Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2018 11:40 Hart er sótt að Eyþóri vegna hugmynda sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur kynnt um aflagningu fasteignaskatta til þeirra sem eru 70 og eldri. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt til sögunnar hugmyndir um að fasteignaskattar á þá sem eldri eru en 70 verði hreinlega felldir niður. Þetta hefur víða fallið í grýttan jarðveg þá á þeim forsendum að þetta komi augljóslega þeim sem best eru settir í þessu þjóðfélagi til góða. Og að jafnvel megi einsdæmi heita að skattkerfið sé beinlínis notað til að hygla þeim ríku.Eyþór vill minnka skerðingar til eldri borgara Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni, segir í samtali við Vísi þetta alls ekki svo vera. „Alls ekki. Aldraðir eru margir skuldugir en þurfa samt að borga þessa skatta óháð því. Auk þess sem þeir borga alla venjulega skatta af sínum launum. Til ríkis og borgar. Þarna erum við einfaldlega að minnka skerðingar til eldri borgara og stíga þannig fyrsta skref á þeirri braut sem allir hljóta að vera sammála um.“ Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessar hugmyndir er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Hann hefur tekið saman tölur sem byggja byggja á gögnum frá Ríkisskattstjóra, Þjóðskrá og Hagstofunni og ættu að gefa allskýra mynd af stöðunni 2018, sem hann birtir í Facebook-hópnum Stjórnmálaumræðan.Að neðan má sjá upptöku frá fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem loforðin voru kynnt á laugardaginn. Grímulaus eftirgjöf til þeirra tekjuhæstu Haukur segir þessa eftirgjöf sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ganga í afar einkennilegt loforð i ljósi þess að fátækt sé sannarlega að finna meðal tekjulægstu hópa aldraðra.Haukur hefur greint aldraða í mismunandi tekjuhópa og telur einsýnt að ef hugmyndir Sjálfstæðisflokksins komast til framkvæmda muni það einkum og sérílagi gagnast þeim ríku.„Einkennileg - vegna þess að tekjulægstu hóparnir fá fasteignagjöld þegar niðurfelld að hluta eða að öllu leyti - og fá því ekkert af gjöfinni,“ segir Haukur. Hann bendir á að ef aldraðir eru flokkaðir í 10 tekjuhópa – þá fá 3 tekjulægstu hóparnir ekkert, fjórði hópurinn 10.323 árlega og svo smá hækkar gjöfin uns hún verður að meðaltali 115.761 til tekjuhæsta hópsins; hann hefur um 1,1 milljón í mánaðarlaun.Svona grímulaus gjöf innan skattkerfisins til þeirra tekjuhæstu er fáséð og hefur Eyþór Arnalds og hans fólk sennilega hrist af sér stuðning stórs hóps aldraðra í borginni með þessu. segir Haukur: „Það að auka misskiptingu með skattlagningu er afar sjaldgæft á Vesturlöndum – ef ekki einsdæmi.“Verið að gera öldruðum kleift að búa heima hjá sér Eyþór segir þetta hins vegar einfalt mál. „Álögur á eldri borgara hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum með tvennum hætti. Annars vegar hefur Reykjavíkurborg hækkað fasteignagjöld um allt að 40 til 50 prósent á íbúðaeigendur. Auk þess hækkað önnur gjöld eins og til dæmis heita vatnið og fleira sem nauðsynlegt er að kaupa af borginni. Á sama tíma hafa eldri borgarar fundið fyrir tekjuskerðingum þar sem þeim er refsað fyrir að vinna. Auk almennra skatta sem eldri borgarar þurfa að borga til ríkis og borgarinnar hafa verið teknar af þeim lífeyrisgreiðslur, vegna þess að þeir hafa verið að vinna.“Svipmynd frá Valhöll, húsi Sjálfstæðisflokksins. Samstöðufundur 2014. Hugmyndir um að fella niður fasteignaskatta af 70 ára og eldri falla þar vel í kramið.visir/gvaForingi Sjálfstæðismanna segir að þeir séu einfaldlega að leggja það til að borgin leggi sitt af mörkum til þess að auðvelda eldri borgurum að búa, ef þeir geta og vilja, á eigin heimili.Slíkt er ekki bara mannsæmandi heldur miklu hagkvæmara fyrir þjóðfélagið, heldur en nota dvalarstofnanir. „Við teljum að þessi aðgerð spari í kerfinu, þar sem fleiri geta búið lengur heima hjá sér.“Hver hagnast helst á þessum skattabreytingum? Annar sem hefur furðað sig á þessu kosningaloforði er leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands, Gunnar Smári Egilsson. Hann tekur dæmi á Facebooksíðu sinni. „Ókei, ímyndum okkur mann sem erfði nokkrar leiguíbúðir eftir föður sinn, sem hafði verið nurlari alla tíð, og segjum að þessi maður hafi keypt fleiri íbúðir í gegnum tíðina svo nú eigi hann 40 leiguíbúðir, nokkrum mánuðum áður en hann verður 67 ára. Miðað við að hver íbúð kosti um 30 m.kr. þá ætti þessi maður að borga 21,6 m.kr. í fasteignagjöld á ári, en ekkert ef Eyþór Arnalds og Sjálfstæðisflokkurinn kemst valda og ná að framkvæma loforð sín. Og þá kemur spurningin:Haldið þið að þessi lýsing geti átt við einhvern áhrifamann innan Sjálfstæðisflokksins?“ Eyþór hefur sett athugasemd við þessa færslu, svohljóðandi: „Gunnar Smári Egilsson: Þetta á eingöngu við þá íbúð sem viðkomandi býr í. - treysti að þú leiðréttir þetta enda ert þú blaðamaður. