Hanna Rún bjó til bleika glimmerbindi Bergþórs Benedikt Bóas skrifar 17. apríl 2018 06:00 Hanna Rún og Bergþór Pálsson voru glæsileg á sunndag. Atli Björgvinsson Fatnaður þeirra Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur og Bergþórs Pálssonar í síðasta þætti Allir geta dansað sló í gegn svo eftir var tekið. Hanna var í sérsaumuðum svörtum kjól sem virtist minnka eftir því sem leið á dansinn. Fatnaður Bergþórs, þó aðallega bleikt glimmerbindi, vakti mesta athygli og jafnvel Selma Björnsdóttir, einn af dómurum þáttarins, sagðist vilja eignast bindið. Þá voru fjölmörg ummæli látin falla um glimmerbindið á samfélagsmiðlum. „Það voru margir að tala um þetta blessaða bindi og ég var ánægð að heyra það. Það eru ekki allir sem vilja kannski eiga svona bindi en það fer allt fallegt Bergþóri vel,“ segir Hanna sem var nýbúin að klára hátt í fjögurra tíma æfingu fyrir næsta þátt.„Mér finnst búningar skipta máli og ég legg mikið upp úr þeim. Þegar við dönsuðum Cha cha cha þá steinaði ég vesti sem Bergþór var í og gerði skó í stíl. Við dönsuðum Tangó í síðasta þætti þar sem venjan er að vera í svörtu og rauðu. Ég ákvað að vera aðeins öðruvísi með þessum bleika tón. Mamma mín var í Þýskalandi og keypti rósirnar sem ég var með á öxlinni. Hún ætlaði að hafa þær úti í garði hjá sér en ég fékk að taka þær og steinaði þær. Þá vantaði mig bindi svo ég spurði pabba og og hann fann eitt sem hann gaf mér sem ég steinaði.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanna Rún lætur til sín taka í fatasaum en Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði saumað brúðarkjól fyrir vinkonu sína og varið 300 klukkustundum í þá vinnu. Þá hefur hún saumað kjóla á sig sem hún hefur keppt í. Hún var þó aðeins skemur að föndra bindið því hún segir það aðeins hafa tekið sig eina kvöldstund. Hún viðurkennir að hún hafi gleymt að telja steinana sem fóru í bindið en þeir voru þó nokkrir. Allir handlímdir, hver einn og einasti. Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Tengdar fréttir Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00 Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Fatnaður þeirra Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur og Bergþórs Pálssonar í síðasta þætti Allir geta dansað sló í gegn svo eftir var tekið. Hanna var í sérsaumuðum svörtum kjól sem virtist minnka eftir því sem leið á dansinn. Fatnaður Bergþórs, þó aðallega bleikt glimmerbindi, vakti mesta athygli og jafnvel Selma Björnsdóttir, einn af dómurum þáttarins, sagðist vilja eignast bindið. Þá voru fjölmörg ummæli látin falla um glimmerbindið á samfélagsmiðlum. „Það voru margir að tala um þetta blessaða bindi og ég var ánægð að heyra það. Það eru ekki allir sem vilja kannski eiga svona bindi en það fer allt fallegt Bergþóri vel,“ segir Hanna sem var nýbúin að klára hátt í fjögurra tíma æfingu fyrir næsta þátt.„Mér finnst búningar skipta máli og ég legg mikið upp úr þeim. Þegar við dönsuðum Cha cha cha þá steinaði ég vesti sem Bergþór var í og gerði skó í stíl. Við dönsuðum Tangó í síðasta þætti þar sem venjan er að vera í svörtu og rauðu. Ég ákvað að vera aðeins öðruvísi með þessum bleika tón. Mamma mín var í Þýskalandi og keypti rósirnar sem ég var með á öxlinni. Hún ætlaði að hafa þær úti í garði hjá sér en ég fékk að taka þær og steinaði þær. Þá vantaði mig bindi svo ég spurði pabba og og hann fann eitt sem hann gaf mér sem ég steinaði.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanna Rún lætur til sín taka í fatasaum en Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði saumað brúðarkjól fyrir vinkonu sína og varið 300 klukkustundum í þá vinnu. Þá hefur hún saumað kjóla á sig sem hún hefur keppt í. Hún var þó aðeins skemur að föndra bindið því hún segir það aðeins hafa tekið sig eina kvöldstund. Hún viðurkennir að hún hafi gleymt að telja steinana sem fóru í bindið en þeir voru þó nokkrir. Allir handlímdir, hver einn og einasti.
Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Tengdar fréttir Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00 Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00
Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið