Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 08:22 Íbúi í Douma skolaður með vatni eftir það sem er talið hafa verið efnavopnaárás þar 7. apríl. Vísir/AFP Bandaríkjastjórn segist hafa upplýsingar um að sarín- og klórgas hafi verið notað í efnavopnaárás í bænum Douma sem hún fullyrðir að ríkisstjórn Bashars al-Assad hafi staðið að. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar svöruðu árásinni í Douma með loftárásum sem beindust gegn getu Assad-stjórnarinnar til að beita efnavopnum á nýjan leik á aðfaranótt laugardags. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni að mestu upplýsingarnar séu um klórgasið en einnig séu verulegar vísbendingar um notkun saríngass. Þvert á fullyrðingar Rússa um að sýrlenski herinn hafi náð að skjóta niður meirihluta flugskeyta ríkjanna þriggja sagði bandaríska varnarmálaráðuneytið að þrjú skotmörk hafi verið eyðilögð í gær, án truflana frá Sýrlandsstjórn. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sagði í gær að hún ætlaði eftir sem áður að fara til Douma til að rannsaka áskanirnar um efnavopnaárásina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði að beiðni Rússa í gær en þeir hafa stutt Assad hernaðarlega. Ráðið hafnaði því að fordæma loftárásir ríkjanna þriggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi Assad þau skilaboð í gær að Bandaríkin væru tilbúin að láta til skarar skríða aftur ef hann beitti efnavopnum. Sýrlandsstjórn hefur hafnað því að hafa gert efnavopnaárás. Þrátt fyrir harðorð viðbrögð Rússa og Sýrlandsstjórnar hafa loftárásirnar ekki dregið frekari dilk á eftir sér hingað til og virðast ríkin ekki hafa sérstakan áhuga á að stigmagna átökin við vesturveldin. Ekkert bendir heldur til þess að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ætli sér frekari aðgerðir umfram loftárásirnar í gær. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Bandaríkjastjórn segist hafa upplýsingar um að sarín- og klórgas hafi verið notað í efnavopnaárás í bænum Douma sem hún fullyrðir að ríkisstjórn Bashars al-Assad hafi staðið að. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar svöruðu árásinni í Douma með loftárásum sem beindust gegn getu Assad-stjórnarinnar til að beita efnavopnum á nýjan leik á aðfaranótt laugardags. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni að mestu upplýsingarnar séu um klórgasið en einnig séu verulegar vísbendingar um notkun saríngass. Þvert á fullyrðingar Rússa um að sýrlenski herinn hafi náð að skjóta niður meirihluta flugskeyta ríkjanna þriggja sagði bandaríska varnarmálaráðuneytið að þrjú skotmörk hafi verið eyðilögð í gær, án truflana frá Sýrlandsstjórn. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sagði í gær að hún ætlaði eftir sem áður að fara til Douma til að rannsaka áskanirnar um efnavopnaárásina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði að beiðni Rússa í gær en þeir hafa stutt Assad hernaðarlega. Ráðið hafnaði því að fordæma loftárásir ríkjanna þriggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi Assad þau skilaboð í gær að Bandaríkin væru tilbúin að láta til skarar skríða aftur ef hann beitti efnavopnum. Sýrlandsstjórn hefur hafnað því að hafa gert efnavopnaárás. Þrátt fyrir harðorð viðbrögð Rússa og Sýrlandsstjórnar hafa loftárásirnar ekki dregið frekari dilk á eftir sér hingað til og virðast ríkin ekki hafa sérstakan áhuga á að stigmagna átökin við vesturveldin. Ekkert bendir heldur til þess að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ætli sér frekari aðgerðir umfram loftárásirnar í gær.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21