Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekki Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 23:46 Bandarískir hermenn á ferð nærri Manbij í Sýrlandi. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vilja kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vilji það ekki og hafi jafnvel verið að íhuga að fjölga hermönnum í landinu. Trump sagði markmið Bandaríkjanna hafa verið að ganga frá Íslamska ríkinu og því verkefni væri nærri því lokið. Hershöfðingjar segja hins vegar að mikil vinna muni felast í því að tryggja að ISIS skjóti ekki aftur upp kollinum. Um tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi. ISIS-liðar hafa tapað nærri því öllu sínu yfirráðasvæði en þó stjórna þeir enn svæði við borgina Abu Kamal, sem er staðsett í Efratdalnum nærri landamærum Írak, og vígamenn ISIS halda einnig til í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Óttast er að þaðan gætu þeir háð langvarandi skæruhernað. Sóknin gegn ISIS hefur þó beðið hnekki að undanförnu þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa þurft að bregðast við innrás Tyrkja í Afrin-hérað og hótunum þeirra um að ráðast frekar á yfirráðasvæði Kúrda.Sendi Sádum tóninn Vel kemur til greina að forsetinn sé að nota þessa hótun til að fá fjármuni frá Sádi-Arabíu en hann sagði mögulegt að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa Sýrland, en þá þyrftu Sádar „kannski að borga“, en Trump kom nýverið í veg fyrir að 200 milljónum dala yrði varið í uppbyggingu í austurhluta Sýrlands. Hann sagðist ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar einnig að brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi myndi leiða til þess að Bandaríkin hefðu engin áhrif á framtíð Sýrlands. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og bandamenn hans, Rússar og Íranir, myndu ráða þar för.Það er þvert á orð forsetans um að standa í hárinu á Íran, sem myndi fagna brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Það myndi auka áhrif Írana á svæðinu verulega og gera þeim auðveldara fyrir að styðja við bakið á Hezbollah-samtökunum í Líbanon. Sýrland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vilja kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vilji það ekki og hafi jafnvel verið að íhuga að fjölga hermönnum í landinu. Trump sagði markmið Bandaríkjanna hafa verið að ganga frá Íslamska ríkinu og því verkefni væri nærri því lokið. Hershöfðingjar segja hins vegar að mikil vinna muni felast í því að tryggja að ISIS skjóti ekki aftur upp kollinum. Um tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi. ISIS-liðar hafa tapað nærri því öllu sínu yfirráðasvæði en þó stjórna þeir enn svæði við borgina Abu Kamal, sem er staðsett í Efratdalnum nærri landamærum Írak, og vígamenn ISIS halda einnig til í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Óttast er að þaðan gætu þeir háð langvarandi skæruhernað. Sóknin gegn ISIS hefur þó beðið hnekki að undanförnu þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa þurft að bregðast við innrás Tyrkja í Afrin-hérað og hótunum þeirra um að ráðast frekar á yfirráðasvæði Kúrda.Sendi Sádum tóninn Vel kemur til greina að forsetinn sé að nota þessa hótun til að fá fjármuni frá Sádi-Arabíu en hann sagði mögulegt að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa Sýrland, en þá þyrftu Sádar „kannski að borga“, en Trump kom nýverið í veg fyrir að 200 milljónum dala yrði varið í uppbyggingu í austurhluta Sýrlands. Hann sagðist ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar einnig að brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi myndi leiða til þess að Bandaríkin hefðu engin áhrif á framtíð Sýrlands. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og bandamenn hans, Rússar og Íranir, myndu ráða þar för.Það er þvert á orð forsetans um að standa í hárinu á Íran, sem myndi fagna brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Það myndi auka áhrif Írana á svæðinu verulega og gera þeim auðveldara fyrir að styðja við bakið á Hezbollah-samtökunum í Líbanon.
Sýrland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira