„Látbragðsleikur og vonbrigði“ í Damaskus Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2018 23:30 Myndin er tekin í bænum Douma í útjaðri Damaskus í dag. Þann 7. apríl síðastliðinn varð Douma fyrir eiturvopnaárás, sem vesturveldin svöruðu fyrir með loftárásum í nótt. Vísir/AFP Vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, gerðu loftárásir á sýrlenskar borgir í nótt. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Íbúar Damaskus, sem breska dagblaðið The Guardian ræddi við í dag, virtust flestir hafa búist við árásunum. „Ég svaf í gegnum þær. Þetta var hvort sem er látbragðsleikur,“ sagði Khalil Abu Hamza, íbúi á svæðinu í kringum Damaskus þar sem árás var gerð í nótt, í samtali við Guardian. Annar íbúi, Taha, sagði íbúa Damaskus vana tíðum árásum og sprengingum. „Enginn yfirgaf heimili sitt. Móðir mín, sem býr á móti okkur, lét þetta ekki einu sinni á sig fá. Athugið að við erum vön þessu.“Sjá einnig: Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Árásirnar í nótt voru gerðar á þremur stöðum í Sýrlandi, í grennd við Damaskus annars vegar og borgina Homs hins vegar, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Miðað var á stofnanir sem tengdust framleiðslu efnavopna í Sýrlandi og gáfu árásarþjóðir það út að reynt hefði verið að takmarka mannfall.Kort bandaríska varnarmálaráðuneytisins sýnir staðsetningar loftárásanna sem gerðar voru á Sýrland í nótt.Mynd/Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaÍ umfjöllun Guardian var einnig rætt við fylgismenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Einn þeirra, Abu Haidar, sagðist hafa beðið eftir árásinni síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti birti fyrsta tístið um væntanlegar loftárásir í vikunni. „Þegar við heyrðum sprengingarnar vissum við að þetta væru Bandaríkjamennirnir. Fólk leitaði ekki skjóls í loftvarnarbyrgjum, fólk hvorki öskraði né faldi sig. Við vorum á þökum húsanna okkar.“ Hussam, stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi, sagði árásina þrungna vonbrigðum. „Því miður eru vonbrigði það eina sem fer okkur á milli. Þetta var ekki jafn umfangsmikið og þeir vilja vera láta. Við höfum misst alla trú á alþjóðasamfélaginu,“ sagði Hussam og gagnrýndi auk þess Donald Trump harkalega fyrir að svo gott sem vara Sýrlandsforseta við árásunum.Að svo stöddu hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásunum. Eins og áður hefur komið fram voru það Bandaríkin, Bretland og Frakkland sem stóðu að hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í nótt en ekki önnur aðildarríki NATO, sem þó styðja ákvörðunina, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Öll aðildarríki NATO lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðirnar í nótt sem var ætlað að draga úr efnavopnamætti sýrlensku stjórnarinnar og að hindra frekari efnavopnaárásir á sýrlensku þjóðina,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í dag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið eins afdráttalaus í stuðningi sínum við árásirnar á Sýrland. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir orð utanríkisráðherra í dag og sagði árásirnar hafa verið viðbúnar en að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að leita pólitískra lausna. Sýrland Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, gerðu loftárásir á sýrlenskar borgir í nótt. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Íbúar Damaskus, sem breska dagblaðið The Guardian ræddi við í dag, virtust flestir hafa búist við árásunum. „Ég svaf í gegnum þær. Þetta var hvort sem er látbragðsleikur,“ sagði Khalil Abu Hamza, íbúi á svæðinu í kringum Damaskus þar sem árás var gerð í nótt, í samtali við Guardian. Annar íbúi, Taha, sagði íbúa Damaskus vana tíðum árásum og sprengingum. „Enginn yfirgaf heimili sitt. Móðir mín, sem býr á móti okkur, lét þetta ekki einu sinni á sig fá. Athugið að við erum vön þessu.“Sjá einnig: Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Árásirnar í nótt voru gerðar á þremur stöðum í Sýrlandi, í grennd við Damaskus annars vegar og borgina Homs hins vegar, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Miðað var á stofnanir sem tengdust framleiðslu efnavopna í Sýrlandi og gáfu árásarþjóðir það út að reynt hefði verið að takmarka mannfall.Kort bandaríska varnarmálaráðuneytisins sýnir staðsetningar loftárásanna sem gerðar voru á Sýrland í nótt.Mynd/Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaÍ umfjöllun Guardian var einnig rætt við fylgismenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Einn þeirra, Abu Haidar, sagðist hafa beðið eftir árásinni síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti birti fyrsta tístið um væntanlegar loftárásir í vikunni. „Þegar við heyrðum sprengingarnar vissum við að þetta væru Bandaríkjamennirnir. Fólk leitaði ekki skjóls í loftvarnarbyrgjum, fólk hvorki öskraði né faldi sig. Við vorum á þökum húsanna okkar.“ Hussam, stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi, sagði árásina þrungna vonbrigðum. „Því miður eru vonbrigði það eina sem fer okkur á milli. Þetta var ekki jafn umfangsmikið og þeir vilja vera láta. Við höfum misst alla trú á alþjóðasamfélaginu,“ sagði Hussam og gagnrýndi auk þess Donald Trump harkalega fyrir að svo gott sem vara Sýrlandsforseta við árásunum.Að svo stöddu hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásunum. Eins og áður hefur komið fram voru það Bandaríkin, Bretland og Frakkland sem stóðu að hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í nótt en ekki önnur aðildarríki NATO, sem þó styðja ákvörðunina, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Öll aðildarríki NATO lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðirnar í nótt sem var ætlað að draga úr efnavopnamætti sýrlensku stjórnarinnar og að hindra frekari efnavopnaárásir á sýrlensku þjóðina,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í dag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið eins afdráttalaus í stuðningi sínum við árásirnar á Sýrland. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir orð utanríkisráðherra í dag og sagði árásirnar hafa verið viðbúnar en að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að leita pólitískra lausna.
Sýrland Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent