Guardiola lofar sóknarbolta á Anfield í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2018 14:00 Pep Guardiola á blaðamannafundinum fyrir leikinn. Vísir/Getty Það stefnir í skemmtilegt kvöld á Anfield í Liverpool en tvö sókndjörfustu lið enska boltans mætast þá á stóra sviðinu. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætir líka með lið sitt í sóknarhug á Anfield í kvöld í fyrri leik City og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola lofaði því á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann ætlaði að láta sitt lið spila sóknarbolta á Anfield í kvöld. Kannski verður sóknin „besta“ vörnin en í síðasta leik liðanna á Anfield þá voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri Liverpool og fjöldi dauðafæra til viðbótar litu dagsins ljós. „Ég veit að leikstíll okkar er fullkominn fyrir Liverpool af því að það er það lið sem sækir betur í opin svæði en nokkurt annað lið í heiminum. Þetta á sérstaklega við þá (Sadio) Mane, (Mohamed) Salah, (Roberto) Firmino, sem eru svo góðir leikmenn,“ sagði Pep Guardiola. „Samt sem áður þá finnst mér besta leiðin fyrir okkur vera að reyna að vinna þennan leik. Ef ég færi að tala um að liðið mitt ætlaði að breyta sínum leikstíl fyrir þennan leik þá myndu leikmenn mínir horfa á mig og segja: Þessi gæi er hræddur - stjórinn treystir okkur ekki,“ sagði Guardiola. „Það væru mistök hjá mér að gera það,“ sagði Guardiola.Pep Guardiola says the way Manchester City play is "perfect for Liverpool". But he's not planning to adapt more conservative tactics in the Champions League tonight: https://t.co/nzKiu1MblCpic.twitter.com/lC2pxZF2BD — Sky Sports Football (@SkyFootball) April 4, 2018 Manchester City hefur skorað 88 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 19 mörk í Meistaradeildinni. Liverpool hefur skorað 75 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 28 mörk í Meistaradeildinni. Liðið í þriðja sæti yfir markaskorun í ensku úrvalsdeildinni er Tottenham sem hefur skorað þrettán deildarmörkum færra en Liverpool og 26 deildarmörkum færra en City. „Bæði lið mun reyna að spila fótbolta. Við erum liðin sem skora flest mörk í ensku úrvalsdeildinni. Ég held að lið Jürgen Klopp beri virðingu fyrir góðum fótbolta. Þeir reyna að sækja og auðvitað munum við gera það líka. Ég er viss um að þetta verður góður leikur,“ sagði Guardiola.Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Það stefnir í skemmtilegt kvöld á Anfield í Liverpool en tvö sókndjörfustu lið enska boltans mætast þá á stóra sviðinu. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætir líka með lið sitt í sóknarhug á Anfield í kvöld í fyrri leik City og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola lofaði því á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann ætlaði að láta sitt lið spila sóknarbolta á Anfield í kvöld. Kannski verður sóknin „besta“ vörnin en í síðasta leik liðanna á Anfield þá voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri Liverpool og fjöldi dauðafæra til viðbótar litu dagsins ljós. „Ég veit að leikstíll okkar er fullkominn fyrir Liverpool af því að það er það lið sem sækir betur í opin svæði en nokkurt annað lið í heiminum. Þetta á sérstaklega við þá (Sadio) Mane, (Mohamed) Salah, (Roberto) Firmino, sem eru svo góðir leikmenn,“ sagði Pep Guardiola. „Samt sem áður þá finnst mér besta leiðin fyrir okkur vera að reyna að vinna þennan leik. Ef ég færi að tala um að liðið mitt ætlaði að breyta sínum leikstíl fyrir þennan leik þá myndu leikmenn mínir horfa á mig og segja: Þessi gæi er hræddur - stjórinn treystir okkur ekki,“ sagði Guardiola. „Það væru mistök hjá mér að gera það,“ sagði Guardiola.Pep Guardiola says the way Manchester City play is "perfect for Liverpool". But he's not planning to adapt more conservative tactics in the Champions League tonight: https://t.co/nzKiu1MblCpic.twitter.com/lC2pxZF2BD — Sky Sports Football (@SkyFootball) April 4, 2018 Manchester City hefur skorað 88 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 19 mörk í Meistaradeildinni. Liverpool hefur skorað 75 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 28 mörk í Meistaradeildinni. Liðið í þriðja sæti yfir markaskorun í ensku úrvalsdeildinni er Tottenham sem hefur skorað þrettán deildarmörkum færra en Liverpool og 26 deildarmörkum færra en City. „Bæði lið mun reyna að spila fótbolta. Við erum liðin sem skora flest mörk í ensku úrvalsdeildinni. Ég held að lið Jürgen Klopp beri virðingu fyrir góðum fótbolta. Þeir reyna að sækja og auðvitað munum við gera það líka. Ég er viss um að þetta verður góður leikur,“ sagði Guardiola.Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira