Enski boltinn

Sjáðu öll mörk helgarinnar í enska boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni um páskahelgina og má sjá samnatektir úr öllum tíu leikjunum hér á Vísi.

Tottenham vann sögulegan sigur á Chelsea á Stamford Bridge í uppgjöri Lundúnarliðanna og þá er Manchester City nú hænuskrefi frá enska meistaratitlinum eftir enn einn sigurinn, nú gegn Everton á útivelli.

Íslendingarnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson spiluðu ekki með sínum liðum um helgina vegna meiðsla en Burnley vann 2-1 sigur á West Brom í fjarveru þess síðarnefnda.

Liverpool, Manchester United og Arsenal unnu sigra í sínum leikjum en allt það helsta úr öllum leikjum helgarinnar má sjá hér fyrir neðan.

Crystal Palace - Liverpool 1-2
West Ham - Southampton 3-0
Watford - Bournemouth 2-2
Manchester United - Swansea 2-0
Newcastle - Huddersfield 1-0
West Brom - Burnley 1-2
Everton - Manchester City 1-3
Arsenal - Stoke 3-0

Tengdar fréttir

Aubameyang sá um Stoke

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði tvö mörk þegar Arsenal vann öruggan þriggja marka sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool hafði betur með 29. marki Salah

Mo Salah heldur áfram að fara á kostum fyrir Liverpool á þessu tímabili. Í dag skoraði hann sigurmark liðsins gegn Crystal Palace á útivelli sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1.

Burnley kláraði WBA án Jóhanns

Burnley vann sinn tólfta leik á tímabilinu er liðið vann 2-1 sigur á WBA á útivelli. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði ekki vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×