Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Benedikt Bóas skrifar 14. apríl 2018 09:15 Vísir Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem ég syng á Þjóðhátíð. Þetta er alltaf jafn gaman enda stærsta djamm Íslands á hverju ári, sunnudagurinn á Þjóðhátíð. Það er ekki til meiri stemning en þar,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir en hún og Salka Sól Eyfeld munu syngja með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð og slá þannig botninn í hátíðina. Jóhanna var nýkomin af dansæfingu en hún hefur verið að dansa sig inn í hjörtu landsmanna með frammistöðu sinni í þættinum Allir geta dansað sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Líf mitt snýst bara um dans þessa dagana á meðan ég er í þættinum. Þetta er ákveðinn draumur að rætast, að dansa. Mig langaði alltaf til að dansa þegar ég var yngri en það var ekki tími því ég var alltaf að syngja og í hestunum. Þarna fæ ég smá útrás fyrir gamlan draum sem rættist aldrei,“ segir hún. Mikill undirbúningur liggur að baki hverjum þætti og var æfing hennar og Max Petrov í gær allmargir klukkutímar enda stutt í næsta þátt. „Það þarf að gera hlutina með reisn. Þetta er í beinni útsendingu og ef eitthvað klikkar þá er maður að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð.“ Hún segir að það sé ákveðin viðurkenning að vera beðin um að syngja á sunnudeginum. „Albatross er frábær hljómsveit og við Sverrir Bergmann erum nýbúin að gefa út dúett saman. Það verður gaman að spila með hljómsveitinni þó það sé bara þetta kvöld.“ Hún bendir á að tíðindin hafi verið nánast að koma í hús og því viti hún lítið meira um skipulagið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun einnig Herra Hnetusmjör ásamt öllu sínu liði mæta sem og Emmsjé Gauti og þeir Frazier og Spegill þeyta skífum á stóra sviðinu.Skemmtiatriðin á Þjóðhátíð hefur verið gagnrýnd fyrir að vera karllæg undanfarin ár.Fréttablaðið/samsett Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem ég syng á Þjóðhátíð. Þetta er alltaf jafn gaman enda stærsta djamm Íslands á hverju ári, sunnudagurinn á Þjóðhátíð. Það er ekki til meiri stemning en þar,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir en hún og Salka Sól Eyfeld munu syngja með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð og slá þannig botninn í hátíðina. Jóhanna var nýkomin af dansæfingu en hún hefur verið að dansa sig inn í hjörtu landsmanna með frammistöðu sinni í þættinum Allir geta dansað sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Líf mitt snýst bara um dans þessa dagana á meðan ég er í þættinum. Þetta er ákveðinn draumur að rætast, að dansa. Mig langaði alltaf til að dansa þegar ég var yngri en það var ekki tími því ég var alltaf að syngja og í hestunum. Þarna fæ ég smá útrás fyrir gamlan draum sem rættist aldrei,“ segir hún. Mikill undirbúningur liggur að baki hverjum þætti og var æfing hennar og Max Petrov í gær allmargir klukkutímar enda stutt í næsta þátt. „Það þarf að gera hlutina með reisn. Þetta er í beinni útsendingu og ef eitthvað klikkar þá er maður að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð.“ Hún segir að það sé ákveðin viðurkenning að vera beðin um að syngja á sunnudeginum. „Albatross er frábær hljómsveit og við Sverrir Bergmann erum nýbúin að gefa út dúett saman. Það verður gaman að spila með hljómsveitinni þó það sé bara þetta kvöld.“ Hún bendir á að tíðindin hafi verið nánast að koma í hús og því viti hún lítið meira um skipulagið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun einnig Herra Hnetusmjör ásamt öllu sínu liði mæta sem og Emmsjé Gauti og þeir Frazier og Spegill þeyta skífum á stóra sviðinu.Skemmtiatriðin á Þjóðhátíð hefur verið gagnrýnd fyrir að vera karllæg undanfarin ár.Fréttablaðið/samsett
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið