Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fer fram á heilbrigða skynsemi í Skrípal-málinu. Vísir/EPA Viðtal Sky News við Gary Aitkenhead, framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins í Porton Down, hefur kynt undir deilu Rússa og Breta um efnavopnaárás marsmánaðar á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans. Sagði Aitkenhead í viðtalinu að ekki hafi tekist að staðfesta að Novichok-eitrið, sem notað var í tilræðinu, hafi komið frá Rússlandi. Hins vegar væri ljóst að einungis ríki hafi getað framleitt eitrið. Rússar hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. Stukku þeir því á þessi ummæli Aitkenheads og fóru mikinn. Rússneska sendiráðið í Bretlandi sagði púsluspil Breta detta í sundur, Dmítrí Peskov, talsmaður forseta, sagði þau sýna að „tryllingslegar ásakanir“ Breta væru ósannar og Rússar kölluðu eftir fundi hjá Stofnuninni um bann við efnavopnum.Sjá einnig: Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Rússar eru þó ekki þeir einu sem gripu ummæli Aitkenheads á lofti. Diane Abbott, skuggaráðherra innanríkismála og þingmaður Verkamannaflokksins, sakaði Boris Johnson utanríkisráðherra um að afvegaleiða almenning í málinu. Á fundinum kom einna helst fram að stofnunin byggist við því að rannsókn lyki innan viku. Aðspurður hvort hann byggist við afsökunarbeiðni í gær sagði Vladímír Pútín forseti að hann byggist raunar ekki við neinu. „Ég býst samt við því að heilbrigð skynsemi verði ofan á,“ sagði forsetinn. Fyrir fundinn buðust Rússar til þess að rannsaka málið í samstarfi við Breta. „Tilboð Rússa um sameiginlega rannsókn er fáránlegt,“ sagði í tísti frá bresku sendinefndinni. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Viðtal Sky News við Gary Aitkenhead, framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins í Porton Down, hefur kynt undir deilu Rússa og Breta um efnavopnaárás marsmánaðar á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans. Sagði Aitkenhead í viðtalinu að ekki hafi tekist að staðfesta að Novichok-eitrið, sem notað var í tilræðinu, hafi komið frá Rússlandi. Hins vegar væri ljóst að einungis ríki hafi getað framleitt eitrið. Rússar hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. Stukku þeir því á þessi ummæli Aitkenheads og fóru mikinn. Rússneska sendiráðið í Bretlandi sagði púsluspil Breta detta í sundur, Dmítrí Peskov, talsmaður forseta, sagði þau sýna að „tryllingslegar ásakanir“ Breta væru ósannar og Rússar kölluðu eftir fundi hjá Stofnuninni um bann við efnavopnum.Sjá einnig: Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Rússar eru þó ekki þeir einu sem gripu ummæli Aitkenheads á lofti. Diane Abbott, skuggaráðherra innanríkismála og þingmaður Verkamannaflokksins, sakaði Boris Johnson utanríkisráðherra um að afvegaleiða almenning í málinu. Á fundinum kom einna helst fram að stofnunin byggist við því að rannsókn lyki innan viku. Aðspurður hvort hann byggist við afsökunarbeiðni í gær sagði Vladímír Pútín forseti að hann byggist raunar ekki við neinu. „Ég býst samt við því að heilbrigð skynsemi verði ofan á,“ sagði forsetinn. Fyrir fundinn buðust Rússar til þess að rannsaka málið í samstarfi við Breta. „Tilboð Rússa um sameiginlega rannsókn er fáránlegt,“ sagði í tísti frá bresku sendinefndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10
Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35
Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34