Búast má við töfum fram eftir degi vegna snjókomunnar Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2018 10:25 Frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Instagram „Það hefur orðið talsverð röskun út af snjókomu,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður hvernig flugumferð hefur gengið til og frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Nokkrar vélar þurftu að hætta við að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu í morgun og þá komust nokkrar ekki frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. „Tvennt hefur valdið því. Annars vegar sökum mikillar ofankomu reyndist erfiðlega á tímabili í morgun að tryggja bremsuskilyrði fyrir vélar í lendingu, moksturinn gekk þannig. Á sama tíma gekk erfiðlega að af ísa vélar sem voru að leggja af stað. Þetta vann saman að því að valda töfum á vellinum,“ segir Guðjón.Hann segir nokkrar vélar hafa hringsólað yfir vellinum í morgun. Fjórar vélar frá Icelandair þurftu að lenda á Egilsstaðaflugvelli og tvær á Akureyrarflugvelli. Báðar vélarnar frá Icelandair sem lentu á Akureyri eru farnar til Keflavíkur en enn eru tvær eftir frá Icelandair á Egilsstöðum. Guðjón segir eina vél frá Delta hafa tekið þá ákvörðun að lenda á flugvelli í Skotlandi vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli. Hann segir stöðuna á Keflavíkurflugvelli mun betri nú og er nú unnið að því að vinda ofan af þeim töfum sem urðu á flugi í morgun. Má því búast við einhverri röskun á flugáætlun fram eftir degi og farþegar beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum. Á samfélagsmiðlum má fylgjast með viðbrögðum erlendra ferðamanna hér á landi við veðrinu í morgun. Einn þeirra sagði snjókomuna minna á hvers vegna landið er kennt við ís. Good reminder why it is called ICEland , there goes my HK connection flight...arghh! A post shared by Petur Olafsson (@arcticgweilo) on Apr 2, 2018 at 2:32am PDT Brr! A post shared by suzanne d'annunzio (@mydogsarecoolerthanyourdogs) on Apr 2, 2018 at 12:37am PDT Runway closed A post shared by John Davidson (@johnjamesdavidson) on Apr 1, 2018 at 11:51pm PDT Leaving Iceland in true Iceland style with bae @karina_cbarcelos and kiddos . . . . #iceland #reykjavik #keflavik #vacation #vacationmodeover #wheniniceland #igiceland #iloveiceland #vacationover #goinghome #family #lovelife #wowair A post shared by Hans Dürke Bloch-Kjær (@hansdurke) on Apr 1, 2018 at 11:40pm PDT Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna snjókomu í Keflavík Röskun hefur orðið á flugi frá Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu. 2. apríl 2018 08:36 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Það hefur orðið talsverð röskun út af snjókomu,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður hvernig flugumferð hefur gengið til og frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Nokkrar vélar þurftu að hætta við að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu í morgun og þá komust nokkrar ekki frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. „Tvennt hefur valdið því. Annars vegar sökum mikillar ofankomu reyndist erfiðlega á tímabili í morgun að tryggja bremsuskilyrði fyrir vélar í lendingu, moksturinn gekk þannig. Á sama tíma gekk erfiðlega að af ísa vélar sem voru að leggja af stað. Þetta vann saman að því að valda töfum á vellinum,“ segir Guðjón.Hann segir nokkrar vélar hafa hringsólað yfir vellinum í morgun. Fjórar vélar frá Icelandair þurftu að lenda á Egilsstaðaflugvelli og tvær á Akureyrarflugvelli. Báðar vélarnar frá Icelandair sem lentu á Akureyri eru farnar til Keflavíkur en enn eru tvær eftir frá Icelandair á Egilsstöðum. Guðjón segir eina vél frá Delta hafa tekið þá ákvörðun að lenda á flugvelli í Skotlandi vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli. Hann segir stöðuna á Keflavíkurflugvelli mun betri nú og er nú unnið að því að vinda ofan af þeim töfum sem urðu á flugi í morgun. Má því búast við einhverri röskun á flugáætlun fram eftir degi og farþegar beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum. Á samfélagsmiðlum má fylgjast með viðbrögðum erlendra ferðamanna hér á landi við veðrinu í morgun. Einn þeirra sagði snjókomuna minna á hvers vegna landið er kennt við ís. Good reminder why it is called ICEland , there goes my HK connection flight...arghh! A post shared by Petur Olafsson (@arcticgweilo) on Apr 2, 2018 at 2:32am PDT Brr! A post shared by suzanne d'annunzio (@mydogsarecoolerthanyourdogs) on Apr 2, 2018 at 12:37am PDT Runway closed A post shared by John Davidson (@johnjamesdavidson) on Apr 1, 2018 at 11:51pm PDT Leaving Iceland in true Iceland style with bae @karina_cbarcelos and kiddos . . . . #iceland #reykjavik #keflavik #vacation #vacationmodeover #wheniniceland #igiceland #iloveiceland #vacationover #goinghome #family #lovelife #wowair A post shared by Hans Dürke Bloch-Kjær (@hansdurke) on Apr 1, 2018 at 11:40pm PDT
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna snjókomu í Keflavík Röskun hefur orðið á flugi frá Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu. 2. apríl 2018 08:36 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna snjókomu í Keflavík Röskun hefur orðið á flugi frá Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu. 2. apríl 2018 08:36