Venjulega reyna krakkar að fara með veggjum er þeir skrópa í skólanum. Ekki hann Tucker Steckman sem fékk að fara með pabba á völlinn í stað þess að vera í skólanum.
Þeir mættu með skilti þar sem heiminum var tilkynnt um skrópið og það mætti alls ekki segja Versluis skólastjóra frá skrópinu.
We got you. pic.twitter.com/9eewGzMIFJ
— MLB (@MLB) April 10, 2018
Það skipti þó engu því skólastjórinn var á vellinum og Steckman rakst á hann.
„Ég sá hann og reyndi að fela mig. Ég vildi nefnilega ekki heldur að hann myndi sjá mig. Ég var sjálfur að skrópa með syni mínum á vellinum,“ sagði skólastjórinn skellihlæjandi.
Er upp komst um skróp allra var gert grín að öllu og Steckman myndaði sig með skólastjóranum og skiltinu.
„Ég hef ekki misst dag úr vinnu í sex ár og fannst það því í lagi. Það er í fínu lagi að Tucker hafi líka skrópað. Hann er frábær strákur og stendur sig vel. Mér fannst skiltið stórkostlegt hjá honum,“ bætti skólastjórinn við.