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt til sögunnar hugmyndir um að fasteignaskattar á þá sem eldri eru en 70 verði hreinlega felldir niður. Þetta hefur víða fallið í grýttan jarðveg þá á þeim forsendum að þetta komi augljóslega þeim sem best eru settir í þessu þjóðfélagi til góða. Og að jafnvel megi einsdæmi heita að skattkerfið sé beinlínis notað til að hygla þeim ríku.Eyþór vill minnka skerðingar til eldri borgara Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni, segir í samtali við Vísi þetta alls ekki svo vera. „Alls ekki. Aldraðir eru margir skuldugir en þurfa samt að borga þessa skatta óháð því. Auk þess sem þeir borga alla venjulega skatta af sínum launum. Til ríkis og borgar. Þarna erum við einfaldlega að minnka skerðingar til eldri borgara og stíga þannig fyrsta skref á þeirri braut sem allir hljóta að vera sammála um.“ Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessar hugmyndir er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Hann hefur tekið saman tölur sem byggja byggja á gögnum frá Ríkisskattstjóra, Þjóðskrá og Hagstofunni og ættu að gefa allskýra mynd af stöðunni 2018, sem hann birtir í Facebook-hópnum Stjórnmálaumræðan.Að neðan má sjá upptöku frá fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem loforðin voru kynnt á laugardaginn. Grímulaus eftirgjöf til þeirra tekjuhæstu Haukur segir þessa eftirgjöf sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ganga í afar einkennilegt loforð i ljósi þess að fátækt sé sannarlega að finna meðal tekjulægstu hópa aldraðra.Haukur hefur greint aldraða í mismunandi tekjuhópa og telur einsýnt að ef hugmyndir Sjálfstæðisflokksins komast til framkvæmda muni það einkum og sérílagi gagnast þeim ríku.„Einkennileg - vegna þess að tekjulægstu hóparnir fá fasteignagjöld þegar niðurfelld að hluta eða að öllu leyti - og fá því ekkert af gjöfinni,“ segir Haukur. Hann bendir á að ef aldraðir eru flokkaðir í 10 tekjuhópa – þá fá 3 tekjulægstu hóparnir ekkert, fjórði hópurinn 10.323 árlega og svo smá hækkar gjöfin uns hún verður að meðaltali 115.761 til tekjuhæsta hópsins; hann hefur um 1,1 milljón í mánaðarlaun.Svona grímulaus gjöf innan skattkerfisins til þeirra tekjuhæstu er fáséð og hefur Eyþór Arnalds og hans fólk sennilega hrist af sér stuðning stórs hóps aldraðra í borginni með þessu. segir Haukur: „Það að auka misskiptingu með skattlagningu er afar sjaldgæft á Vesturlöndum – ef ekki einsdæmi.“Verið að gera öldruðum kleift að búa heima hjá sér Eyþór segir þetta hins vegar einfalt mál. „Álögur á eldri borgara hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum með tvennum hætti. Annars vegar hefur Reykjavíkurborg hækkað fasteignagjöld um allt að 40 til 50 prósent á íbúðaeigendur. Auk þess hækkað önnur gjöld eins og til dæmis heita vatnið og fleira sem nauðsynlegt er að kaupa af borginni. Á sama tíma hafa eldri borgarar fundið fyrir tekjuskerðingum þar sem þeim er refsað fyrir að vinna. Auk almennra skatta sem eldri borgarar þurfa að borga til ríkis og borgarinnar hafa verið teknar af þeim lífeyrisgreiðslur, vegna þess að þeir hafa verið að vinna.“Svipmynd frá Valhöll, húsi Sjálfstæðisflokksins. Samstöðufundur 2014. Hugmyndir um að fella niður fasteignaskatta af 70 ára og eldri falla þar vel í kramið.visir/gvaForingi Sjálfstæðismanna segir að þeir séu einfaldlega að leggja það til að borgin leggi sitt af mörkum til þess að auðvelda eldri borgurum að búa, ef þeir geta og vilja, á eigin heimili.Slíkt er ekki bara mannsæmandi heldur miklu hagkvæmara fyrir þjóðfélagið, heldur en nota dvalarstofnanir. „Við teljum að þessi aðgerð spari í kerfinu, þar sem fleiri geta búið lengur heima hjá sér.“Hver hagnast helst á þessum skattabreytingum? Annar sem hefur furðað sig á þessu kosningaloforði er leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands, Gunnar Smári Egilsson. Hann tekur dæmi á Facebooksíðu sinni. „Ókei, ímyndum okkur mann sem erfði nokkrar leiguíbúðir eftir föður sinn, sem hafði verið nurlari alla tíð, og segjum að þessi maður hafi keypt fleiri íbúðir í gegnum tíðina svo nú eigi hann 40 leiguíbúðir, nokkrum mánuðum áður en hann verður 67 ára. Miðað við að hver íbúð kosti um 30 m.kr. þá ætti þessi maður að borga 21,6 m.kr. í fasteignagjöld á ári, en ekkert ef Eyþór Arnalds og Sjálfstæðisflokkurinn kemst valda og ná að framkvæma loforð sín. Og þá kemur spurningin:Haldið þið að þessi lýsing geti átt við einhvern áhrifamann innan Sjálfstæðisflokksins?“ Eyþór hefur sett athugasemd við þessa færslu, svohljóðandi: „Gunnar Smári Egilsson: Þetta á eingöngu við þá íbúð sem viðkomandi býr í. - treysti að þú leiðréttir þetta enda ert þú blaðamaður.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent