Vandamál hversu fáir karlar nema hjúkrun Sveinn Arnarsson skrifar 17. apríl 2018 08:00 Það er ekki vitað hvað veldur því að karlar vilja ekki læra hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræðingafélagið vill komast til botns í því. Vísir/vilhelm Félag hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að greiða skólagjöld karla í hjúkrunarfræðum. Er um fimm ára tilraunaverkefni að ræða til að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Hlutfall karla í stétt hjúkrunarfræðinga hér á landi er með því lægsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Háskólinn á Akureyri vinnur nú að samnorrænni rannsókn á hvernig á því standi að karlar séu svo ólíklegir eins og raun ber vitni til að nema hjúkrunarfræði. Aðeins nítján karlmenn eru í hjúkrunarfræði við íslenska háskóla í dag. Að mati Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er það allt of lítið. „Stjórn hjúkrunarfræðingafélagsins vinnur nú að því að auka hlutfall karla í hjúkrunarfræðum. Við vitum ekki hvað það er sem veldur því að karlar vilji ekki læra hjúkrunarfræði, við þurfum að komast til botns í því. En við munum reyna að fjölga þeim með því að greiða skólagjöld karla næstu fimm árin til að fjölga körlum í stéttinni,“ segir Guðbjörg. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði„Þetta hefur gefist ágætlega hjá leikskólakennurum til að mynda og við ætlum að reyna þetta líka. Hvort þetta beri síðan árangur verður svo bara að koma í ljós,“ segir hún. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, segir það mikilvægt fyrir stéttina að fjölga karlmönnum. „Við erum númer eitt í heiminum þegar kemur að jafnrétti en við erum með eitt lægsta hlutfall karla í heiminum í hjúkrun. Í þessu framsækna þjóðfélagi verðum við að finna út hví karlar sæki sér ekki menntun í hjúkrun.“ Hlutfall karlhjúkrunarfræðinga í Bretlandi er um 11,5 prósent og í Noregi er hlutfallið í kringum tíu prósent. Danir eru einnig með lágt hlutfall karlmanna í hjúkrun, um fjögur prósent. „Miðað við sum karlastörf, þá er þetta ekkert illa launað, þannig. Við alla vega sjáum enga eina skýringu á því hvers vegna hlutfall okkar bifast ekki. Því viljum við skoða þetta náið með Norðmönnum og Dönum til að sjá hvað við getum gert betur hér á Íslandi til að fjölga karlmönnum,“ segir Gísli. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Félag hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að greiða skólagjöld karla í hjúkrunarfræðum. Er um fimm ára tilraunaverkefni að ræða til að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Hlutfall karla í stétt hjúkrunarfræðinga hér á landi er með því lægsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Háskólinn á Akureyri vinnur nú að samnorrænni rannsókn á hvernig á því standi að karlar séu svo ólíklegir eins og raun ber vitni til að nema hjúkrunarfræði. Aðeins nítján karlmenn eru í hjúkrunarfræði við íslenska háskóla í dag. Að mati Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er það allt of lítið. „Stjórn hjúkrunarfræðingafélagsins vinnur nú að því að auka hlutfall karla í hjúkrunarfræðum. Við vitum ekki hvað það er sem veldur því að karlar vilji ekki læra hjúkrunarfræði, við þurfum að komast til botns í því. En við munum reyna að fjölga þeim með því að greiða skólagjöld karla næstu fimm árin til að fjölga körlum í stéttinni,“ segir Guðbjörg. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði„Þetta hefur gefist ágætlega hjá leikskólakennurum til að mynda og við ætlum að reyna þetta líka. Hvort þetta beri síðan árangur verður svo bara að koma í ljós,“ segir hún. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, segir það mikilvægt fyrir stéttina að fjölga karlmönnum. „Við erum númer eitt í heiminum þegar kemur að jafnrétti en við erum með eitt lægsta hlutfall karla í heiminum í hjúkrun. Í þessu framsækna þjóðfélagi verðum við að finna út hví karlar sæki sér ekki menntun í hjúkrun.“ Hlutfall karlhjúkrunarfræðinga í Bretlandi er um 11,5 prósent og í Noregi er hlutfallið í kringum tíu prósent. Danir eru einnig með lágt hlutfall karlmanna í hjúkrun, um fjögur prósent. „Miðað við sum karlastörf, þá er þetta ekkert illa launað, þannig. Við alla vega sjáum enga eina skýringu á því hvers vegna hlutfall okkar bifast ekki. Því viljum við skoða þetta náið með Norðmönnum og Dönum til að sjá hvað við getum gert betur hér á Íslandi til að fjölga karlmönnum,“ segir Gísli.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira