, under my Administration, has done a great job of ridding the region of ISIS. Where is our “Thank you America?”— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2018 Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Aðeins degi eftir að hann hótaði Rússum með eldflaugaárásum í Sýrlandi er Donald Trump Bandaríkjaforseti byrjaður að draga í land. Hann tísti í morgun um að slíkar árásir gætu átt sér stað „fljótlega eða ekki svo fljótlega“. Stirt hefur verið á milli Rússa, sem hafa stutt Sýrlandsstjórn með hernaðarmætti sínum, og vestrænna ríkja undanfarið, ekki síst eftir efnavopnaárás í bænum Douma í Austur-Ghouta um helgina. Vestræn ríki hafa sakað ríkisstjórn Bashars al-Assad forseta um að hafa staðið að baki henni. Því hefur ríkisstjórn Assad og Rússar harðneitað. Trump hótaði Rússum með yfirvofandi eldflaugaárásum á Twitter í gær vegna efnavopnaárásarinnar en áður höfðu Rússar sagst myndu skjóta niður öll flugskeyti sem skotið yrði að Sýrlandi. Rússar brugðust við hótunum Trump í gær með því að segja að þeir stunduðu ekki samfélagsmiðlaerindrekstur. Annað hljóð var komið í strokkinn hjá Trump á Twitter í morgun. „Sagði aldrei hvenær árás á Sýrland myndi eiga sér stað. Gæti verið mjög fljótlega eða alls ekki svo fljótlega!“ tísti Bandaríkjaforseti. Nokkuð holur hljómur var þó í upphaflegu tísti Trump um mögulegar eldflaugaárásir. Aðeins hálftíma eftir tístið þar sem hann hótaði Rússum harmaði hann hversu slæmt samband Bandaríkjamanna og Rússa væri orðið. Spurði hann í tísti hvort að þeir ættu að hætta „vopnakapphlaupi“.Never said when an attack on Syria would take place. Could be very soon or not so soon at all! In any event, the United States, under my Administration, has done a great job of ridding the region of ISIS. Where is our “Thank you America?”— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2018
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30
May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46