Segir fráleit vinnubrögð kosta þjóðina 104 tonn af gæðaostum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. apríl 2018 15:00 „Núna fyrir páska voru tollkvótar fyrir osta auglýstir þar sem að tollasamningur við Evrópusambandið tekur gildi 1. maí. Þá kemur í ljós að þar eru auglýst 37 tonn af osti en ekki 104 líkt og allir höfðu búist við,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda, og segir að mistök við lagasetningu í tengslum við búvörusamninga orsaki þetta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Forsagan er sú að Alþingi samþykkti málamiðlun á búvörusamningi haustið 2016 þess efnis að leyfa átti innflutning á 210 tonnum af sérosti strax á fyrsta ári gildistöku tollasamnings við Evrópusambandið í stað þess að tollkvótinn yrði afgreiddur í skrefum næstu fjögur árin. Málamiðlunin var til að vega á móti almennri tollahækkun á ostum sem kveðið var á um í búvörusamningum. Sérostar eru ostar sem njóta til dæmis svæðisbundinnar sérstöðu líkt og Parmesan eða Rocheford ostar. Nú er komið á daginn að hærri tollar á osta hafa tekið gildi en ákvörðun Alþingis um að flýta gildistöku tollkvóta á sérosta hefur ekki tekið gildi og óvíst hvort það verði gert á þessu ári. „Við spyrjum atvinnuvegaráðuneytið hverju sætir og svörin eru þau að það sé ágalli á þessari lagasetningu frá þinginu,“ segir Ólafur. „Vilji þingsins lá alveg skýr fyrir. Það lá til dæmis fyrir í nefndaráliti atvinnuveganefndar en orðalagið á lagabreytingunum sé ekki nógu skýrt til þess að ráðuneytið treysti sér til að fylgja þessu eftir. Okkur finnst þetta náttúrulega fráleit vinnubrögð hjá ráðuneytinu að hafa ekki samband við þingið miklu fyrr því þessi galli hefur legið lengi fyrir.“ Jón Gunnarsson, fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur þá beint því til nefndarinnar að hún taki málið upp og flytji frumvarp til að leiðrétta þennan ágalla á löggjöfinni. Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
„Núna fyrir páska voru tollkvótar fyrir osta auglýstir þar sem að tollasamningur við Evrópusambandið tekur gildi 1. maí. Þá kemur í ljós að þar eru auglýst 37 tonn af osti en ekki 104 líkt og allir höfðu búist við,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda, og segir að mistök við lagasetningu í tengslum við búvörusamninga orsaki þetta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Forsagan er sú að Alþingi samþykkti málamiðlun á búvörusamningi haustið 2016 þess efnis að leyfa átti innflutning á 210 tonnum af sérosti strax á fyrsta ári gildistöku tollasamnings við Evrópusambandið í stað þess að tollkvótinn yrði afgreiddur í skrefum næstu fjögur árin. Málamiðlunin var til að vega á móti almennri tollahækkun á ostum sem kveðið var á um í búvörusamningum. Sérostar eru ostar sem njóta til dæmis svæðisbundinnar sérstöðu líkt og Parmesan eða Rocheford ostar. Nú er komið á daginn að hærri tollar á osta hafa tekið gildi en ákvörðun Alþingis um að flýta gildistöku tollkvóta á sérosta hefur ekki tekið gildi og óvíst hvort það verði gert á þessu ári. „Við spyrjum atvinnuvegaráðuneytið hverju sætir og svörin eru þau að það sé ágalli á þessari lagasetningu frá þinginu,“ segir Ólafur. „Vilji þingsins lá alveg skýr fyrir. Það lá til dæmis fyrir í nefndaráliti atvinnuveganefndar en orðalagið á lagabreytingunum sé ekki nógu skýrt til þess að ráðuneytið treysti sér til að fylgja þessu eftir. Okkur finnst þetta náttúrulega fráleit vinnubrögð hjá ráðuneytinu að hafa ekki samband við þingið miklu fyrr því þessi galli hefur legið lengi fyrir.“ Jón Gunnarsson, fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur þá beint því til nefndarinnar að hún taki málið upp og flytji frumvarp til að leiðrétta þennan ágalla á löggjöfinni.
Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira