Hertók þinghúsið í skugga vantrausts Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Mohamed Osman Jawari, forseti sómalíska þingsins. Vísir/AFP Hermenn, hliðhollir Mohamed Osman Jawari, forseta sómalíska þingsins, hertóku í gær sómalíska þinghúsið. Frá þessu greindi sómalíski fjölmiðillinn Shabelle í gær. „Hermennirnir hafa umkringt þinghúsið og hafa tekið völdin á þinginu,“ sagði í frétt Shabelle. Til stóð að fram færi atkvæðagreiðsla um vantraust á þingforsetann í gær. Eftir að hermenn hans höfðu hertekið þinghúsið mætti forsetinn sjálfur á svæðið, að því er Puntland Post greindi frá. „Forsetinn var í fylgd annars varaforseta, Mahad Awad. Fyrsti varaforseti, Abdiweli Mudey, var mættur á undan þeim. Þingmenn þurftu hins vegar að bíða í löngum röðum eftir að fá heimild til að fara inn í þinghúsið,“ sagði á síðu Puntland Post. Þingmennirnir sem andvígir eru Jawari yfirgáfu þingsal í kjölfar hertökunnar. Sögðu þeir við netmiðilinn Dhacdo að ómögulegt væri að halda þingfund við þetta ástand. Þá greindi Radio Kulmiye frá því að hermennirnir hafi ekki bara staðið vörð um þinghúsið heldur einnig ráðist endurtekið á blaðamenn sem fylgdust með gangi mála.Deilur um dagskrá Undanfarna daga hafði verið deilt harðlega um dagskrá þingsins. Vildu menn þingforseta frekar ræða fyrirhugaðan landamæramúr sem keníska ríkið ætlar sér að reisa á meðan andstæðingar þingforseta vildu halda áfram umræðum og svo greiða atkvæði um vantraust. Styr hefur staðið um Jawari. Hefur Hassan Ali Kheyre forsætisráðherra verið sagður hafa fyrirskipað þingmönnum að lýsa yfir vantrausti á Jawari. Þingforsetinn hefur verið sakaður um að reyna að spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar. Þrýst hefur verið á Jawari að segja af sér vegna málsins. Hefur hann raunar áður staðið af sér vantraust. „Þau eru að krefjast þess að ég segi af mér. En ég ætla ekki að segja af mér. Ég vinn ekki fyrir þau,“ sagði Jawari á þriðjudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Hermenn, hliðhollir Mohamed Osman Jawari, forseta sómalíska þingsins, hertóku í gær sómalíska þinghúsið. Frá þessu greindi sómalíski fjölmiðillinn Shabelle í gær. „Hermennirnir hafa umkringt þinghúsið og hafa tekið völdin á þinginu,“ sagði í frétt Shabelle. Til stóð að fram færi atkvæðagreiðsla um vantraust á þingforsetann í gær. Eftir að hermenn hans höfðu hertekið þinghúsið mætti forsetinn sjálfur á svæðið, að því er Puntland Post greindi frá. „Forsetinn var í fylgd annars varaforseta, Mahad Awad. Fyrsti varaforseti, Abdiweli Mudey, var mættur á undan þeim. Þingmenn þurftu hins vegar að bíða í löngum röðum eftir að fá heimild til að fara inn í þinghúsið,“ sagði á síðu Puntland Post. Þingmennirnir sem andvígir eru Jawari yfirgáfu þingsal í kjölfar hertökunnar. Sögðu þeir við netmiðilinn Dhacdo að ómögulegt væri að halda þingfund við þetta ástand. Þá greindi Radio Kulmiye frá því að hermennirnir hafi ekki bara staðið vörð um þinghúsið heldur einnig ráðist endurtekið á blaðamenn sem fylgdust með gangi mála.Deilur um dagskrá Undanfarna daga hafði verið deilt harðlega um dagskrá þingsins. Vildu menn þingforseta frekar ræða fyrirhugaðan landamæramúr sem keníska ríkið ætlar sér að reisa á meðan andstæðingar þingforseta vildu halda áfram umræðum og svo greiða atkvæði um vantraust. Styr hefur staðið um Jawari. Hefur Hassan Ali Kheyre forsætisráðherra verið sagður hafa fyrirskipað þingmönnum að lýsa yfir vantrausti á Jawari. Þingforsetinn hefur verið sakaður um að reyna að spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar. Þrýst hefur verið á Jawari að segja af sér vegna málsins. Hefur hann raunar áður staðið af sér vantraust. „Þau eru að krefjast þess að ég segi af mér. En ég ætla ekki að segja af mér. Ég vinn ekki fyrir þau,“ sagði Jawari á þriðjudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira